Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 8. april 1973. TÍMINN 31 mmmmmmmmmmmmm/mmmmmmmmmmmmmmmmmm Dæmigerð mynd frá HM-keppninni I Svlþjóð. Myndin var tekin eftir að Pele skoraði markið gegn Wales. Hann sést hér kasta sér yfir knöttinn I marki Wales. Aðrir á myndinni eru Garrincha og Zagalo, núver- andi þjálfari brasillska landsliðsins. Heimsmeistararnir fagna sigri f Sviþjóð. Pele sést grátandi I fanginu á markverðinum Gylmar. Aðrir á myndinni eru Djaima Santos, Oriando og Didi. sigruðu þá 3:1. 1 leiknum fékk Pele að kenna á þvi að vera talinn bezti knattspyrnumaður i heimi. Strax i upphafi leiksins varð hann tvivegis með stuttu millibili fyrir grófri meðferð — það var hrein- lega sparkað undan honum löppunum. I slðara skiptið var sparkið, sem hann fékk, svo al- varlegt, að hann var ekki hálfur maður eftir að gert var að meiðsl- um hans. Kenndu landsliðs- þjálfaranum um tapið Þegar fréttist um tap Brasiliu gegn Portúgal, ætlaði allt vitlaust að verða I Brasiliu. Fólk hópaðist saman á götum Rio og Hrópaði: „Við viljum ná I Feola — hann skal ekki sleppa lifandi”. Feola landsliðsþjálfari var hataður i heimalandi sinu. Þeir voru fljótir að gleyma i Brasiliu. Feola var þjóðhetja eftir að hafa stjórnað liði sinu til sigurs 1958 og 1962. Stuttu siðar kom upp óþekkt teg- und af inflúensu i Brasiliu. Þessi pest var kölluð „Feola-pestin”, eftir óvinsælasta manni landsins, landsliðsþjálfaranum. „Leik ekki aftur i HM-keppni”, sagði Pele Pele var ekki ánægður með móttökurnar, sem hann fékk hjá Vonsvikinn gengur Pele af Goodi- son Park eftir tapið gegn Portú- gai. Eins og sést á myndinni, þá er hann með reifaðan hægri fót. Aður en hann gekk af leikveili, skipti hann á peysum við Eusebio. portúgölsku leikmönnunum. Það er ekki nema von i hvert skipti, sem hann var með knöttinn, hugsuðu þeir meira um að sparka i lappirnar á honum, heldur en að sparka i knöttinn. Eftir leikinn sagði Pele, að hann skyldi aldrei leika aftur I heimsmeistara- keppninni i knattspyrnu. Hann ætlaði sér ekki að veröa skotskifa I framtiöinni. Pele sannaði hver væri beztur Eftir heimsmeistarakeppnina i Englandi 1966 var Eusebio, hinn snjalli leikmaður Portúgal, kos- inn bezti knattspyrnumaður keppninnar, og margir töldu hann arftaka Pele. Esebio var kallaður „svarta perla” Evrópu. En hin eina og sanna „svarta perla”, Pele, sannaði það aðeins mánuði eftir heimsmeistarakeppnina, að hann var ókrýndur konungur knattspyrnunnar. Pele og Euse- bio mættust með liðum sinum, Benefica frá Portúgal og Santos frá Brasiliu, i keppni, sem háð var i New York. Pele sýndi þá frábæran leik, og Brasiliumenn sigruðu með miklum yfirburðum 4:0. Pele skoraði tvö stórglæsileg mörk i leiknum. Uppistaðan úr portúgalska landsliðinu, sem sigraði Brasiliu i HM, var úr Benefica — Eusebio og Co. Má þvi segja, að Brasiliumenn hafi feng- iö smáhefnd fyrir tapið I heims- meistarakeppninni. Pele stungið i steininn! Santos-liðiö, sem Pele leikur með, er eitt frægasta knatt- spyrnulið heims. Liðið er mjög eftirsótt, og þvi er boðið að leika alls staðar i heiminum. Eitt sinn, þegar það var á keppnisferðalagi um Suður-Ameriku, komst það heldur betur i heimsfréttirnar. öllum leikmönnum liðsins var stungið i steininn og þeir látnir dúsa i fangelsi. Santos var að leika gegn úr- valsliði Columbiu. Um miðjan siðari hálfleik mótmæltu leik- menn Santos marki, sem Colum- biu-liðið skoraði. Var átrúnaðar- goð Brasiliumanna þar fremstur i flokki. Ætlaði þá dómarinn að visa Pele út af. Skipti þá engum togum, að leikmenn Santos um- kringdu dómarann og gerðu að- súg að honum. Særðist hann i andliti og varð að yfirgefa völl- inn. Annar dómari kom i hans stað, og lauk leiknum með sigri Santos 4:2. Þegar leiknum lauk, voru leik- menn Santos handteknir, þvi að