Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 8. april 1973. Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 21 MAÐUR er nefndur isak Georgs- son. Reyndar er það nú ckki hans upphaflega nafn, það er hann fékk í barnæsku, heldur veittu is- lendingar lionum það jafnframt rlkisborgararéttinum. Maðurinr. er nefnilega hingað kominn alla lcið frá Jcrúsalem. bað þarf naumast oröum að þvi að eyða, hversu mjög ólik Miö-Austurlönd eru Islandi, eöa hvilik viðbrigði það hljóta að vera manni að flytjast búferlum alla þá leið. — Mér verður fyrst fyrir að spyrja isak: Hafði búizt við öðru — Hvenær sást þu island i fyrsta skipti á ævinni? — Ég kom hingað i fyrsta sinn i mai 1966, og var hér þangaö til i september. — Hvernig likaði þér sú dvöl? — Hún var mjög skemmtileg. Að sjálfsögðu haföi ég hugsað mér landiö allt öðru visi. Ég hélt, aö hér væri miklu meiri snjór (til dæmis i fjöllum), og þjóðin ef til vill blönduð eskimóum. Að visu hafði ég lesið nokkuð um landið, en aðeins ekki nóg, svo aö ég veit óneitanlega miklu meira um landið nú en þá. — Fannst þér samt ekki óþægi- lega kalt hér fyrst? — Jú. Mér fannst loftslagiö mjög óþægilegt, þvi að það er svo allt öðru visi en við eigum að venjast á minum æskustöðvum. Ég þoldi illa breytinguna og varö veikur fyrstu mánuðina, sem ég var hér. Þá hugsaði ég með sjálf- um mér, að bezt væru að fara heim aftur og sjá til, hvort þetta lagaðist ekki. — Gerðir þú það svo? — Já, ég fór aftur heim, en kom svo aftur hingað i aprilmánuði ár- ið 1968, þvi að mér fannst alltaf, að ekki myndi vera til betra land en Island. — A hverju byggðir þú þá skoð- un, fyrst þér likaði illa veðurfar- ið? — Ég byggði hana fyrst og fremst á þvi, að tsland er vopn- laust og friðsamt land. t öðru lagi er hér mikil náttúrufegurð og þess vegna er ákaflega gaman að skoða landið. 1 þriðja lagi er svo þaö, að lslendingar eru mesta ágætisfólk, sem gott er að um- gangast. En það er auðvitaö ákaflega mikill munur á veðurfarinu, og sá samanburður er lslandi ekki hag- stæður, þótt að visu eigum við heima við okkar vandamál að striða á þvi sviði lika. Það er bara þveröfugt hjá okkur, þvi að þar rignir alltof litiö. Undanfarin ár hafa verið erfið þar, vegna þess, að ekki hefur komið dropi úr lofti. Það má segja, að þvi meira sem rignir þar, þeim mun betra verði árferðiö, þvi aö það veröur tæp- lega of mikið af úrkomunni. — Hefuröu ferðazt mikið um Island, siöan þú komst hingað? — Já, dálitið hef ég gert aö þvi, en alls ekki nóg. Ég hef hug á þvi að ferðast i kringum landið, en ekki veit ég, hvort af þvi verður á þvi sumri, sem bráðum fer I hönd, eða hvort það verður að biða eitt ár i viöbót. — Finnst þér ekki mikill munur á siöum Islendinga og þvi, sem þú átt aö venjast i heimahögunum? — Jú, á þeim er mikill munur, sem ekki er neitt undrunarefni, þar sem Island er norðlægt land og I mjög mikilli fjarlægð frá okk- ur, hinum suðlægari þjóðum. Við hugsum ööruvisi, við lifum ööru- visi og viö notum tima okkar alit öðruvisi en þið. Islendingar vinna mun meiri yfirvinnu heldur en við gerum, þar sem ég ólst upp. Við vinnum átta klukkustundir á dag, einnig á laugardögum, og við verðum að halda okkur vel að vinnunni. Fri- stundum eyðir fjölskyldan sam- an, en fjölskyldubönd eru mjög sterk meðal Araba. Annars