Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. ORMURINN í BLÁBERINU ,,Nei," sagði Sigga. ,,En hér i runnunum býr sjálf- sagt einhver góður andi. Æ, ég vildi að við hefðum nú kaffibolla og eitthvað gott með! " Öðara stóð silf urbakki við hliðina á henni og þar á gullin kanna, tveir bollar úr hreinu postulíni, sykurskál úr kristalli, rjómakanna úr silfri og nokkrar sætar og volgar hveitikökur. Telpurnar helltu í bollana, tóku sér sykur og rjóma og drukku og þótti gott. Svo gott kaffi höfðu þær aldrei bragðað. ,,Nú þætti mér gaman að vita, hver veitir okkur öll þessi gæði", sagði Helga. ,,Það er ég, börnin góð", var sagt inni í runnunum. Telpunum varð hverft við. Þær lituðust um og sáu vin- gjarnlegan karl í hvítri treyju og með rauða húfu. Hann staulaðist fram úr runnunum og var stinghalt- ur á vinstra fæti. Helga og Sigga urðu svo hræddar, að þær gátu engu orði upp komið. ,,Verið þið óhræddar, börnin góð", sagði karlinn og gretti sig vingjarnlega framan í þær. Hann gat ekki brosað almennilega, því að munnurinn á honum var skakkur. „Verið þið velkomnar i ríki mitt. Haf- ið þið nú sofið vel og fengið nóg að borða og drekka? spurði hann. ,,Já, ég held nú það", sögðu báðar telpurnar, en segðu okkur-------", og nú ætluðu þær að spyrja, hver hann væri — en þorðu það ekki. ,,Ég skal segja ykkur, hver ég er. Ég er bláberja- konungurinn, og ræð yfir öllum þessum bláberja- runnum. Og hér hef ég búið í mörg þúsund ár. En hinn mikli andi, sem ræður yfir skóginum og hafinu og himinum, hefur ekki viljað að ég ofmetnaðist af konungdómi mínum og minu langa lífi. Þess vegna lætur hann mig taka á mig gervi lítils bláberjaorms hundraðasta hvert ár. I þessu veika og hlífðarlausa gervi verð ég að vera heil- an dag, frá sólarupprás til sólarlags. Þá er ég ofur- selduröllum þeim hættum, sem slík smádýr eru undir- orpin: fugl getur hrifsað mig í gogginn, barnið getur tínt mig í beri og troðið mig undir fótum sér, svo ég missi lífið. Dagurinn i gær var einmitt hamskiftadag- urminn. Égvartekinn með bláberi og átti á hættu að verða troðinn sundur, hefðu þið ekki bjargað mér, blessuð góðu börnin. Til sólarlags lá ég ósjálfbjarga í grasinu. Þegar mér var blásiðaf borðinu, þá snerist undir mér fóturinn og skekktist á mér munnurinn af ótta. En þegar kvöld var komið og ég tók aftur mitt eigið gervi, þá fór ég að lit- ast um eftir ykkur til þess að launa ykkur. Þá fann ég ykkur hér í ríki mínu, og tók ykkur svo vel sem ég gat án þess að hræða ykkur. En nú ætla ég að lána ykk- ur fugl til að vísa veginn. Verið þið sæl, börnin góð. Hafið þökk fyrir brjóstgæð- in. Bláberjakonungurinn mun sýna ykkur, að hann er ekki vanþakklátur". Telpurnar réttu karli höndina og þökkuðu fyrir sig. Þær voru því alls hugar fegnar, að þær höfðu hlíft bláberjaorminum daginn áður. Nú ætluðu þær að fara af stað, en þá sneri sá gamli sér við og lék hæðnis- bros um hans skakka munn: „Skilið kveðju minni til hans Björns litla", sagði hann, „og segið hon- um, að þegar við hittumst næst, muni ég éta hann upp til agna". „Æ, það máttu ekki gera, herra bláberjaormur", sögðu báðar telpurnar ótta- slegnar. „Jæja, ég skal fyrirgefa honum ykkar vegna", sagði karlinn. „Ég er ekki hefnigjarn. En skilið þið kveðju til Björns litla og segið honum að hann eigi líka von á gjöf. Verið þið sælar". Þær tóku nú ber sín og hlupu inn í skóginn á eftir fuglinum og var þeim nú létt í geði. Innan skamms tók skógurinn að gisna og þær f urðuðu sig á, hvað þær höfðu getað farið krókótt daginn áður. Þar urðu heldur tagnaðarfundir, þegar þær komu heim. Allir höfðu beðið eftir þeim og leitað að þeim. Fullorðnu systur- inni hafði ekki komið dúr á auga. Hún hélt að óargadýr hefðu grandað litlu systrunum. Björn litli kom á móti þeim með körfu og kallaði: „Komið þið og sjá- ið". Hér er sending til ykk- ar. Gamall maður kom með það til ykkar". Þær opnuðu nú körfuna. Þar lágu tvö dásamleg armbönd með heiðbláum gimsteinum, sem voru eins og þroskuð bláber í lögun. Þar með var skrifað: „Til Helguog Siggu". Þarhjá lá brjóstnæla, sem líka var einsog bláber i laginu. Þar á var ritað: „Drep þú ekki varnarlausa, Björn litli". Björn skammaðist sín. Hann skildi sneiðina, en hann sá, að sá gamli hafði hefnt sín með þeim hætti, sem góðum mönnum er títt. En bláberjakóngurinn hafði líka hugsað fyrir full- orðnu systurinni. Þegar hún fór að bera mið- degismatinn á borð, þá stóðu þar tólf körfur fullar með skínandi fallegum bláberjum. Nú var ærinn starfi fyrir hendi, að sykra þau og kqma þeim fyrir til geymslu. Við getum farið þangað til að hjálpa ef þú vilt, les- andi góður, við fáum þá sjálfsagt berjabragð. Því að þau hafa víst eigi lokið starfinu enn. Þetta var ekkert smáræði. DAN BARRY Sjáðu til, Anton. ^xf.Vopnaðin/ einhverhefurkomið^Lmenn, hvers, snjóskriðunni af stah'vegna það,Js - J ^ Hvellur.^1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.