Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Suniiudafíur X. april 1973. Við hittum Olaf að máli fyrir stuttu á skrifstofu Loftleiða við Frithjof Nansensplass númer 9. Á þessum stað hafa Loftleiðir haft skrifstofu, síðan 17. júni 1971, en fram til þess tima hafði Braathen S.A.F.E. verið aðalum- boðsmaður Loftleiða í Noregi. Ólafur segir fyrst, að hann hafi tekið við sölustjórastarfinu um leið og skrifstofan var opnuð þann 17. júní 1971 og muni hann ekki eftir öðrum eins áhuga fyrir Islandi i Noregi. Það sé spurt og spurt, og með sanni megi segja, að um allan Noreg sé nú upphafin vakning fyrir Islandi — Norsku blöðin, útvarp og sjónvarp eiga lika sinn þátt i þessu segir hann og nýafstaðin söfnun, sem Erik Bye sá um og stjórnaði i gegnum norska sjónvarpið sýnir hvað við eigum i Noregi. Ég hef aldrei kynnzt neinu i likingu við þetta áður. Nú ert þú formaður Islendinga- félagsins. Hvernig er starfi félagsins háttað? — Starf Islendingafélagsins er orðið ærið umsvifamikið, þó svo að það hafi kannski ekki alltaf verið mikið fyrstu árin Nú orðið höldum við alltaf hausthátið, þorrablót, og einnig göngumst við fyrir ferðum heim. Og ekki má gleyma húsinu, sem tslendinga- félagið á . við Norefjell. Þetta hús er alveg stórkostlegt og það sama er að segja um staðinn. Það er sama hvort maður er þarna yfir vetrartimann eða að sumar- lagi, þarna er alltaf jafn gott að dvelja. — Nú hafið þið þurft að endur- nýju húsið að mestu, hvaða utan- aðkomandi aðstoð hefur félagið fengið til þess? — Félagið hefur tvisvar 1970 og 1971 fengið 50 þúsund króna styrk frá islenzka rikinu, til að endur- nýja húsið. En tilfellið er að að- stoð. sem þessi, er ekki mikil, þegar búið er að umreikna þessa upphæð yfir i norskar krónur, miðað við núverandi gengi. Allar Skapið yður eigin umgjörð með GeQunar gluggatjöldum Heimilið er hluti af manni sjálfum, hlýleg búslóð skapar vellíðan og öryggi. Gluggatjöldin eru rammi þessa umhverfis, skapa því lit og ljós. Gefjunar gluggatjöld úr úrvals trefjaefni í fjölbreyttu litavali eru hverju heimili vegleg umgjörð. GEFJUN AKUREYRI dralon , BAYER Úrvals trefjaefni ÁHUGINN A ISLANDI HEF- UR ALDREIVERIÐEINSMIKILL Rætt við Ólaf Friðfinnsson, sölustjóra Loftleiða í Noregi ISLENDINGAR, sem búsettir eru erlendis, hafa ekki siður látið gosið i Vestmanna- eyjum til sin taka, en við hin, sem búum heima á Fróni. Fjölmargir landar i útlandinu hafa þurft að þeysast á milli borga og flytja fyrir- lestra, sýna kvik- eða skuggamyndir um ísland eða Vestmanna- eyjar, og þetta fólk hefur ekki tekið eyri fyrir, heldur aðeins unnið af alhug að söfnun handa Vestmanna- eyingum. Einn þessara manna, er Ólafur Frið- finnsson, sölustjóri Loft- leiða i Noregi. Það má segja, að hvern dag, þegar ólafur hefur lokið vinnu á skrifstofunni, þá sé hann annað hvort kominn á fund vegna Vestmannaeyjamálsins eða hann er þá að vinna að einhverju sérverkefni vegna ástandsins i Eyjum. Ólafur er einnig for- maður Islendinga- félagsins i Noregi, og það er meðal annars af þeirri ástæðu,sem mikið hefur borið á honum i söfnuninni, sem staðið hefur yfir i Noregi og nefnist „Hándslag til Island”, eða „vinarhönd til íslands”. ölaftir Friöfiniissoii breytingar, sem gerðar hafa verið á húsinu, hafa verið unnar i sjálfboðavinnu. Við höfum alla tið lagt áherzlu á að nota islenzkt