Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 12
SKYGGNZT INN í HARLEM VIGGO STEENSTllUP heitir blaðamaður nokkur, sem um ára- raðir hefur starfað I Bandarikj- unum. t þessari grein lýsir hann heimsókn sinni f negrahverfið IIARLEM i New York. Hér segir frá þvi, er liann ásamt konu sinni hittir negradrenginn Norman, sem cr tiu ára. — Halló. Hvað gerirðu? Þannig kynnti Norman sig. Augun ætluðu að springa út úr höfðinu á honum, svo forvitinn var hann. Hann starði á hljóð- nemann minn, segulbandstækið og Ijósmyndavélina, eins og þessir hlutir litu út fyrir að vera ættaðir frá Mars. Sviður hans var ýmist fullorðinslegur eða drengjalegur, og i svörtu and- litinu bjó tortryggni. Ég átti ekkerterindi hingað. Hvað var ég að gera hér i Harlem og blanda mér inni mál, sem mér komu ekkert við? Ég var hvitur. Grár köttur á umráðasvæði hinna svörtu. En Norman var jú svo að segja á heimreiðinni, þannig að hann ætti ekki að vera i hættu. Hann gæti bara hrópað hátt, og þá mætti ég nú bara vara mig... Og svo fengi hann kannski að leika sér að draslinu minu, kannski. Það fór þvi svo, að vopnahléi var lýst yfir, alveg umbúðalaust. — Ég heiti Norman. Hvað heitir þú. Geturðu talað inn i þetta þarna? Tekurðu myndir? Get ég lika talað inn i þetta þarna? Frá þvi andartaki, að hann heyrði rödd sina af segulbandinu, var hann eins og limdur við mig. Og það sem eftir var dagsinns, vorum við striðsfélagar. 13 manneskjur í fjórum herbergjum Svör hans við spurningum minum voru ef til vill ekki alveg rétt málfræðilega, en það þurfti enginn að efast um þá mynd, sem hann dró upp. Það var mynd, sem er alltof algeng i Harlem og öðrum fátækrahverfum svert- ingja i Bandarikjur.um. Ég byrjaði á heimaslóðunum, til þess að koma honum af stað með auðveldum spurningum: — Hvar býrðu? — Norman hnykkti til höfðinu: — Rétt þarna fyrir handan, hinum megin við hornið, i 122. götu við hliðina á 7. Breiðgötu. — Búa foreldrar þinir þar lika? — Já, bæði pabbi og mamma, og lika systkini min. Ég á fimm bræður og fimm systur, Mamma min liggur heima i sófanum og les teiknimyndasögur, og pabbi hrýtur. Hann er með hausverk i dag. — Hve stór er ibúðin? Hann reiknaði út i huganum og fékk loks út fjögur herbergi. Fjögur herbergi fyrir 13 manns, i dæmigerðum Harlem húsræfli. — Hvað gerir faðir þinn? — Hann byggir hluti...og þess háttar....þetta var dálitið óijóst svar. Hann benti yfir að horninu á 125. götu. Þar var aragrúi fólks á brunastigunum og fylgdust með mótmælaaðgerð. — Það er lika brunastigi á okkar húsi, en ég þori aldrei að fara út á hann. Ég er svo hræddur um að detta niður. Barbara kom nú til okkar, en hún hafði verið að taka viðtal við nokkra þátttakendur i mótmæla- göngunni. Norman leit á mig: — Er hún ,,allr right”? Þekk irðu hana? Ég kinkaði kolli, og það nægði. Barbara var tekin i félagið. Þá geng ég berserksgang — Lesl þú lika teikniseriur? — Ne-ei, — ég geri nú litið af sliku. Hann var feiminn á svip. — Kanntu ekki að lesa? t hvaða bekk ertu? — Ekki sérlega vel. Ég er i fyrsta bekk. — Já en þú ert tiu ára. Ertu ekki i fjórða bekk? Norman varð aftur sneyptur á svip, en þá kom allt i einu i einni bunu: — Ne-hei, fyrsti bekkur er það. Þeir segja að ég