Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Við viljum ekki skilja Frásögn manns, sem giftist systur sinni, án þess að þau vissu. Eftir að það uppgötvaðist af hendingu krefjast ýmsir utanaðkomandi aðilar þess, að þau slíti samvistum vera, eftir að þetta uppgötvaðist af hendingu? Hvort skyldi það varða þau hjónin meiru eða þæróteljandi sálir, sem nú neita að telja hjónaband þeirra séróviðkomandi? Hverju breytir það fyrir almenning hverjir elskast og búa saman? Hver hefur eða á að hafa slíkt íhlutunarvald um einkamálefni fólks, að því sé meinað að njótast? Nei — eigum við ekki að viðurkenna, að slikar skoðanirséu úreltar orðnar, og íhlutun um einkamál aðila ætti að banna. Samninga um tilfinningar sé ekki hægt að gera —þær séu einkamál aðilanna sjálfra. Hvað yrði gert á Islandi í dag, ef syst- kin (þó ekki væru nema hálfsystkin) ættu barn saman og byggju saman? Gaman væri að fá að heyra um slíkt frá þeim aðilum, sem um það þykjast hafa einhver völd, séu þeir til. UM systkinabrúðkaup eða annað þess konar samband hefur verið fjallað í bókum. Hver hefur t.d. ekki heyrt af ást þeirra Geir- mundar og Þuríðar i bók Þorgils gjallanda Upp við fossa? En við vitum lítið, hver brögð hafa verið að því að slik hjónabönd tækj- ust án þess að um væri vitað, en hér á landi hefur löngum verið grunur, um að ekki væru allir rétt feðraðir, bæði fyrr og nú. — Það eru líklega fleiri út af prestum og öðrum merkismönnum, en vita það. — Þóerekki ástæða til aðætla, að hérá landi hafi verið til að systkin, sem ekki hafi vitað hvort af öðru og með þeim tek- iztástir, sem leitt hafi til hjónabands. Það er einmitt það sem lesa má í eftirfarandi frásögn ungra kanadiskra hjóna og systkina. Þau hafa einsett sér að skilja ekki, hvað sem á dynur. Ur því að allt var i lagi á meðan enginn vissi neitt, hví skyldi það þá ekki ÞAÐ VAR sem mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, þeg- ar ég sá manninn á þessari gömlu og velktu brúðarmynd. Hjartað hamaðist i brjósti mér, og ég leit af myndinni á frú Vannier. Ég reyndi allt sem ég gat til að ná valdi á röddinni en tókst það ekki með nokkru móti. — Hver er þessi maður? sagði ég skjálfandi. bessi miðaldra kona frú Jacqueline Boudreau-Vannier, þreif myndina úr höndum mér, og lagöi hana inn i albúmiö, sem hún hafði veitt mér leyfi til að skoða: — Við nefnum aldrei þennan mann hér i húsinu, hvæsti hún. — En, — sagöi ég hægt, um leið og ég reyndi að hemja hjartslátt- inn, — þiö hafið þó varðveitt myndina?.. Það er bara vegna þess, að þetta er eina myndin, sem ég á af systur minni, sem nú er látin, svaraði þessi kvika kona. — Jæja, — við skulum heldur tala um eitt- hvað annað. Hræðilegar grunsemdir Ég varð þess var, að Kathleen kona min, sem sat við hliðina á mér, hafði veitt þvi athygli, hve óstyrkur ég var. — Er eitthvað að, Charles? sagði hún. Ég reyndi að sefa mig um leið og ég sagði: — Nei, nei mér fannst bara, að ég kannaðist við manninn. En það getur ekki verið rétt hjá mér, ég veit ekki hvernig ég ætti að gera það. Ég þurfti að fá tima til að hugsa. Hvernig átti ég aö geta sagt frá þvi, að þegar ég sá þessa gömlu mynd, sá ég mynd föður mins? Hvernig átti ég að fara að þvi nema að vera þess fullviss, að láta i ljósi hinn hryllilega grun, sem gróf um sig innra með mér. Ef þessi maður var faöir minn, hvað var þá verið að gera með mynd af honum i þessu albúmi? Það voru ekki min skyldmenni, sem áttu það, heldur frænka konu minnar, móðursystir hennar. Hvaöa samband gat verið meö fólkinu, sem bjó hér i fallegu ein- býlishúsi i Ontarió og föður mins, sem var fæddur og upp alinn langt inni I f jöllum og skógum Al- berta? Jacques Boudreau, afi konu minnar, sem þarna sat við hlið mér, sagöi ákveðinni röddu: — Þessi maður kvæntist Emiliu dóttur minni i desember 1944 og yfirgaf hana i janúar 1949, þrem mánuðum