Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Aðeins 17 ára varð Pele heimsmeistari í knattspyrnu Fróðir menn segja, að það sé ólíklegt, að nokkru sinni komi fram á sjónarsviðið knattspyrnumaður, sem gæddur er öllum kostum „svörtu perlunnar" PELE..snilIingurinn ungi sést hér senda knöttinn I netiö hjá Svium. A myndinni sést, hvaö hann hefur geysilegt vald á Ifkamanum og vinstrifótarskot hans er hnitmiöaö. Hverer bczti knattspyrnumaöur i heimi? Þvi er fljótsvaraö, þaö kemst enginn meö tærnar þang- að, sem Pele, eöa „svarta perl- an” eins og hann er kallaöur, hcf- ur liælana. Pele, sem heitir réttu nafni Edson Arantes do Nas- cimento, er mesti knattspyrnu- snillingur, sem uppi hefur veriö i heiminum l'.og slðar. Hann fædd- ist 1941 og ólst upp i fátækrahverfi i Rio de Janeiro i Brasiliu. Og þar fannst hann, þar sem liann lék knattspyrnu berfættur og var bú- inn aö ná ótrúlegri leikni meö knöttinn ungur aö árum. Kor- ráöamenn Santos-liösins sáu strax, aö þarna væri geysilegt efni á feröinni, og þeir voru ekki lengi aö skrá hann i Santos. Meö þvi liði hefur Pela leikiö siðan og unniö marga sæta sigra, og hann er einnig eini knattspyrnumaöur- inn i heimi, sem hefur þrisvar sinnum veriö i liöi, sem hefur unniö heimsmeistarakeppnina. Kunnátta lians og geta i knatt- spyrnu á ekki sinn Ifka í viöri ver- öld. Fróðir menn segja, að það sé ólikiegt aö nokkru sinni komi fram á sjónarsviðið knattspyrnu- maöur, sem gæddur er öllum kostum „svörtu perlunnar”. Kostir hans hafa veriö og eru ein- stakir. Hann er jafnvfgur á skot meö báöum fótuni og hann hefur frábæra knattmeöferö. Þá er hann sérfræöingur i aö leika á menn og rekja knöttinn. Ilann hefur mjög næmt auga fyrir veil- ■um i vörn andstæöinga og er fljót- ur að átta sig á, hvernig er bezt fyrir hann og félaga hans að staö- setja sig á vellinum og brjótast I gegnum stcrkustu varnir. Meö þvi móti hefur hann lagt upp hundruö marka fyrir Santos og Brasiliu. Viö skulum ekki hafa þennan formála lengri, heldur snúa okkur strax að glæsilegum knattspyrnuferli Pele, en á hon- um hafa verið margar gleöi og sorgarstundir. „Svarta perlan” er þjóðhetja f Brasiliu, átrúnaöargoö, sem hvert manns- barn kannast við og um hana eru sagöar sögur, sem ganga manna á milli: Pele varð heimsfrægur 1958. Nafnið Pele komst fyrst á allra varir eftir heimsmeistarakeppn- ina i Sviþjóð 1958, þegar hann að- eins 17 ára lék frábærlega með brasiliska landsliðinu, sem tryggði sér heimsmeistaratitil- inn. Enginn þeirra, sem fengu að sjá þennan unga mann leika i Svi- þjóð, mun gleyma honum. Pele, sem fékk fljótlega nafnið „svarta perlan”, vann hug og hjörtu þeirra, sem sáu hann Ieika. Hann var fljótur, skotharður ungur strákur með geysilega knatt- tækni, sem kunni svo sannarlega að gleðjast yfir sætum sigrum. Eftir hvert mark, sem brasílíska liðið skoraði, og hvern sigur, sem það vann í Svíþjóð, hljóp Pele um völlinn eins og kálfur, sem fær að leika lausum hala á vorin. Eftir hvert mark, sem hann skoraði, hljóp hann að marki mótherjans, hékk i netinu og kastaði sér siðan á knöttinn og kyssti hann. Öleymanleg augnablik fyrir þá, sem á horfðu. Pele lék sinn fyrsta leik i heimsmeistarakeppninni i Sviþjóð gegn Rússum i Gauta- borg. Þann leik vann Brasilfa og tryggði sér rétt til að leika i 8-liða úrslitum gegn Wales. Það var einmitt i leiknum gegn Wales, sem Pele lét að sér kveða. Hann skoraði eina mark leiksins, markið, sem kom Brasiliu i undanúrslit. Það var einmitt i undanúrslitaleiknum gegn Frakklandi, sem nafnið Pele komst á allra varir. Þegar staðan var 2:1 fyrir Brasiliu, tók Pele leikinn i sfnar hendur og sýndi snilldarleik. A 52. min. skoraði hann 3:1 og bætti siðan við tveim- ur mörkum, fyrst á 64. min. og siðan á 75. min. Þegar hann skor- aði þriðja markið, „hat trick”, ætlaði allt að ganga af göflunum af hrifningu. Ahorfendur kunnu svo sannarlega að meta mörkin hans. Brasilia var komin i úrslit gegn Sviþjóð. 