eru manneskjur yfirleitt alls staðar eins, ef frá er talinn ólikur hugsunarháttur og tungutak. — Þú sagðir, að Islendingar ynnu mikið. Finnst þér þá streit- an meira hér, en til dæmis i Jerú- salem? — Ef til vill — og þó er ég ekk- ert viss um það. Islendingar eru vinnusamir. Þeir eru duglegir, og þá beinlinis langar til þess að koma miklu i verk, þvi hef ég veitt athygli. En þeir eru ekki að- eins duglegir að afla peninga. Þeir eru lika duglegir við að nota sina fjármuni. Þeir eru óþreyt- andi við að byggja sér hús og að laga land sitt á margvislegan hátt. Og þeir ferðast lika mikið. En það, sem mér finnst þó merkilegast af öllu er, að þeir Hluti af hinni fornu borg, Jerúsalem. Þar hafa ættmenn tsaks átt heima mann fram af manni, jafnvel öldum saman. skuli ekki verja svo mikið sem einni krónu til hermála, heldur reyna að nota peningana til þess að láta þjóðinni liða vel. Það er vissulega dáiitið undarlegt að koma allt i einu til lands, þar sem hvorki er herskylda eða nein út- gjöld til þeirra mála. En þetta er einmitt með fegurstu einkennum á islenzku þjóðlífi, og eitt af þvi, sem gerir það svo eftirsóknarvert að vera hér. — Ert þú kvæntur islenzkri konu? — Já, ég er það, og við eigum einn son, sem er tveggja ára. — Ert þú Múhameðstrúarmað- úr, eins og algengt er I Araba- löndum? — Það halda vist margir, að svo sé, en það er nú ekki. Ég er grisk-kaþólskur, og satt að segja er mjög mikið af kristnum mönn- um i heimalandi minu, bæði grisk-kaþólskum, og meira að segja lika Lútherstrúarmönnum. Auðvitað er lika mjög mikið af Múhameðstrúarfólki i Austur- löndum, þótt mikið sé þar af kristnum mönnum, og að sjálf- sögðu erum við öll Arabar, þótt trúin sé ekki hin sama. Siðir okk- ar mótast að sjálfsögðu af trúnni, og þvi er ekki að neita, að hjá okkur, kristnum mönnum er meira frjálsræði en hjá Múhameðstrúarmönnum. Hinu er ekki heldur að neita, að hjá Evrópubúum er frjálsræðið enn meira en hjá okkur. Engar trúarbragðaerjur — Eru nokkrar erjur á milli kristinna manna og Múhameðs- trúarmanna i Arabalöndum? — Nei, ekki af trúarlegum ástæðum. Það var vist eitthvað um það hér fyrrum, en nú er allt slikt fyrir löngu úr sögunni. — Nú eru Arabar frægir fyrir sinn mikla höfuðbúnað. Er hann enn i tizku hjá ykkur? — Ef til vill er það svo i sumum Arabalöndum, en hjá okkur er það búið að vera. Fyrrum voru allir með þennan búning hjá okk- ur, en nú keppast menn við að leggja hann niður og að fylgja tizku nútimans. Það er helzt að gamalt fólk, karlar og konur, eigi búninginn, en þaö notar hann ekki mikið. — Er ekki kristnum Aröbum bannað fjölkvæni? — Jú, jú. Það er stranglega bannaö. Við megum aðeins vera kvæntir einni konu. — Fer þetta ekki lika minnk- andi hjá Múhameðstrúarmönn- um? — Jú, eins og er, fer það mjög minnkandi. Menn beina athygli sinni I æ rikara mæli að allt öðr- um hlutum en konum, til dæmis að námi og framkvæmdum ýmiss konar. — Er mikið af klaustrum heima hjá þér? — Já, þau eru algeng, og ég held að fullyrða megi, að þar sé fólk styrkara i trú sinni, heldur en i Evrópu. — Hvort er algengara, nunnu- klaustur eða munklifi? — Það er álika mikið af hvoru tveggja. — Mega prestar kvænast? — Arabaprestur má ekki kvænast, eftir að hann hefur tekið vigslu. En ef hann hefur kvænzt, áður en hann varð