Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. april 1973 TÍMINN 7 iiiT / ..iill linuveiðarann Hugin með Þor- steini Sigurðssyni i Lindinni, sem var kallaður og siðar með Gisla Jónssyni, alþingismanni og vél- stjóra. Hann varð stórútflytjandi af nýjum laxi. Laxinn isaði hann I kassa og sendi með skipum til Norðurlanda og Englands. Mest af laxinum keypti hann frá ölfus- ársvæðinu og ofan úr Borgarfirði. Þannig brauzt Tómas Jónsson i mörgu. Hafði mörg járn i eldin- um, þótt'fyrst og fremst væri hann kaupmaður. A þeim tima, er Tómas Jóns- son rak verzlunina, einkum þó fyrstu árin, var mjög erfitt að reka kjötverzlun i Reykjavik. Kjötiðnaður var á frumstigi og aðdrættirnir voru erfiðir. Kinda- kjöt var að visu oftast fyrirliggj andi i frystihúsi Sláturfélags Suðurlands, en aðrir aðdrættir til verzlunarinnar voru gegnum per- sónuleg sambönd kaupmannsins i sveitum landsins. Stórgripakjöt var fram á siðustu ár mest keypt beint af framleiðendum og sama var að segja um egg, rjúpur, fugl og annað, sem hafa varð á boð- stólnum i stórri, myndarlegri verzlun. Vinnudagurinn varð þvi oft langur hjá Tómasi Jónssyni og á kvöldin eftir lokun sat hann i stofu sinni og færði verzlunar- bækurnar. Tómas lézt árið 1949, 64 ára að aldri og næstu árin ráku erfingjar hans verzlunina, en árið 1959 var hún seld. 1 64 ár hefur kjötverzlun Tómasar Jónssonar starfað. Fyrst i Bankastræti, en siðan að Laugavegi 2. Búðin er full af varningi og öllu þvi nýjasta, sem nútima iðnaður hefur á boðstóln- um, en samt varðveitir hún það gamla og þjóðlega með einhverj- um, óskýrðum hætti. Aðalheiður Guðmundsdóttir hellirupp á könnuna í vinnsiusalnum. Vöruvalið hjá Tómasi er ótrúlegt. Myndin er tekin I verzluninni að Laugavegi 2. Páll Guðjónsson, verzlunarstjóri hjá Tómasi, Hrefna Hilmisdóttir við kassann. Hrefna er „flóttakona” frá Vestmannaeyjum og hefur reynzt mjög góður starfskraftur f verzlun Tómasar. Hilmar H. Svavarsson, hinn þekkti afgreiöslumaður hjá Tómasi. Hilmar teiknar auglýsingarnar, sem settar eru upp daglega til að vekja athygli á nýjum vörum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.