Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 4
4 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Indverjum fjölgar mest samkvæmt nýrri mannfjöldaspá: Kínverjar verða ekki fjölmennastir BANDARÍKIN, AP Kínverjar verða ekki lengur fjölmennasta þjóð veraldar þegar öldin er hálfnuð ef ný spá um fólksfjöldaþróun geng- ur eftir. Samkvæmt henni fjölgar Kínverjum um hundrað milljónir á tímabilinu og verða 1,4 milljarð- ar árið 2050. Indverjum fjölgar hins vegar mun meira eða um hálfan milljarð og telja 1,6 millj- arða um miðja öldina samkvæmt spánni. Íbúum Nígeríu mun fjölga hvað mest hlutfallslega. Talið er að þeim fjölgi úr hundrað milljón- um í 300 milljónir á tímabilinu. Samkvæmt því yrði Nígería fjórða fjölmennasta vanþróaða ríkið, með litlu færri íbúa en Indónesía, sem verður áfram í þriðja sæti. Almennt mun íbúum ríkari landa heims fækka á næstu ára- tugum samkvæmt spánni. Það er þó ekki algilt. Japönum mun fækka um fimmtung fram til 2050 en Bandaríkjamönnum mun fjölga um rúm fjörutíu prósent á sama tíma og telja rúmar 400 milljónir samkvæmt spánni. Spáin var gerð af bandarísku samtökunum Population Reference Bureau. Tekið er fram að íbúum þróunarríkja kunni að fjölga enn frekar ef lækning finnst við alnæmi og ungbarnadauði minnkar. ■ Flóðið ruddi öllu á undan sér í Boscastle Bílar, tré og jafnvel hús urðu að láta undan þegar mikið og óvænt flóð skall á enska bænum Boscastle. Fimmtán manns er saknað og fjölda manns þurfti að flytja brott með þyrlum. BRETLAND Gríðarleg rigning hleyp- ti af stað flóðum sem settu allt á annan endann þegar þau ruddust um götur enska bæjarins Boscastle í Cornwall. Fimmtán manns var saknað í gær og hafði ekkert heyrst til þess. Lögregla hélt þó í vonina um að fólkið hefði farið í ferðalag án þess að láta nokkurn vita. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði ferðalangurinn Wayne Grundy við fréttastofu Sky. „Regnið helltist niður og breytti götunum í fljót. Bílarnir byrjuðu að fljóta niður aðalgötuna og það- an út á haf. Ég sá meira að segja flutningabíl og tvo bíla skolast yfir brú,“ bætti hann við. Fjölda fólks þurfti að flytja á brott með þyrlum. Fólk hafðist við á ólíkustu stöðum. Sumum var bjargað úr bílum, öðrum af þök- um húsa sinna og enn öðrum úr trjám. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús, sumir þjáðust af of- kælingu en einhverjir urðu fyrir beinbrotum. Talið er að flóðaldan sem skall á bænum hafi náð a.m.k. eins metra hæð og meira en 60 kíló- metra hraða. Það dugði til þess að flóðið hreif með sér bíla og tré og skemmdi fjölda húsa, sum svo mikið að í þeim verður vart búið aftur. Margir íbúar voru fluttir á brott og fá ekki að snúa aftur fyrr en í fyrsta lagi í dag þegar athug- að hefur verið hvort húsin í bæn- um séu íbúðarhæf. Óhætt er að segja að rignt hafi eins og hellt væri úr fötu. Rign- ingin mældist 60 millimetrar á að- eins tveimur klukkutímum. Samkvæmt fréttastofu sjón- varpsstöðvarinnar Sky er talið að flóðið hafi borið 50 bíla út í sjó. Þess utan skemmdust og eyðilögð- ust fjölmargir bílar þegar flóðið hrifsaði þá með sér. Sums staðar mátti sjá hvern bílinn ofan á öðr- um þar sem flóðið hafði skilið við þá. Fjölmennt björgunarlið mætti á vettvang til að hjálpa heima- mönnum. Þar var meðal annars að finna líkfundarsveit. „Við vonum að við þurfum ekki að nota hana,“ sagði lögregluforinginn Baxter Provan. „Þetta var hræðilegt nótt,“ sagði hóteleigandinn Ruth Watson við fréttamenn BBC. Hún býr í efri hluta bæjarins og hafði mikl- ar