Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 39 @ Bókasöfn þarf ýmislegt að breytast. Okkar skóli hér i Garðahreppi er sjálf- sagt ekki verr settur en margir aðrir en hann er 100% tvisettur. begar við erum búnir að kenna einum hópnum þá þarf að rýma skólann til að taka hinn. bess vegna vil ég bæta inn i grunn- skólalögin einni grein: Grunn- skóli skal vera einsettur. Húsnæðisleysi skólanna er venjulega afsakað með ein- um hlut, fjárskorti. En ég er á annarri skoðun. Ég held að við munum komast að þvi ef við skoðum grannt að islendingar virðast geta klofið það fjárhags- lega, sem þeir hafa vilja til. Við förum tfl Mallorka, kaupum skuttogara og byggjum hring veg um landið. betta er gott og blessað en þegar við segjumst svo ekki hafa efni á að byggja skóla fyrir börnin okkar þá er það ein- ungis merki um rangt mat á hlut- unum, en ekki um fátækt okkar. 0 íþróttir Klukkan fjögur er ljóst að Man- chester United hefur brotið blað i langri og merkilegri sögu þess. bað fær einhverja verstu útreið, sem það hefur fengið um dagana. Um klukkan hálf fimm byrjar söfnuðurinn okkar að yfirgefa leikvanginn og halda heim á leið sömu leið og þeir komu. beir fá háðsglósur i nestið en láta það ekki á sig fá. Einstaka snýr sér þó við og segir eitthvað á móti eða slær frá sér. Leiknum er lokið. beir rauð- hvitu á vellinum eru farnir til að fá sér bað. Þeir hafa tapað 5:0. Þeir rauð-hvitu á áhorfenda- stæðunum eru einnig horfnir og fólkið fer að tinast heim á leið. A sunnudaginn segja blöðin frá leiknum. En ekkert þeirra segir frá þvi sem gerðist á leiðinni milli Selhurst Park og Manchester eða á áhorfendapöllunum og sjúkra- húsinu. beir sem horfa eða horfðu á leikinn i sjónvarpi vita heldur ekkert um það. Þetta eru bara smámunir, og þeir gerast á hverjum laugardegi i þessu landi, þar sem guðirnir heita annað hvort Manchester United, Totten- ham, Chelsea, Liverpool eða ann- að áíika. —klp— 0 Bréfkorn einstakra togara hefur verið nokkuð misjafn og er i einstökum tilvikum um að ræða hallalitinn rekstur, en þá aftur á móti meiri töp hjá öðrum. Hvernig heldur þú nú, Tómas Karlsson, að fara muni, ef þessu heldur áfram? Hvað er til ráða? A að leggja skipunum fremur en að leita til rikisvaldsins um að- stoð? Þegar þessi orð eru skrifuð, eru togaraeigendur enn einu sinni að berjast við það félausir flestir að koma skipunum út á veiðar meö þeirri eilifu bjartsýni, að afli hljóti að glæðast og reksturinn þar með að bala. Þetta gera þeir þó i fullu trausti þess, að rikis- stjórnin sjái sjér fært að verða við málaleitan þeirra um þær bætur, sem þeir hafa farið fram á fyrir s.l. ár. og ennfremur að þeir njóti skilnings og eðlilegrar fyrir- greiðslu á liðandi ári ef þörf krefur. Eru þeir vongóðir um að úr rætist, enda hefur forsætisráö- herra lýst þvi yfir, að togararnir muni njóta fyrirgreiðslu þessarar rikisstjórnar ekki siður en þeirra rikisstjórna annarra, sem áður hafa setið. Ég leyfi mér að fullyrða, Tómas, að það hefur aldrei verið ætlun togaraeigenda að svikja fé út úr rikissjóði. Og aö þvi er snertir ótta þinn um það að togaraeigendur hirði gróðann, þá vil ég benda þér á það að hingað til hafa ekki verið á þvi nein vandkvæði, að hið opinbera hafi getað náð sinum hluta af gróða