Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 9 í ÞRJÚ þúsund metra hæð yfir sjó, i mög þurrviðrasömu fjall- lendi, vex elzta tré veraldar, broddfuran (Pinus aristata). Hún hefur átt heima þarna i þúsundir ára, og eru hin gömlu tré næsta veðurbarin og ellileg, en þó lifandi, a.m.k. einhver hluti þeirra. Stofnar sumra eru æði gildir, allt að 4 m i þvermál, en hæðin er aðeins 8-9 m. Mikið af barrnálum hefur smámsam- an fallið af, svo oft er aðeins neðsti hluti greinanna barri klæddur. Efri hluti greinanna er ber fyrir löngu og þýtur undar- lega i þeim i stormi. Nakinn viðurinn er marglitur, fægður og rispaður af foksandi og snjó- éljum. Börkur situr aðeins hlé- megin á gömlu trjánum, en áveðurs hefur hann veðrast burt. Árhringarnir eru flestir mjög þunnir, þvi að lifskjörin eru hörð og vöxtur hægur þarna uppi i háfjöllum. Skógfræðingar ákvarða aldur þessara trjáa með þvi að bora blýantsgildar holur inn i stofnana og rannsaka borkjarnana. Holan er strax fyllt með viðarkvoðu (harpix), til að komast hjá skemmdum. Elzta lifandi broddfura sem fundizt hefur, óx i Wheelerfjalli i Nevada i Bandarikjunum. Hún var felld i rannsóknarskyni árið 1964 og reyndist nærri fimm þúsund ára. Næstelzta brodd- furan vex i Hvitufjöllum i Kali- forniu og er talin 4600 ára, eða meira en helmingi eldri en okk- ar timatal! Lengi voru risa- fururnari Kalifornlu talin elztu tré i heimi, en sú elzta þeirra er ekki nema 3225 ára! Margar borddfurur hafa verið orðnar vöxtuleg tré, þegar veldi Aþen- inga var sem mest, og þær voru komnar á virðulegan aldur á dögum Rómverja. Það er þurr- viðrasamt, stutt sumar og svalt uppi i háfjallahliðunum, þar sem broddfuran vex. úrkoman þar ræður mestu um vöxtinn og sést þetta greinilega á árhring- unum. Teir verða mjög þunnir i þurkkasumrum, en miklu þykkri eftir votviðrasumur. Það má i raun og veru lesa veðurfar i þúsundir ára af árhringum trjánna. Einnig gefa þeir bend- ingu um kuldatimabil. Vissar skemmdir i vökvaleiðandi frumum sýna tilkomu kaldra loftstrauma á sumrin, þ.e. kaldrar sumarveðráttu árin 1453,1601,1884, 1902,1941 og 1965 þarna i fjöllunum og þá senni- lega viðar. Veðráttan virðist og hafa mikil áhrif á aldur trjánna, þannig að þau tré, sem ná hæst- um aldri, vaxa einkum þar sem lifskjörin eru hörð, þ.e. i há- fjallahliðum hátt yfir sjó! Það virðist fara saman hægur Myndin sýmr mörg þúsund ára gamla broddfuru, veður- barða mjög og barkslitna, við skógarmörkin i 3500 m hæð yfir sjó i „Hvitufjöllum ” i Kalifornfu. vöxtur og langt lif. Allar brodd furur, sem eru eldri en 1500 ára, hafa misst börkinn að miklu leyti. Það eru aðeins eftir bark- ræmur á stofnum og greinum. Þetta dregur úr vexti, frumurn- ar verða þéttar og mikið um harpixgöng i viðnum. Dauð tré standa stundum afar lengi, jafnvel eitt til tvö þúsund ár og fundizt hefur afar gamall viður. Broddfurur sem vaxa við betri kjör, vaxa hraðar, en deyja lika og rotna miklu fyrr. Hugsið ykkur broddfurur, sem vaxið hafa úr grasi á dögum Abra- hams og Mósesar!. Broddfurur eru ræktaðar á Hallormsstað, vaxa þar hægt en örugglega og hafa aldrei kalið. Hve gamlar skyldu þær geta orðið? Einhver elzta broddfuran vestra hefur verið skirð Metusalem, en hin stærsta er kölluð Patriarken, þ.e. ættfaðirinn. Stofn hans er 11,3 m að ummáli! Sú, sem fyrst reyndist vera yfir fjögur þúsund ára, nefnis Alpha. Það hefur erfiðara að ákvarða aldur risafurunnar (Sequoa) en broddfurunnar nákvæmlega. Menn rannsaka nú mikið aldur barrtrjáa, sem vaxa við erfið kjör, t.d. i útjaðri eyðimarka. í árhringum þeirra, og i gömlum viði, sem fundizt hefur, sést m.a. greinilegur vottur þurrka- timabila á 13. og 16. öld. í Washingtonfjöllum i Nevada i 3400-3500 metra hæö yfir sjó, finnast leifar af broddfuruskóg- um. Af árhringunum og með kolefnis 14 aðferðinni, hafa menn ráðið að skógarnir dóu út fyrir 2700-2000 árum — og eins var þvi farið með aöra fjalla- skóga i mörg hundruö kilómetra fjarlægð. Skógarmörkin hafa greinilega lækkað — og hafa jafnvel enn verið að lækka á dögum Platons og Aristotelesar. I kolum þar sem börkur hefur vaxið yfir gömul sár á bol broddfuru, hafa menn fundið frjókorn frá þvi um 1300 árum fyrir Krists fæðingu! Fimm þúsund ára Droddfura er eitt af undrum veraldar. Hún hefur verið orðin ævagamalt tré, þeg- ar Ingólfur og Hallveig stigu á land i Reykjavik. — býður ávallt beztu kaupin Nú nýjar gerðir Meiri afköst og styrkleiki Meiri tæknibúnaður og fylgihlutir Sífellt aukin þjónusta Lægstu verðin ZETOR 4712—47 Hö. Nýjasta vélin frá Zetor. Millistærð, sem sameinar kosti minni og stærri véla. Frábærlega vel hönnuð og tæknilega búin. Lipur og afkastamikil alhliða dráttarvél. Meiri vél á minna verði. ZETOR 2511—30 Hö. Létt og lipur heimilisvél. Sterkbyggð og með mikið dráttarafl miðað við stærð. Ómissandi á hverju búi. Ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum. ZETOR 5718—60 flö. OG 6718—70 Hö. Kraftmiklar og sterkar vélar gerðar til mikilla átaka. Með meiri tæknibúnað og fylgihluti en venja er til, s. s. húsi, miðstöð, vökvastýri, lyftudráttarkrók o. fl. Dráttarvélar í sérflokki á hagstæðum verðum: „ZETORMATIC" fjölvirka vökvakerfið er í öllum vélunum. Fullnýtir dráttaraflið og knýr öll vökvaknúin tæki. Zetor eru nú mest seldu dráttarvélarnar á íslandi. Það eru ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með þeim. Zetor kostar allt frá kr. 100 þús. minna en margar aðrar sambærilegar tegundir dráttarvéla — það munar um minna. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um Zetor. ISTEKK" Lágmúla 5 Sími 84525 Ingólfur Davíðsson: Öld- ungur öldung anna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.