Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 8. april 1973 TÍMINN 33 Don Corleone ásamt sonum sinum þrem. fékk hin eftirsóttu verðlaun, sem móður hennar Judy Garland, tókst aldrei að fá, enda þótt hún væri eitt sinn útnefnd. Faðir Lizu er hinn kunni Hollywood-kvik- myndaleikstjóri Vincent Minelli. Judy Garland lézt i London árið 1969, eftir að hún hafði tekið inn of mikið af eiturlyfjum, af slysni. Hún sagði eitt sinn um dóttur sina, Lizu: ,,Ég held, að hún hafi ákveðið þegar i móðurkviði, að gerast mikil kvikmyndaleikkona. Hún sparkaði svo mikið”. Liza Minelli kom fyrst fram i einni af myndum móður sinnar, er hún var aðeins 2 1/2 árs gömul. Sautján ára fór hún með aðalhlut- verkið i söngleik i New York. Fyrsta hlutverk hennar i kvik- myndum var árið 1968, er hún lék ástsjúku unglingsstelpuna Pookie i samnefndri mynd. Fyrir það hlutverk var hún einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna (1969), en fékk þau þó ekki. Og nú fær hún sem sagt Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sina á kabaretsöngkonunni Sally Bowles i Cabaret. Þessi mynd hefur gert geysilega lukku um allan heim siðustu mánuðina, og innan skamms verður hún sýnd hér i Hafnarbiói. Norska kvikmyndaleikkonan Liv Ullmann (hefur leikið i mörg- um myndum Ingimars Bergman) var útnefnd til verðlauna fyrir bezta kvenhlutverkið, fyrir túlk- un hennar i myndinni Ctflytjend- urnir (i islenzkri þýðingu „Vesturfararnir”), sem er sú fyrri af tveim myndum, sem gerðar hafa verið eftir skáldsögu Vilhelms Bobergs um búflutninga Svia til N-Ameriku á siðustu öld. En Liza „rændi” sem sagt verð- laununum af Liv, og má ætla, að margir Norðurlandabúar og fleiri séu ekkert alltof hýrir yfir. Þetta er i annað sinn, sem Marlon Brando fær Óskarsverð- laun fyrir bezta karlmannshlut- verk ársins. í fyrra skiptið var það fyrir túlkun hans i myndinni On The Waterfront.fyrir 19 árum. Það bjuggust flestir við, að Brando fengi verðlaunin i þetta sinn fyrir túlkun sina i Godfather, en sú mynd hefur á aðeins einu ári slegið öll sýningamet. Hann er i dag 48 ára gamall og virðist ört hækkandi stjarna ,,á himni kvik- myndanna”. Nú siöast hefur hann slegið i gegn fyrir túlkun sina á ameriska, miðaldra eklinum i hinni geysidjörfu mynd Siðasti tangó i Paris (Last Tango in Paris),þar er hann leikur á móti kroppfagurri stúlku, Maria Schneider. (Stp. tók saraan.) Cr beztu mynd ársins 1972 (aö dómi Óskarsverðlaunanefndar), „The Godfalher”. Og hér sjást feðgar i þungum þönkuin, sjálfur Guð- faðirinn, Don Corleone og sonur hans og eftirlæti Michael. Fyrir hlut- verk sitt sem Guðfaðirinn fckk Marlon Brando Óskarsverölaunin 1972 sem bezti karlleikarinn I aðalhlutverki. (En liann hafnaði þeim) Michael lék ungur leikari, Al Pacino, aldcilis snilldarlega, svo að skugga brá á sjálfan Brando á köflum. V'akti það furðu margra, að Pacino skyldi ekki fá Óskarinn fyrir aukahlutverk. Hann var þó út- nefndur til þess. Guðföðurfjölskyldan að snæðingi mmrnmmmmmmmm Páskaegg fyrir fjölskylduna: Skióaferó meó Flugfélagi Islands tíl Akureyrar og ísafjaróar Bjóðum hjónum, fjölskyldum, námsmönnum og hópum sérstök vildarkjör. Kynnið yður sérfargjöld Flugfélagsins. Allar upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar og Flugfélagið. ^WFLUGFÉLAG ÍSLANDS 'Sm' b.lÓNIIRTA - HRAFll - bZPrtlKini

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.