útgerðarinnar i landinu, svo að ég held að þú getir verið áhyggju- laus þessvegna. Ég ætla að lokum. bæði i gamni og alvöru, að benda þér á grein, sem birtist i Morgunblaðinu i gær, eftir Boga Þórðarson. Grein þessi er á margan hátt mjög at- nyghsverð, þótt ég sé ekki sam mála öllu. sem i henni stendur. Þú skalt lesa hana vel og vand- lega og e.t.v. litur þú á mál togaraeigenda i svolitið ööru ljósi eftir þann lestur. Hún varpar nokkuð skiru ljósi á ástæðurnar fyrir þvi. að togaraeigendur, og reyndar allir útvegsmenn, telja ranga þá almennu skoðun, að þeir séu bónbjargamenn, og þeim fellur það ekki vel, þegar þeir eru að berjast við það að reyna að halda við helzta atvinnuvegi þjóðarinnar, þá séu þeir sagðir gang við betlistaf. Ég lýk svo þessu bréfi með ósk um það, að þú lærir betur áður en þú skrifar næsta pistil þinn um togarana , og i þeirri von, að okkur takist að koma skipunum út og fáum góðan afla, bæði þér og mér og þjóðinni allri til gagns og blessunar. Akureyri, 28. marz 1973 Gisli Konráðsson 0 Systkini ið út handa Charles Webster, sem látið hefði lifið af slysförum i Vancouver árið 1944. Við það var fest vottorð sonar hans með sama nafni, fæddum 9. marz 1943. Hin fæðingarvottorðin voru vottorð Stephans James Ledwell, fæddum 3. ágúst 1914, og annað handa syni hans Samuel James, fæddum 3. marz 1947. 1 bréfinu var einnig stutt tilkynning um, að dauði hvorugs þeirra Ledwell feðga væri skráður. Þarna voru sannanirnar komn- ar. Faðir minn hafði stolið nafni annars manns, þegar hann flúði með mig til Bandarikjanna, — manns, sem hann vissi að væri látinn og hefði átt son. En til að verða algerlega viss, skrifaði ég til landgöngusveitanna til að fá það staðfest að mennirnir tveir hefðu verið skipsfélagar i strið- inu. Ég átti þó fæðingarvottorð, sem virtist rétt, og það var ómögulegt að sanna, að það væri falsað. Ég skrifaði yfirvöldunum og bað um afrit af fæðingarvottorði minu, þvi sem gefið var út á Charles Árthur Webster fæddan 3. marz 1947. Viku siðar fékk ég skilaboð um að fæðing hans væri ekki skráð. Daginn eftir fékk ég að vita, að Webster og Ledwell hefðu þjónað i landgöngusveitunum á sama skipi árin 1943-44, þegar Webster lézt i slysi um borð. Skilnaður eina leiðin Nú áttum við Kathleen við stórt vandamál að etja. Við vissum nú, hver við vorum, en við vildum ekki skilja. Við vildum lifa okkar hjónalifi áfram. En svo kom að þvi, að afi og amma Kathleenar buðu okkur til sin eitt kvöld. Við höfðum aðeins verið þar skamma stund, þegar afi hennar sagði: — Ég hef alvarlegar fréttir að færa ykkur. Ég er búinn að at- huga málin, og það hefur leitt til þess, að Ledwell stal skirteinum íátins skipsfélaga, þegar hann flúði með soninn. Til að afla þér lika vottorðs stal hann lika vott- orði sonar þessa félaga sins, en breytti fæðingardeginum til 1947. Það er engin ástæða til að efast um réttmæti þessara upplýsinga. Ég hef komizt að þvi, hvar hinn rétti Charles Webster sá sem fæddur er 1943, heldur sig. Nú er ekki annað fyrir ykkur að gera en að skilja. Við höfðum óttazt að eitthvað þessu likt gæti hent, svo að við vorum við þvi búin. Kathleen leit á hann og sagði ákveðið: —Afi, við Charles ætlum ekki að skilja. Við erum þegar búin að komast að hinu sama. Við