Tíminn - 08.04.1973, Side 5

Tíminn - 08.04.1973, Side 5
 Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 5 Hafsj blóm borg Íór af A lum í mið- I \ Hamborgar *-y Tíminn líéur Carroll Baker vakti fyrst veru- lega athygli á sjötta áratugnum, þegar hún hafði leikið i kvik- myndinni Baby Doll. Nú eru lið- in um tuttugu ár frá þvi það gerðist. Hún hefur ekki getað gleymt þeirri frægð, og falleg er hún enn, þótt árin hafi liðið hjá henni ekki siður en öðrum. Stökktæki fyrir þotuflugmenn Bandariski herinn gerir nú til- raunir með stökkstól, sem nota á ef flugvélar lenda i vandræð- um, og er hann knúinn þrýsti- lofti. Likist þetta tæki nokkuð þvi, sem James Bond notar i myndinni Thunderball. Þarna er um að ræða turbó spaðavél, og er hún spennt á bak flug- mannsins likt og útbúnaður kaf- ara. Flugmaðurinn getur siðan stjórnað þvi með sérstökum útbúnaði, hvert hann vill falla eða fljúga. Þetta nýja tæki er á stærð við mótorhjólamótor, en heldur hávaðasamt. Telja þó þeir, sem gera tilraunir með þennan útbúnað, að þegar þeir hafi lokið við hann til fulls, verði hann svo 'einfaldur i fram- leiðslu, og ódýr, að hægt verði að setja hann á almennan markað. Haggis ekki skozkur réttur Haggis var upprunalega enskur réttur, en hann hætti að vera vinsæll þar i landi á 18. öld. Hins vegar héldu Skotar áfram að borða Haggis með góðri lyst. Astæðan fyrir þvi, að Englend- ingar foru að skipta um matar- æði var sú, að fólk fór að hafa meiri peningaráð, og gat veitt sér meira i mat, en áður hafði verið. Nafnið á þessum rétti er upprunnið úr engilsaxneska orðinu haggen, sem þýðir að kjúfa höggva og hakka siðan kjötið en það er einmitt þannig, sem rétturinn er búinn til. Lifur, hjörtu og eitthvað fleira úr sauðkindinni er riotað i tilbún- ing réttarins, og siðan er m.a. haframjöli og lauk bætt út i, og allt er kryddað með pipar og sitrónum. Þetta veggspjald, eða plakatt, eins og flestir kalla það vist hér- lendis sem erlendis, á að draga þúsundir gesta að blómasýn- ingu, sem efna á til i Hamborg. Þetta er alþjóðleg garðyrkju- sýning ársins 1973. Myndin á að sýna Blóm hershöfðingja, þar sem hann er að aka i gegn um hafsjó af blómum, af öllum gerðum og litum þótt við fáum vist ekki að sjá litina á þessari mynd. Veggspjaldið vann þriðju verðlaun i keppni, sem efnt var til um veggspjöld, og haldin var i Toronto i Kanada. 300 þúsund runnar, 500 þúsund túlípanar og 15 þúsund rósir verða i blóma á timabilinu frá april og fram i október i Hamborg. Sýningin verður haldin i garðinum Plant- en und Blomen, og einnig i Grasgarðinum i miðri Ham- borg. Sakleysis. A-1 svipur og \ eiturlyf ^ Poppstjörnurnar i Rolling Stones, trúa þvi statt og stöðugt, að enn viti ekki nokkur maður, að þeir noti eiturlyf. Þeir eru svona blindir, enda þótt þeir hafi verið handteknir fyrir að smygla eiturlyfjum að minnsta kosti tólf sinnum. Sá siðasti úr hópnum sem lent hefur i vandræðum vegna eiturlyfj- anna er Keith Richards. Það er ekki nóg með, að hann hafi smyglað töluverðu magni af eiturlyfjum, heldur hefur hann meira að segja efnt til sam- kvæma, þar sem hann hefur séð veizlugestum fyrir nógu af þess- um kræsingum. Hann varð furðu lostinn, þegar lögreglan birtist svo allt i einu i veizlunni, og tók hann fastan, og rak alla á burt. En honum tekst áreiðan- lega, að losa sig úr klóm yfir- valdanna að þessu sinni, það tekst þeim oft, sem eiga pen- inga. Umhverfis jörðina í strætisvagni Andrew Stewart stökk upp i strætisvagn og fórhálfa leið i kringum jöröina i honum, reyndar ekki i sama vagninum, heldur skipti hann oft um á leið- inni. Ferðin byrjaði i Sydney i Astraliu fyrir fjórum árum. Þá fór Andrew, sem er28áragam- all og ættaður frá Bishops Stort- ford i Hertfordshire, upp i strætisvagn auk 12 annarra. Ætlaði þetta fólk að fara i vagn- inum yfir þvera Astraliu, Ind- land, Pakistan, Tyrkland og Evrópu. Eitt aðalvandamálið á leiðinni, að sögn Andrews voru hinar lágu brýr i Indlandi. Vagninn okkar var 14 fet og 4 þumlungar á hæð, og við urðum að hleypa öllu lofti út úr dekkj- unum til þess að vagninn kæm- ist yfir brýrnar, sem’ flestar voru yfirbyggðar, og ekki nóg með það, við urðum að fylla hann af Indverjum að auki, til þess að þyngja hann sem mest og þrýsta honum niður. 1 Þýzkalandi urðu þeir að keyra afturábak eftir einni harðbraut- inni vegna þess af> girinn hafði festst i afturábak-stöðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.