Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. april 1978. TÍMINN 13 SOVEZK AKURYRKJA OG SKÓGRÆKT I Sovétrikjunum er haldið áfram skógrækt á landi sam- yrkjubúa og rikisbúa. Samkvæmt niundu fimm ára áætluninni (1971-1975) er ráðgert að gróður- setja skóg á 1.8 milljóna hektara svæði. Vlsindastofnun akuryrkju og jarðvegsvlsinda i Moskvu. Vera Sakkarova fylgist með höfrum, sem áburður með atómum hefur verið borinn á. 60 prósent af landsvæði Sovét- rikjanna verður öðru hvoru fyrir þurrkum og öðrum óhagstæðum loftslagsáhrifum. Þessi land- svæði hafa jafnvel ekki næga vætu, þó að ekki geisi þurrkar Ekkert stórt land i Evrópu eða Norður-Ameriku iðkar jarðyrkju við slikar loftslagsaðstæður. En samt sem áður er brúttóupp- skera i slikum héruðum Sovét- rikjanna um það bil 75 prósent. Sovézkur landbúnaður ræður yfir nægum efnalegum og skipulags- möguleikum, og landbúnaðar- uppskeran verður góð, þrátt fyrir hið versta verðurfar. Baráttan við þurrkana verður æ umfangsmeiri. 1 þvi sambandi eru miklar vonir tengdar við skógarbelti. A ráðstefnu skóg- ræktar- og áveitusérfræðinga, sem haldin var i Volgograd ekki fyrir löngu, voru ræddar ráð- stafanir varðandi aukin áhrif baráttunnar við þurrkana. Sovétrikin eru brautryðjandi i ræktun skógarbelta, sem eru til verndar Asamt öðrum aðferðum varðandi skynsamlega hag- nýtingu náttúruauðlinda, hefur ræktunin verið innleidd i rikis- stefnuna. Fyrir hálfri öld voru gefin út fyrstu sovézku lögin um skógrækt og aðrar ráðstafanir til náttúruverndar. En ræktun verndarbelta er aðeins eitt form ^arðarbóta, sem fellur inn i eina heild ráðstafana til verndar nátt- úrunni og hagnýtari notkun auð- linda hennar. Það er áætlað að fimmti hluti uppskerunnar náist af hinum vernduðu landsvæðum. Ráðstafanir þessar munu stuðla að mikilvægasta verkefni sovézka rikisins: bættum lifs- kjörum þjóðarinnar. Gennandi Butrim, APN Fura, sem er mjög hentug I skipamöstur. í áratugi hefur Sambandið og kaup- félögin staðið í fararbroddi með nýjungar og framfarir í þágu ís- lenzks landbúnaðar. Stór þáttur í þessu starfi er hag- kvæm innkaup og dreifing fóður- vara. Þann þátt þurfum við ekki að auglýsa. Viljum þó árétta, að við höfum jafn- an fyrirliggjandi fjölbreytilegt úrval fóðurs fyrir allan búpening. Sam- setningar fóðursins byggist á langri reynslu sérfræðinga og bænda. Hjá okkur, eða næsta kaupfélagi, fáið þið allar nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA INNFLUTNINGSDEILD ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.