dómarinn, sem varð fyrir árás- inni, kærði þá. Voru þeir settir i varðhald og sluppu ekki fyrr en eftir nokkra tima — þá höfðu þeir allir undirritað afsökunarbeiðni til dómarans og áhorfenda. Pele fékk ”á’ann”! Þegar landslið Suður-Ameriku leika innbyrðis, koma oft fyrir miklir slagsmálakaflar I leikjun- um. Eitt sinn léku landslið Brasi- liu og Perú leik I Lima, höfuöborg Perú. Þá brutust út geysileg slagsmál út af þvi, að einn leik- maður Perú rotaði einn leikmann Brasiliu fyrir það, að hann náði knettinum af honum á ómjúkan hátt. „Rotarinn” fékk að yfirgefa völlinn, og sá, sem rotaðist, var borinn út af. Einum leikmanni Perú, Mifflin að nafni, likaði þetta ekki, hann réðist á Pele og gaf honum einn „á’ann”. Við það hófust mikil slagsmál, sem stóðu yfir i 24 min. Pela þakkaði fyrir kjaftshöggið með þvi að senda knöttinn þrisvar i netið i leiknum, sem lauk með sigri Brasiliu 5:2. Pele rekinn út af Nokkrum sinnum hefur Pele látið skapið hlaupa með sig i gön- ur. Einu sinni þurfti lögreglan að koma honum af leikvelli. Hann var að leika gegn Atleticó, þegar markvörður henti sér fyrir lappirnar á honum og hélt honum. Pele varð vondur og réðist á markvörðinn. Dómari leiksins visaði honum út af fyrir þetta brot. Pele fór úr peysunni og henti i dómarann I andmælaskyni. Kom þá til mikilla átaka svo að lögregl an þurfti að skakka leikinn. Þeg- ar Pele gekk af leikvelli, trylltust áhorfendur af bræði, og dómarinn þurfti lögregluvernd til að komast af leikvellinum. Mikill fögnuður, þegar Pele skoraði sitt 1000. mark Aldrei hafa heyrzt eins mikil fagnaðaróp á Macaba leikvangin- um i Rio, sem er stærsti leikvang- ur i heimi, eins og i nóvember 1969. Peie náði þá langþráðu marki, hann skoraði 1000. markið sitt sem atvinnumaður. Þetta skeði I leik Santos gegn Vasco de Gama. Santos hafði undir i hálf- leik 1:0. 1 síðari hálfleik var dæmd vitaspyrna á de Gama. Ahorfendur hrópuðu þá i kór: „Pele skori, Pele skori”. Hann framkvæmdi spyrnuna, plataði markvörðinn og skaut öruggu skoti i vinstra hronið, mark- vörðurinn kastaði sér I hægra hornið. Allt ætlaði um koll að keyra — þjóðardýrlingurinn skor- aði 1000. markið sitt. Ahorfendur þustu inn á völiin og báru Pele um á Gullstóli. Gera varð langt hlé á leiknum, og lögreglumenn komu Pele til hjálpar, áður en áhorf- endur hreinlega rifu fötin utan af honum. Þessi atburður vakti þjóöarathygli og gleði I Brasiliu. Það var brugðizt fljótt við og gef- ið út frimerki I tilefni afreksins. „Konungur knattspyrn- unnar” 1 febrúar 1970 vár Pele sæmdur nafnbótinni „konungur knatt- spyrnunnar” eftir knattspyrnu- leik I Santiago. Hann var krýndur með kórónu, sem var gerð úr gulli og silfri einnig voru I henni mjög sjaldgæfir steinar. Djásniö var metið til fjár á 13 þúsund dali. Santos sigraði Santiago-liðið stórt 7:0. Pele skoraöi þrjú -mörk og átti heiöurinn af hinum fjórum. ,, Landsliðs jálfarinn féll fyrir Pele” Eftir ófarirnar i HM-keppninni i Englandi 1966 gat Feola lands- liðsþjálfari ekki látiö sjá sig i heimalandi sinu mánuðum sam- an. Eftirmaður hans, Moreira, virtist ætla að vera farsæll I starfi — en hann fékk mikla gagnrýni frá iþróttafréttaritaranum Saldanha. Hann gagnrýndi Mor- eira lengi og ákaft, unz hann var að lokum sjálfur settur i sæti hans, þótt ekki hefði hann þjálf- araréttindi. Saldanha gerðist mjög djarfur þegar hann setti Pele i varaliðið. Pele lagði ekki niður skottiö — hann átti sterka bandamenn. öll þjóðin reis upp, þegar átrúnaðargoðið var sett út úr brasiliska landsliðinu og jafn- vel forseti landsins varð að gripa i taumana. Zagalo, vinstri útherji brasiliska liðsins I HM-keppninni Framhald á bls. 23 Sniildarleg aukaspyrna Pele gegn Búlgarfu I HM 1966, sést hér á leiöinni I netið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.