Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 11 Charles og Kathleen Webster með dóttur sina. Myndin er tekin áður en sannleikurinn varð þeim ljós. bjóða henni út að borða. Mánuð- inn, sem á eftir fylgdi, kynntumst við mjög vel, og þvi betur sem ég kynntist henni, þeim mun betur likaði mér við hana. Ég hafði það lika á tilfinningunni að hún kynni lika vel við mig, og þegar við höfðum verið saman i þrjá mán- uði, komum við okkur saman um að trúlofa okkur. Þegar þetta var, var Kathleen 21 árs, tveim árum yngri en ég, og hún bjó hjá afa sinum og ömmu. Hún sagði mér, að foreldrar sinir væru dánir, móðir hennar fyrir tveim árum, og siðan þá hefði hún búið hjá afa og ömmu. i Windsor, en áður átti hún heima i North Bay i Ontario. Hún kynnti mig fyrir afa sinum og ömmu, Jacques og Sophie Boudreau, sem bæði voru af frönskum ættum, en þau tóku mér mjög vel, enda þótt þvi væri öðru visi farið með mig. Það var fyrst þegar við Kath- leen ætluðum að fara að undirrita hjúskaparleyfið, að ég fékk að vita, að hið rétta nafn hennar var Baudreau. Nelson var aðeins nafn stjúpföður hennar. — Þegar faðir minn dó, gifti mamma sig aftur, útskýrði Kath- leen. — Hann var bezti maðurinn, sem hún hefði getað fundið, og hann var mér alveg sérstakur. Ég var aðeins ársgömul, þegar þau giftust, og ég hefði ekki getað eignazt betri föður. Það var af einskæru þakklæti til hans sem ég tók þann kostinn að bera nafn hans. Ég hugsaði svo sem ekki meira um það, Boudreau... Jæja, svo að afinn og amman voru þá foreldr- ar föður hennar. Það var ekkert óeðlilegt við það, engin ástæða til að leyna neinu i þeim efnum. Lif okkar var svo venjulegt og eðli- legt á allan hátt, það var ekkert dularfullt eða sérstakt við neitt okkar — allt virtist slétt og fellt, engin ástæða til neinna grun- semda. Ledwell hinn dularfulli Svo kom sumarið 1972. Ég var búinn að hlakka mikið til að heimsækja vini okkar i Detroit, og við vorum svo að segja ferðbú- in þangað, þegar afi og amma Kathleenar báðu okkur að vera hjá sér við Tamiskamingvatn. Þau höfðu alla tið verið svo al- mennileg við okkur, að okkur fannst við ekki geta sagt nei við boði þeirra. Þetta var sem sagt lif okkar i stórum dráttum fram i hinn ör- lagarika ágústmánuð 1972, þegar amma Kathleenar sýndi mér gamla albúmið, með myndum af Kathleen frá þvi hún var barn og bjó i Haileybury og siðar i North Bay. Ég var búinn að skoða allar myndirnar eftir þvi sem ég hélt, og var i þann veginn að leggja það frá mér, þegar mynd, sem ekki var limd inn i það, féll út úr þvi, — og ég hlaut hið mikla áfall, að sjá þar mynd af föður minum sem brúðguma. Eins og á stóð þá, töluðum við ekki meira um málið, en þegar Kathleen fór upp að hátta barnið um kvöldið, sátum við afi hennar tveir eftir i stofunni. Þá bað ég hann að segja mér meira um manninn á þessari gömlu brúðar- mynd. — Það er verst, hvað þú hefur mikinn áhuga fyrir honum, drengur minn, sagði gamli maðurinn, — Hvernig stendur á þvi? — Mér finnst eins og ég þekki hann, eða hafi hitt hann, sagði ég varkár. En ég get ekki verið öruggur um það, fyrr en ég hef at- hugað það betur. — Ég skal segja þér frá honum, þá kemstu þó að raun um að þú hefur hann aldrei augum litið, sagði gamli maðurinn rólega. Hann kveikti i pipu sinni, og hallaði sér vel aftur i stólnum. Allan timann sneri hann sér að dyrunum til að geta verið öruggur um, að enginn annar gæti til hans heyrt. — Bæði kona min og dóttir myndu verða æfar, ef þær vissu, að ég væri að segja þér frá Led- well, sagði hann. — Ledwell? sagði ég spyrjandi. — Hann hét Stephen James Ledwell, og var gullgrafari hérna 1943, þegar Emilie dóttir okkar hitti