Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 3 sem vert var að skrifa um sögðu þeir báðir og þeir skrifuðu m.a.: Það fyrsta sem við heyrðum á járnbrautarstöðinni var þetta. — Sumir eru múhameðstrúar aðrir eru kristnir — en við erum Manchester United! — það er okkar trú! Aðeins þetta, og þetta sagði okkur nær allt, en þó skild- um við ekki tilganginn. En hvern- ig á annars að útskýra framkomu hundruð manna og kvenna á nær öllum aldri, þó flestir séu þó á milli 15 og 25 ára, sem með sér- stökum járnbrautarlestum eltir liðið sitt um allt England, þvi er ekki stjórnað af neinum og hefur ekki með sér neinn félagsskap. Útgjöldin eru oft æði mikil en þau koma samt ekki i veg fyrir að far- ið sé aftur og aftur i ferðalög á eftir meistara sinum og al- máttugi — Manchester United. Lögreglan fylgir hópnum eftir hvert sem hann fer Brezku járnbrautirnar vita hvað er að gerast þegar United á útileik og þær hugsa um sitt eins og aðrir. Vagnarnir sem eru sendir til að flytja fólkið frá Manchester til London eru úr flokki hinna mest útslitnu og verst meðförnu i öllu Englandi. Jafnvel I Afriku væru þeir taldir rusl. En United trúflokkurinn læt- ur það ekki aftra sér frá ferðinni. Okkur var tjáð að það sé ekki ráðlegt að fara með „United aukalestinni” það sé nær að fara með almenningslestinni ef við viljum halda lifi og heilsu. En þegar við stöndum fastir á þvi að fara með þessari lest, fáum við eina ráðleggingu i veganesti. Tönglist á þessari setningu alla leiðina „United is great”, þá má vera að þið sleppið lifandi. Við fórum að kaupa farseðlana á föstudagakvöldið fyrir leikinn. Klukkan var yfir ellefu, en samt voru á járnbrautastöðinni tugir unglinga, sem allir báru liti félagsins, rautt og hvitt. Annað, sem þeir áttu sameiginlegt var að þeir voru flestir að betla fyrir far- seðlinum, sem kostaði um 3 ster- lingspund fram og til baka. Þegar við töluðum við þá, kom i ljóst að þeir voru flestir úr úthverfum Manchester og höfðu margir farið að heiman snemma um daginn til að geta betlað fyrir farinu i ró og næði. Hvað segja foreldrar þinir við þessu? spurðum við einn 14 ára pilt. Ekkert, þetta er jú fyrir Manchester United! var eina svarið sem við fengum. Ferðin hófst klukkan tiu morguninn eftir. Við mættum timalega, en þegar við komum á stöðina voru þar samt fyrir hundruð ungmenna og heil her- deild af lögregluþjónum, sem unnu kappsamlega að þvi að leita á hverjum þeim, sem ætlaði i lestina. Þegar allir voru komnir um borð, stigu á milli 15 og 20 lög- regluþjónar upp i vagnana, sem voru 10 talsins, og tóku sér sæti meðal farþeganna eða stóðu og fylgdust vel með öllu sem fram fór. Augu þeirra hvildu mest á þeim yngri, en skiptu sér minna af þeim eldri, sem voru nokkuð út af fyrir sig. Það var hópur þeirra sem átti aura og sást það bezt á þvi óhemju magni ai' bjór og vini, sem þeir höfðu með sér, og byrj- uðu þegar að belgja i sig. A tilsetttum tima hófu hjól lestarvagnanna að snúast með hávaða miklum. Samstundis kvað við úr barka hinna fjöl- mörgu farþega „JOOO-NAAJ- TIIIID ” — - JOOO—NAAJ—TIIIID”. Þegar kuldahrollinn, sem leggur eftir bökum okkar við þessi hroðalegu en þó taktföstu öskur, hefur runn- iðalla leið niður i tær, skiljum við hvað um er að vera. Trúflokkur- inn er að ákalla guö sinn Man- chester United. Þau eru tilbúin að deyja fyrir hugsjón sína Á leiðinni er drukkið og sungið, sungið og drukkið og aftur sungið og drukkið. Sumir taka upp spil, aðrir fara að tala um leikinn eða einstaka leikmenn. En þeir sem tala, tala ekkert um annað en það sem viðkemur Manchester Unit- ed. Við sláum okkur niður hjá ein- um lögregluþjónanna og spyrjum hann, hvers vegna hann hafi leit- að á farþegunum og hvað hann hafi fundið. Hann brosir og segir: Að vopnum. Og hann bætir við. I þetta sinn tókum við aðeins 15 hnifa, nokkra rörbúta, yfir 30 greiður með sérstökum oddum, sem hafa verið slipaðir til, nokkra metra af keðjum, smávegis af hnúajárnum og um 50 stálkúlur, sem þeir nota til að kasta i leik- menn úr hópi andstæðinganna. Eftir þessa upptalningu hættir hann að brosa og segir. Við ger- um þetta fyrir þau. Þegar United leikur gilda engin lög lengur i þeirra augum. Þau eru tilbúin að deyja fyrir félagið og svifast einskis ef einhver mælir eða gerir eitthvað gegn þvi. Þess vegna tökum við frá þeim allt sem getur verið hættulegt i höndunum