Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur K. april 1973. l'ÍMINN 27 Tvöaf fórnarlömbunum, — vinkona Somchais, Somwang, og dóttir hans Sonthaya. Bandarisku flugmennirnir i S-Vietnam höfðu að visu fengið ströng fyrirmæli um að halda sig utan flug leiðarinnar „Grænn 67”, sem var eingöngu ætluð borgara- legri flugumferð. Eftir henni fóru tugir flugvéla daglega yfir S-Viet- nam, flugvélar hvaðanæva að. Er björgunarmennirnir fundu beiglaðan flugmannshjálm innan um flakleifarnar, þótti ekki leika vafa á því, að árekstur hefði átt sér stað milli farþegaþotunnar og bandariskrar orustuþotu. Það leið þó ekki á löngu, unz hið sanna um þennan hjálm kom i ljós. Það fannst bandarlskt her- mannamerki rétt hjá hjálminum, og þetta merki var skráð fyrir einn mann á farþegalista flugvél- arinnar. Einn af farþegunum hafði þvi verið bandarlskur her- maður, er hafði haft hjálminn með sér i farangri sínum. Þar með var möguleikinn á Sam-eldflauginni þyngri á met- unum. Er tætlur flaksins höfðu verið rannsakaðar allnáið, þótt- ust sérfræðingar finna einhver merki á flugvélarskrokknum, er bentu til þess, að eldflaug hefði lent þar á. Þetta virtist ótrúlegt, en flugfélagið vildi taka allt með i reikninginn. Eftir að þetta vitnaðist, breytti það flugleiðum sinum i Austurlöndum fjær. Lét það nú vélar sínar fara I boga I kringum hið stríðsherjaða S-Viet- nam, en það þýddi 500 km flug- leiðarlengingu, sem var flug- félaginu dýrt. En um sama leyti var alveg nýtt atriði komið á daginn hjá sérfræðingunum á slysstaðnum. Eftir að likin höfðu verið rann- sökuð náið benti nú allt til þess, að sprengju hefði verið komið fyrir i sjálfu farþegarýminu. Og hægt var að ákvarða sprengjustaðinn með mikilli nákvæmni. Hann var á vinstri hlið farþegarýmisins á hæð við burðarflötinn. Og sér- fræðingarnir töldu, að hann hlyti að hafa verið undir sæti nr. 10 A. Mikilvægustu sannanirnar fyrir þessari ályktun voru, að brot úr sprengjunni fundust i 10 llkum. Og timenningarnir höfðu allir setið I grennd við sæti nr. 10 A. Verst hafði sprengjan farið með konuna, er sat i sæti nr. 10 A. Báðir fætur hennar höfðu tætzt af, og að sögn læknanna hafði hún látizt samstundis af sprengjunni, áður en flugvélin hrapaði til jarðar. Þessi kona hafði vérið tvitug að aldri og hét Somwang. 1 för með henni hafði verið sjö ára gömul stúlka. Litla stúlkan hafði setið við hliðina á Somwang i sæti nr. 10 B. Hún ar dóttir lögregluþjóns I Bangkok að nafni Somchai. Ótti i Bangkok Alllangur timi leið, unz lögreglan komst á slóð fjölda- morðingjans. Ekkert benti til, að hermdarverkamenn hefðu staðið á bak við þetta, og CPA hafði heldur ekki móttekið neina oð- sendingu um fjárkúgun. Mikil skelfing greip um sig i Bangkok. Þaðan hafði slysflug- vélin lagt upp I sina síðustu ferð, og daginn áður en það slys varð, hafði önnur farþegaþota, sem var á leið frá Bangkok til Evrópu, hrapað af óvenjulegum ástæðum. Þetta var DC-þota i eigu Japan Airlines, sem átti að millilenda i Nýju Delhi. Allt virtist i full- komnu lagi, er vélin fór frá Bang kok, en hún magalenti 12 kíló- metra frá lengindabraut flug- vallarins i Nýju Delhi. Hún lenti á opnu svæði og 85 farþegar um borð fórust og 3 Indverjar, sem höfðu verið við vinnu á akrinum, þarsem flugvélin hrapaði. Aðeins fjórum farþ. tókst að bjarga sér út úr flugvélarflakinu, áður en kviknaði i þvi. Við rannsókn kom i ljós, að flugstjórinn hafði verið undir áhrifum áfengis. En þessi staðreynd var mönnum ekki kunn I Bangkok, og nú fór að skjóta upp spurningum eins og: „Var á ferðinni einhver brjálæðingur, sem kom íyrn sprengjum I flugvélunum á Don Muang-flugvellinum? — Eða var þetta aðeins röð óhappatil- feiia? Ef ti! vill var um að ræða lið i pólitiskri aðgerð?” Blöðin I Bangkok, höfuðborg Thailands, ásökuðu yfirvöld fyrir slysið. Héldu þau þvi fram, að öryggiseftirlitið á flugvellinum i Bangkok hefði verið vanrækt, þrátt fyrir fjölda flugrána og of- beldisaðgerða i sambandi við flug um allan heim. En brátt sljákkaði I blöðunum. Það var ekki hægt að ásaka neinn sérstakan. Engu að siður var komið fyrir elektrónísku tæki I flughöfninni i Bangkok, sem gat úrskurðar, hvort farþegar hefðu málmhluti i fórum sinum. Ennfremur var likamsleit hert, til mikillar gremju mörgum ferðamönnum, em tóku þá áhættu að smygla ævafornum Búddha-styttum með sér heim. ...á slóðinni i næturlifi Bangkok. Glæpadeild lögreglunnar i Thailandi („Crime Suppression Division” eða CSD) tók rann- sóknina I Bangkok i sinar hendur. CSD er nokkurs konar thailenzk FBI (U.S.A.). Lögreglu- foringjanum Charuk Mekavichai i deild 1 i CSD var falið að stjórna rannsókninni. Charuk er fastur lesandi „Playboy” og á skrifstofu sinni hefur hann mynd af sjálfum sér, þar sem hann tekur I hendina á Richard Nixon forseta Banda- rikjanna. Og Charuk þessi hafði mjög góð sambönd i næturlífi Bangkok. Og það var einmitt á þeim slóð- um, að Charuk komst á hin fyrstu eiginlegu spor morðingjans. Spor, sem eftir 11 vikna erfiða rann- sókn, leiddu síðan til þess, að upp- lýstur var „mesti glæpur, er við höfum komizt i kast við til þessa.” Framhald á bls 34 / Fyrri kona Somchais, Alice, brestur i grát. Dóttir hennar fórst i flugslysinu Lögregluforinginn Charuk, er stjórnaði liigreglurannsókn fjöldamorfts- ins / flugslyssins. Ilér er hann aft rannsaka snyrtitöskuna, seni kom m jög vift siigu. bcdid að skoða nýja DAS-húsið að Espilundi 3, Garðahreppi Hósið verður til sýnis daglega frá kl. 6—10 laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—10 frá 7. apríl til 2. mai Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði dae

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.