höfum lika haft samband við lögfræðing, og það eru engin lög, sem geta hindrað bróður og systur i að búa saman. Það ætlum við að gera. — Þið getið það ekki — þið getið ekki vogað ykkur.... æpti garoli maðurinn. Það striðir á móti öll- um náttúrulögmálum. Þið verðið að sækja um skilnað og hverfa hvort öðru. — Ég yfirgef Kathie ekki undir nokkrum kringumstæðum, sagði ég ákveðinn. Hefðum við ekki heimsótt ykkur til Temiskaming- vatns hefðum við ekkert um þetta vitað, og allt hefði verið eins og það var. Eftir þetta gerði afi Kathleenar nokkuð, sem við munum aldrei fyrirgefa honum. Þetta vissu eng- ir utan fjölskyldunnar, og hefði þvi ekki þurft að fara lengra. En hann tók málin i sinar hendur. Þegar hann gerði sér grein fyrir að við viidum ekki skilja reyndi hann að þvinga okkur til þess, með þi að segja fjölmiðlum frá okkur. Hann lét blöðin vita allt, sem hann vissi um málið, og allan forleikinn. Það var þá sem við ákváöum, að fólk skyldi fá nána frásögn af þessu öllu. Árangur aðgerða afans varð fyrst á, að lögreglan barði upp á til að aðvara okkur. Ef við byggj- um saman sem hjón áttum við það á hættu að mál yrði höfðað gegn okkur. Gamli maðurinn hringdi til að reyna að réttlæta aðgerðir sinar, hvers vegna hann hefði ákveðið að láta fjölskyldu- vandamál koma opinberlega fyr- ir augu og eyru almennings. Ég bað hann hreint út sagt að hunzk- ast norður og niður og tilkynnti að við vildum ekki sjá hann framar. Ég var kallaður fyrir yfirmann minn. Hann útskýrði það fyrir mér, að eftir þetta leiöindamál, gerði ég réttast i að biðja um að vera fluttur til einhvers fjarlægs staðar — einn saman. Hann bauð mér nýtt og gott starf, en ef Kathie hygðist koma með mér þá ætti ég að hafa vit á að leggja inn lausnarbeiðni. Við erum nú að búa niður og undirbúa okkur með að flytja suð- ur yfir landamærin til vina okkar þar. Þeir vita, hvað á hefur geng- ið, en þeir skilja okkur og virða þá afstöðu, sem við höfum tekið. Aftur og aftur hef ég spurt sjálfan mig, hvað hafi valdið þvi að við fórum til Temiskaming- vatns þennan örlagarika sumar- dag. Við höfum slitið öllu sambandi við fjölskylduna, og þó að flest sé óvist, þá er eitt atriði öruggt: Við Kathleen ætlum alls ekki að skilja, sama hvað á gengur. Aftur og aftur vaknar spurningin: Ef við ekki hefðum farið til Temiskamingvatns þá hefði eng- inn vitað neitt. Hvers vegna þá að vera að blása málið svona út núna? Hvaða mun á það að gera þó hið sanna komi i ljós? Hvers- vegna ættum við að vera að hlusta á álla þá sem finnst þetta koma sér við og skiljast þegar við erum glöð og ánægö hvort með annað? Við elskum hvort annað og eigum saman ildælt barn. Svarið er Nei. — Rétt eða satt — það getur vel verið það sama, en við munum búa saman, það sem eftir er af lifi okkar. Komi það sem koma vill. —Erl (Lauslega þýtt). o Hjá Tómasi við verðum að hata sjófuglakjöt. Langviu og lunda, og saltkjötið verður að vera kjöt af sérstakri kúnst. Ennfremur er verzlunin þekkt fyrir lax og silung,og þar reynum við aðlátaaldrei vanta nýmeti, né heldur reyktan lax og annan fisk. Þótt nægilegt framboð sé á þesum tegundum vissa hluta ársins, þá verðum við að verja miklum tima og fjármunura, til að hafa þessa vöru á boðstólum flesta, mögulega daga