á þeim. En um næstu helgi hafa þau keypt sér eða útbúið nýja hnifa, járnbúta, hnúarjárn eða stálkúl- ur. Við eigum orðið safn, sem gæti sómt sér vel i hvaða striði sem væri, sem við höfum tekið af þeim. Og þannig mun það vera um flestar aðrar lögreglustöðvar á Englandi. Við tökum einn úr hópnum tali. Hann hefur þegar lokið við góðan skammt úr vodkaflösku og er bæði óstöðugur á fótunum og ekki sem bezt stöðugur i tali. Við spyrjum hann hvort hann hafi lát- ið sér detta i hug að skipta um „trú”. Hann starir á okkur i fyrstu, og við þorum ekki annað en að þylja „United is great”. Tony, kallar hann. Tony! — Inn kemur stór og mikill rumur. Þeir tala saman og sá fyrri bendir á okkur. Rumurinn fer úr jakkan- um og skyrtunni, og ný lýst okkur ekki á blikuna. En hann gerir ekkert, sýnir okkur aðeins handleggina á sér, sem allir eru úttattóveraðir. Myndirnar eiga það allar sam- eiginlegt, að vera tengdar United. Skiljið þið nú af hverju viö yfir- gefum aldrei United, s§gir hann. Við erum United og United er við. Siðan rekur hann upp striðsöskrið mikla og nú eru enn hærra en áð- ur og allir taka undir ...„JOOOOO—NAAAAJ—I- IIIIIID”. 16 fluttir á sjúkrahús— og það þykir lítið Lestin kemur til Victoria Stadi- on og þaðan á að halda með ann- arri lest til Selhurst Park, leikvöll Chrystal Palace. Á brautarstöð- inni er heil móttökusveit. Lög- regluþjónar með kylfur á lofti og þeir nota þær óspart til að koma hópnum á réttan stað. Með bar- smiðum og látum er hópnum haldið i skefjum og honum komið i rétta lest. Sumir hafa fengið slæm högg, en þeir láta það ekki á sig fá, bölva bara þessum lög- regluþjónum i London og siðan öllu er viðkemur Chrystal Palace. Frá brautarstöðinni i Selhurst og til Selhurst Park eru fiOO metr- ar. A leiðinni er bjórstofa og þangáð inn fer stór hluti af hópn- um. Kráareigandinn fórnar hönd- um og með hræðslublik i augun- um byrjar hann að afgreiða Man- chester-búana. Hann hendist á milli með bjór og vin og hann þakkar sinum sæla þegar allir halda út aftur. Hann veit hvað getur gerzt, ef eitthvað fer úr- skeiðis hjá honum. Hann er úr hópi stuðningsmanna Chrystal Palace, og svona hópur getur jafnað krá eins og hans við jörðu á nokkrum minútum. Selhurst Park tekur um 46.000 manns. 1 þetta sinn eru áhorfend- urnir 37.000. Lögregluþjónarnir hamast við að reyna að koma United-áhangendunum á einn og sama stað. Þá er minni hætta á ólátum. Þeir nota óspart kylfurn- ar og margir verða fyrir höggum eða troðast hálfpartinn undir. Sumir slasast illa þegar þeir reyna að svara á móti með þeim vopnum, sem ekki fundust á þeim við leitina. Ungir stuðningsmenn Chyrstal Palace „hjálpa” lög- reglunni við að koma aðkomu- mönnunum á réttan bás og það er ekki til að bæta andrúmsloftið. Slagsmál brjótast út og þeir sem meiðast eru teknir og fluttir á „The St. John Ambulance Brigade. Við tölum um það við lækninn, sem segir okkur að hann hafi flest fengið 86 slasaða i sam- bandi við einn leik, þar af suma mjög illa slasaða. Hann spáir þvi, að i þetta sinn fái hann ekki nema milli 10 og 20. Þetta ætti ekki að verða sem verstur leikur. Það sé verra þegar lið frá London mæt- ast innbyrðis. Hann fer nálægt spánni sinni. Hann fær 16 slasaða i hendurnar. Flestir eru með skurði á höfði eftir högg með ein- hverju járni eöa öðrum álika hlut. Þetta gerist á hverjum laugardegi og vekur enga athygli. Leikurinn hefst kiukkan þrjú. Hávaðinn er ærandi, en þó fylgir þessu eitthvað sérstakt andrúms- loft, sem maður getur ekki annað en dáðst að. Við heyrum hávað- ann og sönginn i samferðarmönn- um okkar, en þeir eru auðveld- lega kveðnir i kútinn af hinum. Þeir eru lika fleiri, en þrátt fyrir það gefast okkar menn ekki upp. Aftur og aftur reisa þeir rödd sina og ákalla guðinn, sem á fulltrúa i rauðum peysum og hvitum bux- um á vellinum. Fram.á bls,39 H 8®k | BPTl Hinn fullkomni PlUl^tOl hljómur © KARNABÆR Laugavegi 66 Vinsælustu plöturnar: Ný plata með lcecross Led Zeppelin House of the Hyle Slade Slayed Slade Alive Moody Blues Seventh Sojourn Free Heart breaker The Sensotional Alex Harvey Band Litlar vinsælar plötur: Lobo I 'd love you to want me Carly Simon You are so vain David Bowie Ziggy Stardus Wihgs Hi-Hi-Hi- Manana Because I love you Roxy Mucik Pyjamarama Slade Cum on fell the hoize Focus Sylvia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.