áhyggjur af þeim hluta hans sem neðar liggur. „Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt þar. Hnull- ungar ultu niður götuna, tré og bókstaflega hvað sem var. Helm- ingurinn af görðum fólks var fast- ur í skorningum,“ sagði hún. ■ Smábátaútgerðir: Fjórtán áfram með sóknardaga SJÁVARÚTVEGUR Fjórtán smábátar verða áfram í sóknardagakerfinu á næsta fiskveiðiári, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Gafst út- gerðum smábáta tækifæri til að skipta úr því kerfi fyrr í vor og raunin er sú að langflestir kusu þann kostinn að fara yfir í afla- markskerfi í stað sóknardaga. Hafa þessir fjórtán aðilar því sem fyrr 18 daga á næsta fiskveiðiári til veiða en hlutdeild sóknardaga- báta í heildaraflamarki verður tæp fimm prósent. ■ Eiga stjórnvöld að fara með Sval- barðadeiluna fyrir alþjóðlega dómstóla? Spurning dagsins í dag: Á að lækka skatta á áfengi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 29,7% 70,3% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Neyslan vex: Stóraukin áfengissala VIÐSKIPTI Sala á áfengi jókst um sautján prósent, á föstu verðlagi, á milli júlí 2003 og júlí 2004. Al- mennt var sala á dagvörum tæp- lega sjö prósentum hærri en í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Samtök- um verslunar og þjónustu segir Brynjar Steinarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samkaupa, að hugsanlega hafi smásala aukist vegna veðurblíðunnar. Hann segir að svo virðist sem fólk leyfi sér meiri munað og kaupi dýrari mat þegar veðrið sé gott. ■ Átta leiddir fyrir rétt í London: Ákærðir fyrir hryðjuverk LONDON, AP Átta grunaðir hryðju- verkamenn hafa verið ákærðir fyrir samsæri um morð og önnur hryðjuverk. Tveir þeirra voru ákærðir fyrir að hafa undir hönd- um njósnagögn um fjármálastofn- anir í New York, Washington og New Jersey í Bandaríkjunum. Ní- undi maðurinn var handtekinn fyrir ólöglega vopnaeign. Breska lögreglan handtók mennina átta fyrir tveimur vikum. Handtökurnar fylgdu í kjölfar að- gerða pakistönsku lögreglunnar. John Aschroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að þar- lend yfirvöld kynnu að ákæra mennina. Einn hinna handteknu er sagð- ur vera meiriháttar aðgerðastjóri al-Kaída hryðjuverkahreyfingar- innar. Sá gengur undir nöfnunum Abu Eisa al-Hindi og Abu Musa al- Hindi. Hann er grunaður um að tengjast eftirliti með bandarísk- um fjármálastofnunum vegna hugsanlegra árása. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að nota efnavopn og sprengjur til árása á fólk. ■ SCHRÖDER-HJÓNIN Ættleiddu þriggja ára rússneska stúlku. Kanslarahjón: Schröder ættleiðir ÞÝSKALAND, AP Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og eiginkona hans Doris hafa ættleitt þriggja ára gamla rússneska stúlku, að sögn þýskra dagblaða. Bild og Süddeutsche Zeitung greindu frá því í gær að ættleið- ingin hefði átt sér stað fyrir nokkrum vikum. Stúlkan heitir Viktoría og býr á heimili þeirra hjóna í Hannover. Fyrir eiga þau hjón þrettán ára dóttur. Starfsmenn kanslarans neituðu að staðfesta fregnina og vísuðu til réttar hans til einkalífs. ■ LÖGREGLUMENN Á VERÐI Frestur til að kæra meintu hryðjuverkamennina rann út í gær. Í INDVERSKUM SKÓLA Indverjum fjölgar um hálfan milljarð á tæpri hálfri öld ef ný spá um fólksfjölda- þróun gengur eftir. BJARGAÐ Í ÞYRLU Mörgum þurfti að bjarga loftleiðina. Þyrlur sóttu fólk á þök, í bíla og tré. ALLT Á KAFI Í AUR Flóðið bar með sér bíla og aur. Tugir bíla eru grafnir í aurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.