prestur, þá er ekki neitt sagt við þvi. Og hann fær prestsembætti ekkert siöur, þótt hann sé kvæntur. — Er þá ekki mikil festa og regla i hjúskaparmálum hjá ykk- ur? — Hjónaskilnaðir eru sjaldgæf- ir, og það getur tekið langan tima að fá skilnaö, jafnvel allt upp i sjö ár. Og sá maöur, sem vill skilja við konu sina, verður að leggja fram gildar ástæður fyrir þeirri ákvörðun. — En hvað um andlegt lif, meðal annars i tónlist og skáld- skap? — Hjá okkur er mikið af hvoru tveggja, en mér finnst þaö galli, að listamenn okkar skuli ekki fara til Evrópu og kynna þar list sina. Aö visu myndi það kosta þá nokkurt fé, en ég held að það myndi borga sig fyrir þá. — Er mikið iþróttalif hjá ykk- ur? — Það er talsvert, en samt held ég, að islenzkir iþróttamenn séu betri en okkar. Skreyta gæðdnginn — Hefur þú kynnzt hinum frægu arabisku hestum? — Arabiskir hestar eru mjög fallegir, og þeir geta lært furðumargt. Það er hægt að kenna þeim að stiga dansspor til hægri og vinstri, og að gera margt fleira. Göngulag arabiskra hesta er mjög frábrugðið gangi annarra hestakynja. Arabar eru lika miklir hestamenn og framúr- skarandi þolinmóðir og lagnir við að kenna hestum sfnum margvis- legar listir. — Er ekki mjög dýrt að eiga hesta i Arabalöndum? — Jú, það er ákaflega dýrt Sjálfur hesturinn er feikilega dýr, en auk œss er dýrt að eiga hann. Það er nefnilega ekki nóg að eiga sjálfan gripinn, maður verður lika að geta keypt á hann viðeig- andi skreytingu. — Hefur þú nokkurn tima átt hest? — Nei, ekki ég, en afi minn átti hest. Og sú tiö er nú liðin. Ilafa búið öldum saman i Jerúsalem — Hafa ættmenn þinir lengi bú- ið i Jerúsalem? — Já, min ætt hefur búið *ar ákaflega lengi. — Hafið þið alltaf verið kristin, eða voruð þiö einhvern tima Múhameöstrúar? — Ég veit að ætt móður minnar er búin að vera kristin i margar aldir. Liklega i kringum þrettán hundruð ár. Þaö er langur timi. Og það fólk hefur alltaf átt heima i Jerúsalem. — Eru menn fastheldnir við trú sina þarna? — Já. Fólk er mjög fastheldið og breytir helzt aldrei til i þeim efnum. — Finnast þér lffskjör almenn- ings betri hjá ykkur en til dæmis hér á tslandi? — Nei. Ég held, að almenn vel- megun sé meiri hér. Eiginlega finnst mér, að allir Islendingar hljóti að vera ákaflega rikir. Hér eru ljómandi fallegar ibúðir, mjög margir eiga sina eigin bila, og þeir ferðast yfirleitt talsvert mikið. Mér finnst það lika alveg rétt af Islendingum að sækja sér sólskin til annarra landa, þvi að Islenzka sumarið er venjulega heldur slæmt, eða svo hefur það að minnsta kosti verið hér i Reykjavik þau ár, sem ég er bú- inn að eiga hér heima. Hér vil ég vera — Hefur þú i hyggju að setjast hér að til frambúðar, eða ætlar þú að fara aftur til Jerúsalem? — Ég hef ekki hug á þvi að flytjast aftur alfarinn til Jerúsal- em. Ég. mun þó heimsækja for- eldra mina og ættingja, en ég ætla ekki að setjast þar að. Ég er orð- inn islenzkur rikisborgari, hér er ágætt aö vera, og ég er sannfærð- ur um, aö það muni verða bezt fyrir mig að eiga hér heima. vs Þennan forna höfuöbúning þjóðar sinnar ber tsak, þegar hann gengur i Hér er móðir tsaks ásamt fjórum af nfu börnum sinum. kirkju á stórhátfðum, til dæmis jólum og páskum. Georg, faöir tsaks tsak Georgsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.