Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 15 i Hveragerfti hefur Steinbjörn búið mestan hluta ævinnar. smlða virkin. Gerir þú það sjálf- ur? — Þegar ég byrjaði að læra þessa iðn, var hætt að smiða virk- in. Þau voru flutt inn frá Eng- landi. Þó vissi ég um einn mann, sem smiðaði virki, en sjálfur gerði ég það aldrei. ,,Hann var hinn prýðilegasti maður.” — Þú lézt þess getið, að þú hefðir lengi búið norður á Vatns- nesi. Ertu Húnvetningur að upp- runa? — Nei, ég er Borgfirðingur. Ég fæddist að Gröf i Lundarreykja- dal árið 1896. Tveggja ára að aldri fluttist ég með foreldrum minum upp i Hvitársiðu og ólst þar upp. — Á hvaða bæ var það? — Það var á Háafelli, og átti ég þar heima fram yfir fermingar- aldur. Á Háafelli höfðu margir forfeður minir búið. — Var ekki Stefán Jónsson, rit- höfundur að alast þar upp um likt leyti? — Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna. Hann fæddist ekki fyrr en árið 1905. — Þú hefur samt kynnzt honum? — Já, ég þekkti bæði hann og foreldra hans. Við áttum heima á sömu bæjum tvisvar sinnum en auk þess hafði ég kynni af þeim, þótt lögheimilin væru ekki hin sömu. Ég kynntist þvi Stefáni sem unglingi og lika sem full- orðnum manni. Hann var hinn prýðilegasti maður, ungur sem aldinn. — En vikjum nú aftur að sjálfum þér. Varstu alinn upp við handiðn, eða tókstu þetta upp hjá sjálfum þér? — Ég þekkti ekkert til þess i Hvitársiðunni. Það var að visu söðlasmiður þar, Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Haukagili, stundaði það starf um nokkurt árabil, og faðir hans, Sigurður, var ágætur söðlasmiður. — Var ekki Hvitársiðan jafnan hestmörg, eins og viðar hefur verið I Borgarfirði? — Hestmörg var hún nú ekki, en það voru reiðhestar á hverjum bæ, og vitanlega þurfti marga hesta til heyflutnings á sumrin, svo að það var alltaf talsvert mikið til af tömdum hrossum á bæjum.Lækni þurfti að sækja um langvegu og menn urðu alltaf að hafa hesta á járnum að vetrin- um, þvi að alltaf þurfti meira og minna til þeirra að gripa. í kaup staðinn er á milli fjörutiu og fimm tiu kilómetra vegalengd, og voru þvi lestaferðirnar ekki erfiðis- lausar mönnum né skepnum. Að sjálfsögðu voru þá jafnan margir hestar i för, þvi að ekki var alltaf verið að fara i kaupstað. Fyrstu haustgöngur stóðu yfir i fjóra daga, ef ég man rétt, og eins og nærri má geta, þurfti marga hesta til þeirra. Geiri mikið við gamalt — Nú ert þú nokkuð tekinn að reskjast, kominn hátt á áttræðis aldur. Smiðar þú enn af fullum krafti? — Maður dundar við þetta, þótt það gerist ekki á sama hátt og áður, þegar maður var yngri. Nú er þetta fremur föndur gamals manns en veruleg vinna. — Hvað getur þú imyndað þér, að þú smiðir marga hnakka á ári núna? — Þvi get ég ekki svarað, hversu marga nýja hnakka ég smiða, þvi að meira en helmingur timans fer til þess að gera við gamalt. — Er mikið um það að menn láti gera við slitin reiðver? — Já, það er algengt, að menn nýti reiðtýgi sin mjög. Stundum eru hnakkarnir eins og krufin lik, þegar þeir koma til min. — Er það ekki afleitt verk, sem ekkert er upp úr að hafa, að taka útslitna ræfla og tjasla þeim saman? — Það er ákaflega timafrekt — og ekki þarf maður að gera sér von um rifleg daglaun fyrir þá vinnu. — Söðlasmið fylgir járnverk, eins og allir vita. Hefur þú ekki lagt stund á það jafnframt? — Nei. Stengur og istöð fást utanlands frá, og ég hef aldrei smiðað þá hluti, en þó eru þeir menn til hér sem það gera. Hin virðulega hirzla hestamannsins — En hefurðu ekki smiðað töskur, þennan virðulega hlut allra góðra hestamanna? — Það er alltaf nokkur eftir- spurn eftir þverbakstöskunum, sem spenntar eru á púða aftan við hnakkinn, en klyftöskurnar eru að mestu horfnar, þvi að nú er orðið svo litið um langferðir á hestum. Aður var mikið smlðað af þeim, bæði fyrir landpóstana og gangnamenn, og reyndar fyrir alla, sem ferðuðust eitthvað að ráði. — Það eru nú enn farnar langar haustgöngur, til dæmis hérna i uppsveitum Arnessýslu. — Já, að visu, en nú er ferðazt á allt annan hátt en áður. Nú eru bilar notaðir til þess að flytja föggur manna, nesti og aðrar nauðsynjar inn á afréttina. Þó þekkist það enn, að menn noti hesta til þess að flytja farangur i göngum, og alltaf koma einhverj- ir til min, þegar liða fer að göngum og fá gert við töskur sin- ar. — Att þú hest til þess aö bera hnakk, smiðaðan af sjálfum þér? — Nei, ekki lengur. Ég lógaði hestum minum, eins og öllum öðrum gripum, þegar ég hætti búskapnum. — Þú sagðir áðan, að ungir menn lærðu ekki söðlasmið. Hefur þú aldrei kennt handverk þitt? — Jú, það hafa verið hjá mér piltar, en það er skjótt frá þvi að segja, að ekki einn einasti þeirra hefur gert söðlasmið að ævistarfi sinu. Þeirhafa tekið aðra vinnu fram yfir. —VS VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKJSSJÓÐS SKULDABRÉFB SAMGÖNGUBÓT Suðurland og Austurland eru aðskilin af stórfljótum. Flutnings- og ferðakostnaður stór- lækkar við tilkomu Skeiðarársands- vegar. ÖRYGGI Allt öryggi, bæði á sjó og landi, verð- ur með veginum bætt til muna, t. d. varðandi björgun úr sjávarháska og sjúkraflutninga á landi. FERÐALÖG/NATTÚRUFEGURÐ Jafnt innlendum sem erlendum ferða- löngum opnast nýr heimur til ánægju og fróðleiks. Landsvæði mikillar fegurðar og sögu verður nú aðgengilegra. METNAÐARMÁL Árum saman hefur það verið metnað- ur íslendinga, að vegakerfi landsins sé samtengt þannig að menn geti ferðazt hringveg um landið. SALA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 10. APRÍL KR.1000 VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS 1973 SÖLUSTAÐIR: BANKAR BANKAÚTIBÚ OG SPARISJÓÐIR SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.