Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 23 Hér er einn hestur á harðastökki, úr Lascaux, en þvl miöur varð rassinn (örugglega ekki i Borgarfirði, fremur i Skagafirði). Ævagömul • •• X • jorou niori Eflaust muna margir eftir þeim heimssöguiega atburði, er nokkr- ir drengir i Frakklandi lentu af tilviljun inni I helli, er þeir voru að leita að hundinum sinum. Þetta var um 1940. Og hvaö var svo merkilegt við þennan helli? Jú, hvorki meira né minna en það, að hann hafði að geyma elztu merki um mannavist á þessari jörð, að þvi er taliö er. 1 þessum helli, LASCAUX-HELLINUM, eru myndir á veggjum, dýra- myndir, sem taldar eru allt að 15 ÞÚSUND ARA GAMLAR. Sjálfur er heliirinn eins og bátur i lögun meö hárri hveifingu. Dýramyndirnar á veggjunum eru málaðar frisklegum, rauðum og brúnum litum. Þær eru málað- ar af mikilli snilld og öryggi, en umfram allt eru þær lifandi. Þarna blasa við myndir af æva- fornum afbrigðum visunda, hesta og hjarta. Þandar granir, spennt- ir vöðvar og lifandi staða dýranna lita út sem sláandi raunveruleiki. Við sjáum visunda búast til árás- ar og hesta á harðastökki, sem minna mjög á þá villihesta, er i dag þenja sig trylltir um sléttur Mongóliu. A einni mynd má glögglega skynja óttakrampa fimm hjarta, sem eru að brjótast yfir hvitfyssandi stórfljót. Að þvi er visindamenn nútimans komast næst, hafa menn aldrei búið i þessum helli, heldur hefur hann verið nokkurs konar tilbeiðslu- staður. Telja þeir, að skreytingarnar á veggjunum hafi staðið i sambandi við athöfn til hvatningar veiða. Ef til vill tekst fornleifa- fræðingum aldrei að segja til um með vissu, hvers konar menn það voru, er sköpuðu þessi listaverk. Eitt geta menn þó fullyrt: þeim svipaði næsta litt til steinaldar- mannanna, sem við sjáum i sjón- varpinu. Frakka gæta hans eins og sjáaldurs augna sinna Frakkar gæta fyllsta öryggis i sambandi við hellinn, og það ekki aö ófyrirsynju. Þeir, sem vilja skoða hellinn, verða fyrst aö fá til þess sérstakt leyfi hjá franska menntamálaráðuneytinu, og það er alls ekki svo auðvelt að fá þetta leyfi. Og þótt leyfiö sé fengið, er ekki þar með öll sagan sögð. Þeg- ar gestir koma að hellinum, mæt- ir þeim varðmaður, er stendur sperrtur og virðulegur við læstar járndyrnar aö hellinum. Þegar loks er komiö inn i hellinn, veröa gestirnir aö þvo sér vandlega með sótthreinsunarefnum til að koma i veg fyrir, að sýklar og gerlar hvers konar og hvaðanæva að úr heiminum berist inn i helgidóm- inn. Ferðamönnum var fyrst hleypt inn i Lascaux árið 1944. Upp úr 1960 komu alls um 120 þúsund manns i hellinn árlega. Suma daga streymdu 2 þúsund manns út og inn um hellinn. Snarlega voru sett ströng höft á þennan fólksstraum, er kom i ljós, að grænleit mygla einhvers konar og hvitleitt kalklag var farið að myndast á hinum dýrmætu myndum. á honum eftir einhvers staðar list í Myglan haföi borizt meö mis- þrifnu fólki inn i hellinn, og þar náöi myglusveppurinn að þrifast og það vel i þungu, innibyrgðu loftinu og við skin skærs raf- magnsljóssins. Hellirinn var lokaður venjulegum ferðamönn- um 1963, en engu aö siður breidd- ist myglan enn út. Loks tókst að vinna bug á sveppnum með þvi að sprauta sóttvarnarefni á veggina. Einnig tókst að ná af kalklaginu. 