hann, og kom með hann hingað heim. Ég vann sjálfur i námunum og kunni ágætlega við manninn. Hann var ekki fransk- kanadiskur eins og við né heldur kaþólskur, en Emilie var stór- hrifin af honum. Þegar þar að kom, að þau ákváðu að gifta sig höfðum við engar sérstakar ástæður til að setja okkur upp á móti þvi. Emilie var 25 ára, Led- well á að gizka þritugur, og hann hafði sagt, að hann væri frá Michigan, og hefði sfðustu 12 árin búið i Kanada. Ég hlustaði með athygli á með- an Boudreau talaði. Emilie og Ledwell eignuðust son 3. marz 1947. Þá aftur fann ég þessa skelf- ingu, sem greip mig. Það var fæðingardagurinn minn. En þessi drengur var fæddur i New Liskeard, en ég aftur á móti i Ed- monton langt þar frá. Það áttu margir drengir sama afmælis- dag, eða um það reyndi ég a.m.k. að telja sjálfum mér trú þarna sem ég sat. Það var bara tilviljun að ég og bróðir Kathleenar kom- um á sömu stundu i heiminn. — Svo kom þó brátt, að þau hættu að þola hvort annað, hélt Boudreau áfram. — Það leið ekki svo dagur að ekki slægi i brýnu með þeim. Ledwell var óhemju afbrýðissamur, og fannst að hann ætti Emilie með húð og hári. Ef hún svo mikið sem kinkaði kolli til manns á götu, varð hahn alveg stjörnuvitlaus. Samt sem áður hélzt hjónabandið til 1948, þegar Ledwell uppgötvaði eitt sinn, að Emilie hafði þegið boð gamals vinar, sins, sem hét Nelson. Þá var alls ekkert þeirra i milli, þau höfðu aðeins hitzt af tilviljun i bænum rétt fyrir hádegi, og hann þá boðið henni að borða með sér nokkrum sinnum. En þessu neit- aði Ledwell að trúa. Allt varð þetta ákaflega heimskulegt. Hann kom með hinar furðuleg- ustu ásakanir, sem voru þvi hlægilegri, að Emilie var komin langt á leið. En Ledwell tók eng- um rökum, og hlustaði ekki á neitt skynsamlegt tai. Hann ásak- aði Emilie stöðugt fyrir að hafa staðið i ástarsambandi við Nel- son, og það endaði með þvi, að hún fór frá honum og kom heim til okkar og fór fram á skilnað. Þetta gaf henni rétt til að fá umráðin yf- ir syninum og ófædda barninu báðum tveim. Ledwell hverfur A meðan Emilie lá á sjúkra- húsinu eftir fæðinguna kom Led- well eitt sinn að næturlagi, hafði soninn á burt með sér og hvarf. Hann skyldi aðeins eftir bréf- snifsi, það sem á var krotað, að hann myndi koma fljótlega aftur og sækja þá lfka dótturina. — En hann sýndi sig aldrei framar, sagði Boudreau. — Við fórum til lögreglunnar, sem hóf leit að Ledwell til að ná af honum barninu, sem Emilie hafði þó umráðaréttinn yfir. En bæði Ledwell og drengurinn virtust sporlaust horfnir. Eina myndin, sem fjölskyldan hafði af honum var þessi gamla brúðarmynd. Hún var tekin upp og send til lög- reglu um allt, en það kom að litlu gagni. Það hafðist upp, að Led- well hafði komið frá Banda- rikjunum, og þvi hóf lögreglan þar einnig eftirgrennslanir, en þá fengum við skilaboð um, að bandarisk yfirvöld gætu ekki tek- ið barn frá föður, enda þótt þau hefðu uppi á honum, fyrr en þar- lendur réttur hefði einnig viður- kennt þann rétt. 1 mörg ár gerði dóttir min allt, sem i hennar valdi stóð til að reyna að hafa upp á syni sinum, en hún lézt, áður en hún hafði orð- ið nokkurs visari. Boudreau fór til að sækja gömlu brúðarmyndina og rétti mér hana. Ég virti hana vel fyrir mér, og vissi, að maðurinn á henni var faðir minn. A því var ekki nokkur vafi. — Jæja, drengur minn, sagði Boudreau, — Hvað segirðu þá? Hugrenningar minar teygðu sig óneitanlega viða og ómuðu i kollinum, en ég þurfti að fá tima til að hugsa og leggja málin niður fyrir mér. — Hann virtist nauða- likur föður minum, þegar ég sá myndina fyrst, sagði ég, en núna þegar ég gái betur að er það ekki likt þvi eins