sé seinn. ,,I don't go to school too hot". Mér gengur ekki sérlega vel i skólanum. Ég kann ekki almenni- lega að lesa og á erfitt með að fylgjast með. — Hvers vegna? Hann var smeykur við að segja það til að byrja með, en er hann hafði öðlast TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. TIu ára gamall er Norman orðinn þrcmur árum á eftir I skóianum, vegna þess aö hann „slæst svo mikið” Ef ég ætti fimmtíu dali myndiég kaupa hús handa mömmu. dálitið af fyrra sjálfstrausti, kom það i smábrotum: — Jú, þeir segja, að ég sé ruglaður hérna uppi (hann bendir á höfuðið á sér). Ég get ekki setið kyrr i skólanum. Þau masa svo mikið. Og þá geng ég berserks gang. Ég lumbra á þeim öllum saman. Og þá segir kennarinn, að ég æpi upp og sparki i þau. Og þau eru hrædd við mig. Ég er ekki hræddur við krakkana. Þau eru bara alltof mörg, til þess að ég geti lumbrað á þeim i timum. Og þau gera gys að mér, vegna þess að ég kann ekki að lesa. — Og svo var ég sendur upp i sveit, á skóla fyrir þá, sem eru seinir að læra. Þar gat ég slegizt og gert það, sem ég vildi. Ég lærði lika spönsku af nokkrum krökkum, sem voru þarna uppfrá. Og nú geng ég ekki i skóla. 4 — Siðan ég kom ofan úr sveit, hef ég beðið eftir að komast að i skóla hér. En mig langar ekki i skólann. Krakkarnir i fyrsta bekk eru allir svo litlir, þetta eru mestu smábörn. Þau eru tveim-þrem árum yngri en ég. Þau segja, að ég sé tregur eða ruglaður. Ég trúi þvi bara ekki . . . Hve mikið kostar ljósmyndavélin þin? — Nokkur hundruð dali. — Og segulbandið þitt, og frakkinn þinn? Hann snéri sér að Barböru: Og þessi hringur, sem þú ert með? Hann var alveg heill- aður af öllu, sem snerti peninga. — Hve mikið gætirðu fengið fyrir þennan hring? — Ekki meira en svona fimmtiu. Hvað myndirðu gera við fimmtiu dali? Augu hans ljóma: — Ég mundi kaupa hús handa mömmu. Almennilegl hús, þar sem ekki væri ising á rúðunum á veturna. Hús, þar sem við gætum öll haft okkar eigið herbergi. Svo myndi ég kaupa húsgögn, heilmikið af húsgögnum, og bil. Og ég myndi kaupa það allt saman. — Hvað langar þig til að verða, er þú verður stór? — Mig langar til að verða lög- regluþjónn, af þvi að þeir gæta fólks og koma til hjálpar, þegar þessir vitlausu „júnkarar” („junkies”) eru á ferð. Þið vitið, þessir sem nota eiturlyf og brjótast inn i ibúðir. Og svo fæ ég mér einkennisbúning, og þá þarf mamma ekki að fara framar niður i bæ til að gera hreint. Sættir sig ekki viö neitt Við fórum inn i „sjoppu” og fengum okkur kók og pylsu . — Halló Chinky-chink, sagði Norman með fyrirlitningu við manninn bak við afgreiðslu- borðið. Við okkur: — Hann er „spic”, púertrorikani. Hann talar „chinkychonk”. Hann getur ekki talað almennilega ensku. Norman lét nú dynja spönsk skammaryrði ýmiss konar á afgreiðslumanninum. Og hann leit út fyrir að vera að fá slag. Barbara hóf að tala á spönsku við hann. En það féll ekki i smekk Normans. Maðurinn bak við afgreiðsluborðið kom okkur ekkert við. En brátt fann hann annað til þess að skeyta skapi sinu á. Það voru nokkrir krakkar fyrir utan, dálitið minni en Nor- man, sem fóru að skemmta sér við að læsa dyrunum að „sjopp- unni”. Norman þaut til þeirra. Hann hrópaði nokkrum sinnum, að