áður en Kathleen fæddist. Emilia fékk skilnað 1950 og gifti sig aftur sama ár. Nafn hans er bannorð hér i húsinu. Kathleen stóð á fætur, þegar hér var komið, til að sinna þriggja mánaða gamalli dóttur okkar, og ég afsakaði mig, og gekk út. Þar stóð ég lengi og horfði út á spegilslétt vatnið, þar sem nokkrir smástrákar busluöu og gutluðu árum smábáta i vatn. Ég var gramur og ásakaði sjálfan mig fyrir að við hefðum öll þrjú ekki farið aö heimsækja vini okk- ar i Detroit, eins og upphaflega hafði verið ráðgert. Þeir bjuggu hinum megin viö ána frá þvi, sem viö nú vorum, og við ætluðum i upphafi að eyða friinu hjá þeim. En afi og amma Kathleenar höfðu talið okkur á að vera þess i staö með þeim viö Temiskaming vatn, svo aö sú eina dóttir þeirra, sem eftir liföi, heföi tækifæri til að heilsa upp á barnið okkar og skoða það. Hvernig er hægt að fá samhengi i þetta? spurði ég sjálfan mig. Mynd af föður minum með þess- ari konu. Gat ég verið öruggur um að þetta væri hann i raun og veru? Myndin var gömul, og væri minni Boudreaus rétt, heföi hún verið tekin, er hjónin giftu sig i des. 1944. En einmitt það ár haföi faðir minn gegnt herþjónustu i landgönguliðssveitum flotans, eftir þvi sem hann sjálfur hafði sagt. Hann var ekki leystup frá herþjónustu fyrr en seint á' ári 1945, eftir að .... ÍÉg ákvað að fara aftur inn og lita á myndina til að geta verið al- veg öruggur. 1 hjarta minu flutti ég þögla bæn um að ég hefði rangt fyrir mér. Allt virtist eðlilegt Það er bezt að segja aöeins frá mér sjálfum og fjölskyldu minni, áöur en lengra er haldið. Það sem ég sjálfur hafði réynt, og þaö sem faðir minn hafði sagt mér. Ég er fæddur i Edmonton i Al- berta 3. marz 1947. Móöir min, Mary Blake, lifði ekki fæðinguna af, og faðir minn, sem ekki átti neina ættingja, ákvað að flytja. Þegar ég var tveggja eða þriggja mánaða kom hann sér fyrir með mig i Toronto. Hann fékk eina ná- grannakonu sina til að lita eftir mér, á meðan hann væri i vinnu. Hún var bliö og góð kona á miðj- um aldri, og fór með mig eins og sitt eigið barn. Faðir minn, sem líka hét Charl- es Webster, var hár og myndar- legur maður. Hann mun hafa átt mörg færi á að kvænast aftur, en lét þó aldrei verða af þvi. Hann vann hörðum höndum til að ég gæti notið hinnar beztu menntunar, og þegar ég hafði lok- ið námi fór ég aö vinna hjá trygg- ingafyrirtæki. Þegar pabbi dó tók ég það mér mjög næi-ri. Hann hafði lagt sitt af mörkum til aö veita mér ánægju i lifinu, og ég átti honum mjög mikið að þakka. Enginn faöir hefði getað gert meira fyrir son sinn en hann gerði, hann var mér bæði móöir og faðir, og ég hafði aldrei saknað neins sérstaks. Sumarið 1970 var ég hækkaður i stöðu og fluttur til Windsor i Ontario. Ég var laus og liðugur, og hafði ekkert i móti þvi að breyta til og fann mér þægilega ibúð i hinum nýja heimabæ min- um. En ég var einmana, eins og maður verður alltaf, við búferla- skipti, og þegar flutt er til stærri borgar. Ég hafði ekki átt neina fasta vinkonu i Toronto, en hafði verið þar i æskulýðsfélagi. Það er ágæt leið til að komast hjá einmana- kennd. 1 Windsor fann ég skemmtilegan klúbb örskammt þaðan sem ég bjó, og gekk i hann. Ég fór út tvö kvöld i viku, og þar lékum við ýmsa leiki dönsuðum og gerðum fleira okkur til gam- ans. Þarna hitti ég margar lag- legar stúlkur, en það var ekki fyrr en ég kynntist Kathleen Nelson, sem ég batt trúss mitt við nokkra þeirra. Kathleen var dökk á brún og brá, rétt eins og ég sjálfur. Hún var yfirlætislaus og fremur hlé- dræg, en mjög yndisleg stúlka. Ég var mjög gagnrýninn á stúlk- ur, en hafði mig þó eitt sinn i aö Amma Kathleenar, en hún reyndi árangurslaust að fá þau hjónin til að skilja. Afinn opinberaði sannleikann, til þess að reyna með þvi aö þvinga þau til að slfta sam'vistum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.