mikið, sagði ég veik- um rómi. — En þrátt fyrir það likjast þeir hvor öðrum mjög mikið. Við Kathleen vorum mjög hreinskilin hvort við annað og þekktumst mjög vel. Hún hlýtur þvi að hafa fundið að eitthvað amaði að mér. Nokkrum dögum siðar, þegar við gengum með ströndinni með barnavagninn sagði ég henni frá þessum hræði- lega grun minum. — 1 raun og veru er ég alls ekki i neinum vafa, sagði ég, — maður- inn á myndinni hlýtur að vera faðir minn. Eins og er, get ég ekki útskýrt, hvernig hann hefur getað sannað, að hann væri Charles Webster, og ég sonur hans með sama nafni. En ég hef fæðingar- vottorð, og hann hlýtur lika að hafa haft það til að geta fengið þá vinnu, sem hann hafði. Þegar við komum aftur heim skal ég kom- ast að hinu sanna. Kathleen tók um hönd mina, horfði fast i augu niin og sagði: — Er þetta þér svo mikilvægt? Verður þú að finna lausn á þessu? Er ekki bezt að láta „hundinn liggja grafinn” þar sem hann er? Setjum nú svo að þú kæmist að þvi að Ledwell væri faðir þinn — gerirðu þér grein fyrir hvað það kann að hafa i för með sér fyrir okkur? Þá er ég systir þin. Svo furðulegt sem það kann að virðast, þá hafði ég aldrei imynd- að mér, að svo kynni að fara, að við Kathleen yrðum að skilja vegna þessa. Mér hafði aldrei dottið það i hug, að fengi ég sönn- un þess, að mitt eiginlega nafn væri Ledwell, þá hefði það i för með sér hjúskaparslit. Sannanir sem úrslitum réðu Við Kathleen héldum brátt ein heim með barnið. Ég vissi að Kathleen þekkti mig svo vel, að hún vissi, að ég myndi ekki gefa mig fyrr en ég vissi svör við öllum þeim spurningum, sem vaknað höfðu. Við vorum rétt að koma heim, er Kathleen sagði skyndilega: — Charles, setjum nú svo, að maðurinn á myndinni sé faðir þinn, og ég systir þin. Hvað eigum við þá að gera? — Ég elska þig, og vil ekki slita sambandi við þig. Littu á barnið okkar — hún er fyllilega heilbrigð og falleg og bezta barn á allan hátt. Ef við ótt- umst að næsta barnið okkar verði ekki heilbrigt, þá þurfum við ekk- ert að vera að eiga fleiri. — Ekki vil ég heldur skilja við þig, Kathie min, sagði ég. Ef við fáum grun okkar staðfestan, þá getum við haldið sannleikanum leyndum hjá okkur einum. Það þurfa engir aðrir að vita neitt um það. Þú varst mér ókunn þangað til við fyrst hittumst, og nú ertu konan min. Hvað svo sem hent hefur I fortiðinni, þá breytir það ekki þessu. Ef einhvern fer að gruna, hvernig málum er blandið, þá flytjum við okkur bara t.d. til Bandarikjanna. Þar getum við skipt um nafn og byggt upp nýtt lif handa okkur, þar sem enginn veit, hver við erum. En ég var ekki einn um að vilja komast að hinu sanna. Afi konu minnar og frænka fengu bæði sömu hugmyndina. 1 hugsunar- leysi minu hafði ég vakið hjá þeim grun, en það gerði ég mér ekki ljóst fyrr en siðar. Þegar ég nú var kominn heim hafði ég samband við kunningja minn, sem átti aðgang að öllum fæðingarskýrslum i Ottawa. Ég bað hann að senda mér afrit af fæðingarvottorði föður mins, Charles Webster, fæddum 4. ág. 1914. og vottorð sonar hans með sama nafni, fæddum 3. marz 1947, ásamt fæðingarvottorðum Led- well feðga, James og Samúels, að öllum likindum fæddum sömu daga. Menn geta sjálfsagt vel imynd- að sér, hve mjög ég var á nálum næstu daga. Þessar sannanir myndu veita mér svör við öllum leyndardómunum. Að lokum kom að þvi að bréfið með öllum afritunum fjórum kæmi. Ég opnaði það i skyndi, og fann hvernig skelfingin greip mig þeg- ar ég las það fyrsta gef- Framhald á bls 39 Hin örlagaríka brúðarmynd af Stephan James Ledwell og Emilie Boudreau, en hún var kveikjan að þvf að hið rétta kom i ljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.