þau skyldu snauta burt, en það gagnaði ekkert. Hann varð nú æ reiðari á svip. Og svo stökk hann skyndilega út á götuna. Þetta voru ekki slagsmál. Þetta var árás. Norman lamdi sem óður maður með báðum hnefum. Einn fékk spark íklofið og annar i höfuðið. Þegar einn úr hópnum féll á gangstéttina, rauk Norman til og sparkaði hvað eftir annað i maga hans og rifbeinin. Hann ætlaði að fara að sparka i höfuðið á honum, er fullorðinn negri þreif hann skyndilega burt. — „All right”, þetta er nú nóg... Hann hélt honum, þar til mesti æsing- urinn var runninn af honum. Þá ýtti hann honum inn til okkar. Meðan Norman staulaðist inn, leit fullorðni megrinn á okkur. Hann gat verið 10 árum eldri en Norman, og hefði raunar getað verið eldri bróðir hans. Það eina, sem ég sá i svip hans var fyrir- litning og meðaumkun. Norman kom inn og brosti breitt: — Takið það bara rólega. Ég skal sannarlega gæta ykkar, meðan þið eruð hér. Barbara leit á hann: — Norman, hvers vegna slóstu hann? Hann leit á hana, eins og hún væri blábjáni: — Hann var frekur — Hvað myndir þú gera, ef einhver drengur, sem væri stærri en þú , réðist á þig? — Ég myndi ná mér i prik og keyra þáð i hausinn á honum. „I don’t take nothing” — Ég sætti mig ekki við neitt. Þessi siðustu orð hvæsti hann. — Norman, einn góðan veður- dag kemur einhver, sem er stærri en þú. Hvað ætlarðu þá að gera? Hann var þrjóskufullur á svip. Svo greip hann báðum höndum um hamborgarann og sagði með munninn fullan: „You are nice” (Þú ert ágæt) Þetta var hans eina svar. Hálftima siðar stigum við upp i strætisvagn, sem gekk niður í bæ, út úr Harlem. Norman hvarf á sama andartaki og við stigum upp i bilinn. Litil, svört vera, snögg i snúningum i bættri treyju og trosnaðri skyrtu. En flikur hans voru hreinar: — Af þvi að mamma er alltaf að þvo. Hann langaði til að verða lög reglumaður, — í Harlem, þar sem rikir almennt lögregluhatur að sögn sérfræðinga. Hann var „seinn”, á heimili, þar sem voru 13 manns i fjórum nistings köldum kytrum, og þar sem hann fékk aldrei næði til að lesa. Hann var „seinn”, af þvi að hann lúskraði á félögum sinum. En hann talaði spönsku eins og innfæddur, og hann lærði á takk- ana á segulbandstækinu minu á fimm minútum og á ljósmynda- vélina á fimm minútum i viðbót. Hann kann ekki að lesa. Hann kann ekki að skrifa, og stundum gengur hann berserksgang og lemur i blindni til hægri og vinstri, — ekki bara til að slást, heldur til að drepa. (lauslega þýtt — Stp) Bréfkorn til Tómasar Karlssonar um togaraútgerð Enn cinu sinni hefur togarafloti islendinga verið, nú um skeið, ofarlega á baugi bæði i ræðu og riti i sambandi við nýafstaðin vcrkföll skipverja svo og mála- leitan forráðainanna þess^ra skipa við ríkisstjórnina i þá átt, að rikissjóður bætti að vcrulegu leyti rekstrartap togaranna 1972 og gæfi ennfremur loforð um það, að treysta rekstrargrundvöllinn á þessu ári. Dagblaðið TÍMINN, sem þú rit- stýrir, hefur gerl sig.sekt um að birta skrif um þessi mál, sem gerð eru af meiri vanþekkingu og rætni i garð þeirra félaga og ein- staklinga, sem fást við togaraút- gerð, en ég hefði vænzt af þvi blaði. Skrif þau, sem hér er átt við, er að finna i ritstjórnargrein blaðsins hinn 23. stm