Tíminn - 08.04.1973, Síða 40

Tíminn - 08.04.1973, Síða 40
r MERKIÐ.SEM GLEÐUR HHtumst i kaupfélaginu v. Gistió á góóum kjörum <r? _GOÐI L Jk Jyi'ir f/óöan mtti $ KJÖTIÐNADARSTÖÐ SAMBANDSINS Steingrímur J. Þorsteins- son látinn Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor, lézt á Borgarspitalan- um rétt fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld. Kvöldið áður varð Steingrimur fyrir bil á Suðurgötu og höfuðkúpubrotnaði. Steingrimur var 62 ára gamall. Hann var fæddur á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1932. Tjarnargata 10. Undir þessu liúsi er Skothúsbrunnurinn, sem orðinn er á annað hundraö ára ganiall Timamyndir: Róbert Framhald á bls. 3 7. SKOTHÚSBRUNNURINN VEL VARÐ- VEITTUR UNDIR TJARNARGÖTU 40 VARÐVEIZLA gamalla menn- ingarvcrðinæta er rnjög á dag- skrá um þessar mundir og verða jafnvel að hitamáli og fólk skiptist i andstæðar fylkingar með eða móti niöurrifi gamalla húsasamstæðna, halda útifundi og fara blysfarir til að vekja at- hygli á skoðunum sinum og stykja málstaðinn. Skoðanaskipti, um, hvort rifa eigi Bernhöftstorfuna eða láta han óáreitta hafa farið fram i öllum fjölmiðlum og virðist ekkertlát á þeim einstæða áhuga á skipulagi þessara ein- staka borgarhluta. þótt allir láti sér i léltu rúmi liggja, hvernig aðrir hlutar borgarinnar eru rifnir niður eða byggðir upp. Nóg um það. Viðar eru menn- ingarsöguleg verðmæti en við Lækjargöt’. og betur varðveitt. t kjallar hússins nr. 40 við Tjarnar- götu, sem löngum var nefndt Krabbehúsið, er djúpur brunnur sem i er hiö ágætasta neyzluvatn, og að þvi er næst verður komizt er þarna Skothúsbrunnurinn gamli, og var húsið byggt yfir hann á sinum tima, eða árið 1908, en brunnurinn er miklu eldri, þvi Skotfélagið var i fullum blóma árið 1860, og var brunnurinn grafinn fvrir skotglaða heldri- menn Reykjavikur, þvi sjálfsagt hafa þeir stundum verið kverka- þurrir og eins hafa þeir þurft að skoia af sér púðurreykinn eftir vei heppnað skytteri. En fleiri höfðu not af brunn- inum, og þá kannski fyrst og fremst Melshús, sem stóðu i brekkunni svolitið norðar. Er þá rómantikin komin heldur betur i spilið, þvi Magnús i Melshúsum, og hans fólk, er fyrirmyndin að grásleppukariinum i Brekkukoti & Co, að þvi er sagt er. Engin hætta er á að brunnurinn góði verði ásetningarefni borgar- skipuleggjara og þeirra sem þekkja hin einu sönnu verðmæti. Þinglýstir eigendur Tjarnargötu 40 og þar með brunnsins hyggjast hvorki fylla hann né láta flytja upp i Árbæ. Brunnurinn verður á sinum stað áfram og er liklega hinn eini sinnar tegundar i Reykjavikurborg. Eigendur hússins eru þeir Magnús G. Jóns- son, menntaskólakennari sem býr á efri hæð hússins, og Flosi ólafsson, leikari m.m. Er Timinn hafði tal af hinum siðarnefnda til að fræðast um þetta einstæða mannvirki i ibúðarhúsinu, sagðist hann vera nýbúinn að kaupa sinn hluta húss- ins og ekki vita gjörla um upp- runa brunnsins, en húsið hafi Thorvald Krabbe, vitamálastjóri, byggt 1908, og var þar fyrsta vitamálaskrifstofan hér á landi og er hún enn óbreytt með viða- miklum harðviðarþiljum, skápum og útskurði, sem er hæfi- leg umgerð þeirra andlegu starfa sem nú eru iðkuð i stofunni. Um brunninn sagði Flosi, að hann hafi strax vakið athygli sina og sinna er hann flutti i húsið og hafi Ólafur sonur sinn mælt hann. Er brunnurinn kringlóttur, meter i þvermál. Hann er hlaðinn úr grjóti en efst er hann múr- húðaður. Dýpt er 3 metrar frá gólfi, en kjallarinn er töluvert niðurgrafinn. Hæð frá gólfi að vatnsborði er 1,27 m. Tré- hlemmur á hjörum er yfir brunn- inum. Hlemmurinn er ekki alveg kringlóttur þvi veggur nær yfir hluta opsins, sem sýnir að brunn- urinn var þarna fyrir er húsið var byggt, en hann ekki grafinn i gólfið. Vatnið er kalt, tært og gott, nema það er þægilegra að skrúfa frá krana uppi i eldhúsinu og fá þar rennandi Gvendar- brunnavatn en paufast niður i kjallara eftir eigin brunnvatni. Brunnurinn er beint undir eld- húsi neðri hæðar hússins. Er gengið úr eldhúsi niður að brunn- inum og hafa verið mikilþægingi fyrir vinnukonur þáverandi vita- málastjóra að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr eftir vatni. Byrjað var að leggja vatnsveitu i Reykjavik árið 1907 og var hún tekin i notkun 1909. Var vatn þá leitt i meginhluta byggðarinnar, sem þá var. Lárus Sigurbjörnsson er manna kunnastur háttum og venjum Reykvikinga á fyrri tið. Timinn bar undir hann hvort það hafi verið algent að brunnar hafi verið grafnir innanhúss áður en vatnsveitan var lögð. Kvað hann Framhald á 37. siðu. Séð ofani brunninn, sem er þriggja metra djúpur. Niður að vatnsborði eru 127 sentimetrar. Flosi ólafsson leikari við brunninn og er hann annar eiganda þessa menningarverömætis.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.