ársins. Heitir smáréttir Annar stórliður i starfsemi kjötverzlunar Tómasar Jónsson- ar er sala á heitum smáréttum, til skrifstofu-og verzlunarfólks hér i nágrenninu. Það færist i vöxt, að menn fara ekki heim í mat um miðjan daginn, heldur fá sér snarl á vinnustaðnum. Þetta fólk má þó ekki eyða of hárri fjárupp- hæö til þessara máltiða og þvi er helzt reynt að hafa fremur ódýra rétti á boðstólum. Þetta er heitur, algengur heimilismatur, kjöb-og fiskréttir, og svo kaupa menn líka smurðar flatkökur með áleggi, eða tilbúnar brauð-samlokur. Þessi þjónusta er vinsæl.og þaö er mikið að gera i hádeginu og er biðröð við afgreiðsluborðiö, en þetta verður að ganga fyrir sig á stuttum tima, þvi að fólkið hefur aðeins skamman matartima,. til að kaupa og neyta matarins. Langur vinnudagur Hjá verzluninni vinna að stað- aldri 10-12 manns. Um helgar eru fleiri og einnig fyrir stórhátiðir. Ég hef verið afar heppinn með vinnukraft. Tveir menn, Páll Guðjónsson. verzlunarstjóri og Hilmar H. Svavarsson hafa unnið hér frá byrjun, svo að segja. Þeir hafa reynzt frábærlega vel og það er ekki sizt þeim að þakka, að verzlunin hefur gengið svo vel sem hún hefur gert. Vinnudagur hjá okkur er lang- ur. Við opnum klukkan 8 á morgnana og búðinni er lokað klukkan 6á kvöldin.samt liður oft langur timi, unz vinnu er lokið i búðinni. 1 kjötverzlun er mikið verk að ganga frá fyrir nótt, eða helgi. Það þarf að koma öllu, sem farið hefur úr skorðum, i önn dagsins, i samt lag aftur. Það þarf að laga i hillum og gluggum og setja vörur i kæli, eða frysti, svo að verzlunin sé vistleg og vel út-litandi, þegar hún verður opn- uð næsta dag. Gamalt hús endurbætt Kjötverzlun Tómasar Jónsson- ar hefur verið hér til húsa siðan árið 1917. Þetta er gamalt, litið hús. Við búum þvi við þrengsli i venjulegum skilningi þess orðs. Oft hefur verið talað um að reyna að stækka við sig, en á þvi eru miklir annmarkar. Eins og áður sagði,hefur þessi verzlun sinn stil, eins og allar góðar verzlanir eiga að hafa. Við erum þvi dálitið ihaldssamir á allt, sem horfir til grundv.allarbreylinga. En við höfum varið stórum fjárupphæð- um til að geta starfað hérna i hús- inu. A efstu hæðinni er eldhús, og þar eru lagaðir réttir, sem annað hvort eru sendir beint til kaup- enda, eða seldir í verzluninni i húsinu. Þetta er fullkomið, nýtizku eldhús og vinnslusalur og sama er i rauninni að segja um búöinaniðri. Gólf, veggir og loft. Allt hefur verið endurbætt i grundvallaratriðum, svo að halda megi uppi nauðsynlegum hreinlætiskröfum, og þannig mun vafalaust verða haldið áfram lengi enn. Svona verzlun er ekki hægt að fly.tja hvorki i aðra götu,. né annað húsnæði, án þess að eitthvaö glatist, sem við viljum varðveita. Viö gætum kannski aukið viðskiptin, en við fengjum aðra viðskiptamenn, og viö myndum sakna núverandi við skiptavina, og ef til vill myndu margir sakna okkar, ef við flytt- um burt, segir Garðar Svavarssson kaupmaður að lok- um' Jónas Guðmundsson. PIERPONT-úrin handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- oq karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- um. HELGi SIGURÐSSON úrsmiður Skóiavörðustígur 13 - Sími 1-1 1-33 IIVERFISGÖTU 103 YW-Seirdiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.