og aftur á þættinum „á viðavangi” hinn 27. stm. Bæði eru skrif þessi auðkennd T.K., sem ég ætla að þýði það, að þú sért höfundur þeirra. t hinu fyrra skrifinu segir svo: „Þeir (þ.e. sumir togaraútgerð- armenn) höfðu við orð að hætta að gera út, nema rikissjóður ábyrgðist fyrirfram, með bind- andi loforðum, að þjóðnýta allt tap, bæði gamalt og nýtt og ókomið, en auðvitað ætla þeir svo að hirða hagnaðinn, þegar afla- brögð batna.” Ekki hefur þér þótt þetta nægja þvi siðara skrif þitt hljóðar svo: „Þeir (þ.e. aðrir togaraút- gerðarmenn en Tryggvi Ófeigs- son) eru i striði við rikisstjórnina. Þeir krefjast þess, að þeim verði greitt úr almenningssjóðum allt gamalt tap og fyrirfram loforð um að allt hugsanlegt tap á þessu ári verði einnig greitt. Hins vegar gera þeir á þann fyrirvara, að hagnaður, sem yrði með bættum aflabrögðum, renni i þeirra vasa.” Það, sem i tilvitnunum þessum er innan sviga, eru innskot min. Eru tilvitnanirnar aðeins litill hluti téðra greina, en sannarlega er þar margt fleira að finna, sem leiðréttinga væri þörf, þó að ég sleppi þvi hér. Með þessum skrifum þinum virðist þú vera að reyna að færa þjóðinni heim sanninn um það, hver ógn henni standi af þessum illmennum, sem fást við útgerð togaranna. Mér þykir það ekki liklegt, aðsvona skrif séu runnin undan rótum rikisstjórnarinnar, þótt þú sért með tilburði til að bera skjöld fyrir hana. Rikis- stjórninni er varla greiði gerður með þvi að ala á óvild i garð togaraútgerðarmanna. Þú talar um strið við rikisstjórnina, og greinilegt er að þar átt þli við vont strið. Segja mætti mér að rödd þin hefði hljómað öðruvisi, ef núverandi stjórnaandstöðu- flokkar hefðu setið i rikisstjórn. Ætli togaraeigendur hefðu þá ekki verið englaher i heilögu striði við vonda rikisstjórn? Ég vil nú i fáum orðum leitast við að gera þér nokkra grein fyrir þeirri óhæfu, sem þú virðist halda að togaraeigendur hafi gert sig seka um i viðskiptum við rikisstjórnina. A árinu 1971 mun nettótap togaraflotans, eftir að bætur höfðu verið greiddar úr afla- tryggingarsjóði og rikissjóði, hafaverið h.u.b. 38 milljónir, eða sem svarar að meðaltali rúmlega 1.7 milljónir á skip. Á s.l. ári minnkaði afli verulega og af þeim sökum m.a. stórversnaði afkoma togaranna. Talið er að heildar- tapiö sé h.u.b. 144 milljónir, áður en rikissjóðsbætur koma tií. Nú hafa þegar verið greiddar úr rikissjóði 25 milljónir og loforð liggur yfir um 20 milljónir tii viðbótar, þannig að eftir er þá af heildartapinu h.u.b. 99 milljónir. Upp i þetta tap fóru togara- eigendur fram á að fá 50 milljónir og gerðu þannig ráð fyrir að taka á sig 49 milljónir af tapinu, en það lætur nærri, að það samsvari 2.4 milljónum að meðaltali á skip. Þar með ætluðu togaraeigendur að sætta sig við meðaltalstap á togara 1.7 millj. 1971 plús 2.4 millj. 1972, eða alls á þessum tveimur árum 4.1 milljonir á skip. Og á meðan fyrrnefndar 50 milljónir eru ófengnar frá rikis- sjóði er meðaltapið á þessum tveimur árum h.u.b. 6.5 milljón á skip Hér skal það tekið fram, að tölur þær um töp, sem ég hef nefnt, hafa ekki verið véfengdar af opinberum aðilum. Hins vegar skal þess getið, að rekstur Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.