Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur S. april 197:}. Stóri fíllinn Stóri fillinn er nafnið á þessu stórkostlega litla japanska mótorhjóli. Heiðurinn að hönn- un hjólsins á hinn 21 árs gamli bilateiknari, Takuya Yuara frá Tokyo. Hjólið getur borið eina manneskju. Það vegur 10 kg. og er hálfur metri á lengd og hefur eins hestafla vél. Lögregla og sumferðaryfirvöld hafa veitt hjólinu viöurkenningu, og er al- gjörlega heimilt, öllum sem þess óska, að nota það á götum úti i Japan. Kannski væri ekki svo vitlaust, aö við færum að fá nokkra slika fila hingað til lands, þvi stöðugt eykst umferð- in, og minnapláss verður eftir fyrir hvern og einn vegfaranda á götunum, en það er langt til Japan, svo kannski eigum við ekki eftir að sjá svona hjól á næstunni. Leyndardómar Aralvatns Rjúpurnar mega vera ónægðar Rjúpnaveiðitiminn er liðinn hjá, en sennilega vildu flestar rjúpur falla fyrir skotum þessa veiðu- manns, el' þær þurfa yfirleitt að láta lifið til þess að komast á jólaborð eða hátiðaborð fólks. Veiðimaðurinn heitir Annie og sagt er, að hún só stöðugum veiðum allt árið, bæði með og án byssu. Norska blaðið, sem birti myndina af Annie bauðst til þess að segja þeim, sem vildu hvar hún ætti heima, ef einhver óskaði eftir að fá að sjá hana i eigin persónu. Þar sem nokkur timi er liðinn, siðan blaðið birti myndina, teljum við ástæðu- laust að vekja einhverjar tál- vonir hór uppi á lslandi, þvi Annie hefur áreiðanlega þegar fengið heimsókn af einhverjum landa sinum.Við birtum þvi ekki heimilisfa ngið. Róðlegginqar ó sviði stjórnmóla og heimilishalds Það, sem er einna sérkenni- legast við Aralvatn, er hinn mikli munur á yfirborði vatnsins, þegar það er hæst og lægst, sem nemur allt að 4 metrum. Þegar vatnsyfirborðið stendur hátt i Aralvatni, þá ber svo við, að það er með lægsta móti i Kaspiahafi. Allende forseti Chile brá sér fyrir nokkru til Sovétrikjanna til þess að ræða þar við æðstu menn landsins. Ræddu þeir að sjálfsögðu um sjónarmið sin á bandariskri heimsvaldastefnu, eins og þeir kalla það. 1 ferðinni fékk forsetinn mikið af góðum ráðleggingum i Kreml, og auk þess loforð um aðstoð frá Sovét- mönnum, ef til átaka kæmi við Bandarikjamenn. Maður gæti imyndað sér, að einhver loforð hefðu lika verið gefin á þessum viðræðufundi, en það getur ver- ið hættulegt fyrir Rússana að hræra um of i suðurameriska pottinum. En frú Allende sú þriðja frá vinstri hitti mikið af rússneskum konum, og þær skiptustá kökuuppskriftum eins og konur gera alltaf, og sögðu frá ýmsu, sem þær höfðu lent i um ævina. Frúin er sögð hafa fengið mikið af góðum ráðum. með sér aftur til Chile. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.