1 úrslitaleiknum var Pele aftur i sviðsljósinu, þá skoraði hann tvö mörk og átti mikinn þátt i að Brasilia tryggði sér heims- meistaratitilinn með sigri gegn Sviþjóð i úrslitaleik 5:2. Pele var orðinn fastur leikmaður með brasiliska landsliðinu og heims- frægur. Brasiliska landsliðið með nöfn eins og Gilmar markvörð, D. Santos, N. Santos, Zito, Bellini, Orlando, Garrincha, Didi, Vava, Pele og Zagalo var svo sannar- lega bezta landslið i heimi. „Svarta perlan’.’ sleit vöðva i HM-keppninni i Chile 1962 Þegar Brasilia kom til Chile til að verja heimsmeistaratitilinn 1962, byrjaði liðið vel. Landsliðið, sem var skipað nær sömu leik- mönnum og léku i Sviþjóð, byrj- aði á þvi að vinna Mexikó 2:0. Pele var á skotskónum, og hann skoraði strax i leiknum. Hitt markið skoraði Zagalo (núver- andi landsliðsþjálfari Brasiliu). En svo kom óhappið. 1 öðrum leik liðsins gegn Tékkum sýndi Pele snilldarleik, hann var potturinn og pannan i leik liðsins og tvisvar i upphafi leiksins bjargaði tékk- neski markvörðurinn Schroiff snilldarlega skotum frá Pele. Á 25. min. varð það óhapp, aö Pele sleit vöðva, er hann skaut einu af sinum þrumuskotum, sem strauk stöng. Hann var borinn af leik- velli og gat ekki leikið meir i keppninni. 1 fyrstu virtust meiðsli Peles ætla að brjóta niður brasi- liska liðið. En það náði sér fljótt aftur á strik og tryggði sér heims- meistaratitilinn, þegar það mætti Tékkum aftur i úrslitaleik, sem endaði 3:1. Fyrsti ósigur Brasiliu i heimsmeistarakeppni i 12 ár Þegar heimsmeistarakeppnin i Englandi 1966 fór fram, spáðu flestir Brasiliu sigri. Allt benti til þess, þegar Pele og Co. léku sinn fyrsta leik gegn Búlgaríu. Eftir þann leik, sem var frábærlega leikinn, var brasiliska liðinu klappað lof i lófa, þegar leikmenn gengu út af að leikslokum. Pele og hinn frægi Garrincha heilluðu áhorfendur með leik sinum og tveimur stórglæsilegum mörk- um. Strax á fyrstu sek. sýndi Pele sitt bezta. Hann lék á mótherjana hvern af öðrum — rétt i þann mund, sem hann ætlaði að skjóta, tókst varnarmanni að spyrna i knöttinn. Hann skoraði siðan mark á 16. min. Mark, sem áhorf- endur kunnu að meta, þeir hrein- lega trylltust af hrifningu. Pele var brugðið fyrir utan vitateig — hann tók spyrnuna og knötturinn söng i netinu. Garrincha lék eftir list Pele siðar i leiknum. Hann tók aukaspyrnu fyrir utan vitateig og sendi knöttinn með þrumuskoti i netið. Markið var stórglæsilegt og að sjálfsögðu kunnu áhorfendur að meta slik mörk — fagnaðar- lætin voru geysileg. M.a. fóru nokkrir Búlgaranna til Garrincha og óskuðu honum til hamingju með skotið. En Adam var ekki lengi i Paradis. Brasiliumenn léku án Pele gegn Ungverjalandi, en hann var hvfldur vegna litilla meiðsla á hné. Ungverjar sýndu frábæran leik og unnu Brasiliu mjög óvænt 3:1. Þetta var fyrsti ósigur Brasiliu i kappleik i heims- meistarakeppninni i 12 ár. Það voru einmitt Ungverjar, sem unnu þá siðast i Bern 1954. Heimsmeistararnir slegnir út Reiðarslagið varö a Goddison Park i Liverpool 18. júli. Þá voru heimsmeistararnir slegnir út úr keppninni af Portúgölum, sem Snillingarnir Pele og Garrincha fagna marki I Nilton Santos faömar unga Sviþjóö. manninn Pele aö sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.