efni i húsið. Við höfum keypt teppi frá Islandi og ýmislegt annað, og einnig höfum við hug á að kaupa húsgögn að heiman, hvort það borgar sig, er samt ekki vist, en alla vega kaupum við meira af teppum að heiman. Nú er ákveðið aðsetja upp nýja eldhús- innréttingu, og verður þvi verki flýtt vegna dvalar Vestmanna- eyjabarnanna i húsinu i sumar. Þetta verður kostnaðarsamt fyrir félagið, enda félagið ekki það fjöl- mennt. Félagatalan er nú ein- hversstaðar á milli 200 og 250. A meðan við tölum um endurbætur á húsinu, þá má ekki gleyma tveim Islendingum, sem hafa mikil viðskipti við Noreg, en það eru þeir Friðrik A. Jónsson og Jóhann Rönning, Þessir tveir menn hafa látið mikið fé af hendi rakna til hússjóðsins og hafa einnig útvegað vörur hjá norskum fyrirtækjum á mjög hagstæðu verði. Við stjérnendur i tslendinga- félaginu höldum þvi fram, að okkur beri réttur á meiri styrk frá islenzka rikinu. Það er hægt að benda á Islendingahúsið i Kaup- mannahöfn, sem fær mjög háan styrk frá rikinu á ári hverju, fyrir utan það, að rikið kostaði allar breytingar á þvi. Við hér verðum að reka okkar hús af þvi, sem inn kemur. Og það er af húsgjaldinu, sem mjög er stillt i hóf og af ágóða sem hlýzt af skemmtunum Islendingafélagsins. — Ekki er húsið aðeins fyrir þá Islendinga, sem búa i Noregi? — Nei, það er öllum opið, og nú orðið koma Islendingar hvaðan- æva að og dvelja þar um hrið. Fólk er til dæmis farið að koma i nokkuð rikum mæli að heiman yfir vetrartimann og stundar þar skiðaferðir i nágrenni húss- ins, en skammt frá húsinu eru einhverjar vinsælustu skiða- brekkur Noregs. — Hefur félagið ekki tekið mikinn þátt i Vestmannaeyja- söfnuninni i Noregi. — Jú, félagið hefur stutt þessa söfnun margvislega. Meðal annars hefur það útbuið margar fréttatilkynningar fyrir viðkom- andi aðila i Noregi. Að auki ákvað stjórn félagsins að styrkja dvöl Vestmannaeyjabarna með þvi, að lána hús félagsins i allt sumar handa börnunum. Þá söfnuðust niu þúsund norskar krónur til þessa starfs á mjög skömmum tima. Nú berst talið aftur að Loft- leiðum og Ólafur segir, að þeirra sölukerfi sé mikið byggt á ferða- skrifstofunum og hafa Loftleiðir nú 84 umboðsmenn viðs vegar i Noregi. Þá má ekki gleyma Braathen, en farseðlar með Loftleiðum eru seldir á öllum skrifstofum þess félags i Noregi. Oslóarskrifstofa Loftleiða er siðan miðstöð fyrir allar þessar söluskrifstofur. Ahuginn fyrir Islandi er alveg feikilegur um þessar mundir og mjög margar fyrirspurnir, sem berast eru um „Island eventyrlandet”, einnig hafa margar fyrirspurnir borizt ný- lega um svokallaðar menningar- ferðir til Islands sem nýlega voru teknar upp, en þær byggjast mikið á þvi að fólk fari i leikhús, sæki tónleika og annað,sem er til menningarlegs auka. Þessar ferðir, sem eru hugmynd Gisla Sigurbjörnssonar, forstjóra, ætla að verða vinsælar. Þegar Loftleiðir opnuðu skrif- stofuna i Osló 1971 störfuðu þar tveir menn, en nú tveim árum siðar starfa þar sjö manns, og er það til marks um aukin umsvif Loftleiða i Noregi. —ÞÓ Okkar vinsæla — ítalska PIZZA slær í gegn — Margar tegundir Opiö trá kl. 08-21.30. Laugavegi 178 Sími 3-47-80 TWYFORDS hreinlætistæki fyrirliggjandi BYGGINGAVORUVERZLUN TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20 — Sími 8-32-90

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.