1 dag er engin hætta á ferðum lengur meö hellinn. Og við hljót- um að eiga auðvelt með að skilja, að Frakkar kappkosti að varð- veita þetta minnismerki, er með svo lifandi táknum veitir okkur sýn inn i fjarska fortiöarinnar, þegarmaöurinn hafði eygt og öðl- azt glætu siðmenningar. —Stp 0 Pele 1 Sviþjóð 1958 og Chile 1962, og vinur Pele, lét I sér heyra. Hann gagnrýndi knattspyrnuforustuna og sagði, að þaö þyrfti hæfan þjálfara til að bera ábyrgð á landsliöinu, en ekki „leikmann” eins og Saldanha. Elíefu vikum fyrir heims- meistarakeppnina i Mexikó þurfti Saldanha að vikja. „Saldanha féll fyrir Pele” hljóðuöu fyrirsagnir dagblaðanna i Rio de Jameiro. Zagalo var skipaður þjálfari brasiliska landsliðsins, sem hann byggði upp á Pele. Töframaður- inn Pele náði sér svo sannarlega á strik i HM-keppninni i Mexikó og sýndi listir sinar i hverjum stór- leik brasiliska liðsins i keppninni. Hann var potturinn og pannan i hverju meistaraupphlaupi liðsins i leikjum þess. Brasilia kórónaði svo góða sigurgöngu með snilldarleik gegn Italiu i úrslitum 4:1 og endurheimti þar með heimsmeistaratitilinn og tryggði sér hina frægu Jules Rimet-styttu til eignar. Þetta var stærsti dagur i lifi Peles. Hann hafði tekið þátt I fjórum heiihsmeistarakeppnum og lið hans sigraði nú i þriðja skiptið. Það er met, sem erfitt< verður að hnekkja. „Hætti 1973” — sagði Pele Eftir heimsmeistarakeppnina I Mexikó sagði Pele, að hann mundi leggja skóna á hilluna eftir keppnistimabilið 1973. En það verður 1972, sem ég leik minn sið- asta landsleik fyrir Brasiliu. Astæðuna til þessa kvað hann þá, að hann vildi gjarnan, aö vinir hans ættu aðeins góðar endurminningar um veru sina á vellinum. Mótmælabréf streymdu til hans i þúsundatali eftir þessa tilkynningu. Menn voru ekki ánægðir, sérstaklega út af þvi, að Pele er aðeins 32 ára i dag og á enn framtiðina fyrir sér. Grátklökkur klæddi hann sig úr brasilisku landsliðspeysunni Hinir tryggu áhorfendur Peles grétu, þegar þeir kvöddu átrúnaðargoðið Pele 18. júli 1971 á Maracana-leikvanginum i Rio i siðasta landsleik hans gegn Júgó- slaviu. Þeir hrópuðu: „Ekki hætta, ekki hætta”, þegar Pele, EINÁVAKT..? Ej til vill ein fárra úr hópi námssystra, sem iní stundar hjúkrunarstörj. Knýjandi þörj er fyrir hjúkrunarkonur um jiessar rnundir við Grensásdeild Borgarspitalans og aðrar deildir hans. Getið ÞÉR lagt málinu lið? Hálfs dags starf er einnig þegið með þöhkurn. Vinsarnlega gefið yður fram við forstöðukonu Borgarsþitalans i sima 81200. sem lék aðeins fyrri hálfleikinn, hljóp einn hring. Ahorfendur grétu, og sjálfur var Pele grát- klökkur, þegar hann klæddi sig úr landsliðspeysunni meö töluna 10 á bakinu. Hann afhenti hana litlum dreng, sem átti að vera tákn til brasiliskra æskumanna um að láta ekki merkið niður falla. Þeg- ar forseti Brasiliu, Emilio Garrastazu Medici, þakkaði hon- um fyrir hönd brasilisku þjóöar- innar, stóð Pele ber að ofan með tárvot augu. Það skein á gylltan krossinn á bringu hans, verndar- gripinn, sem hann lék alltaf meö, þegar hann klæddist blá-gula brasiliska landsliösbúningnum. Eftir ræðu forsetans heiöraöi júgóslavneski ambassadorinn Pele með þvi að færa honum heiðursfána lands sins. Siðasta landsleik Peles lauk meö jafntefli 2:2. Verður Pele með i HM-keppninni i Vest- ur-Þýzkalandi 1974? / „Svarta perlan” er ekki af baki Adottin sem knattspyrnumaður. Hann leikur stöðugt fyrir Santos og sýnir hvern snilldarleikinn á ' fætur öðrum. Pele hefur ákveðið aö leika með félagi sinu I nokkur ár I viöbót og nú er byrjað aö tala um, að hann verði einnig með brasiliska landsliöinu i HM-keppninni i V-Þýzkalandi 1974. Þegar Pele var spuröur um þetta um daginn, sagði hann: „Það er kominn timi til aö yngri menn taki viö af mér i landsliðinu — það þarf að byggja upp nýtt landslið með yngri mönnum.” Þá kemur spurning. Var ekki brasi- liska landsliðið byggt upp á Pele og yngri mönnum 1970? Þvi er það ekki hægt aftur 1974? Allir vita um eiginleika „svörtu perl- unnar” — hún fellur inn I hvaða lið sem er, með mönnum á öllum aldri. -SOS. London Óskum eftir að bæta við nokkrum fuliorðnum I ddýra hópferö til London 23. april. Farið heim 4. mai. Upplýsingar i slma 7-10-73.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.