Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 10
VAÐIÐ Í ISTANBÚL Úrhelli hefur verið í Tyrklandi undanfarna daga sem hefur valdið flóðum. Hundruð hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 10 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR VEIÐI „Við verðum að meta stöðuna eftir veiðitímann og sjá hvaða endi málið fær,“ sagði Áki Ár- mann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfis- stofnunar, eftir heimsóknir til bænda á hreindýrajörðum á Aust- urlandi. Landeigendur á veiðisvæði 9 hafa viljað fá hærri arðgreiðslur vegna beitar dýranna, svo og hærri felligjöld sem greidd eru fyrir hvert fellt dýr. Því hefur rík- ið hafnað á grundvelli ríkjandi reglna. Landeigendur hafa þá gripið til þess ráðs að loka jörðum sínum fyrir veiðiskap. Það hefur skapað hættu á að dýrin leiti yfir í Öræfin, sem þykir afar slæmt vegna búfjársjúkdóma. Áki Ármann sagði að ef um- ræddir bændur heimiluðu ekki veiðar yrði að taka ákvörðun eftir veiðarnar í haust. Stór hluti dýr- anna gengi á Flateyjarjörðinni á veiðitímanum, en bóndinn þar bannaði veiðar. Þótt dýrin gengju þarna á veiðitímanum færu þau um og ættu beitarhaga á öðrum jörðum. Það væri því útilokað að Flateyjarbóndi ætti tilkall til hærri arðgreiðslna en aðrir hrein- dýrabændur, enda bryti það gegn öllum settum reglum. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Útvegurinn er að tapa á veiðum á ýmsum tegundum og þá er eðlilegt að þær tegundir séu minna veiddar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. Samkvæmt tölum Fiski- stofu um heildarafla íslenskra skipa það sem af er árinu er hann 150 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þúsundir tonna eru enn óveiddar þrátt fyrir að að- eins séu tvær vikur eftir af fisk- veiðiárinu. Friðrik bendir á rækjuveiðar máli sínu til stuðnings en enn eru óveidd tæp tíu þúsund tonn af út- hafsrækju. „Verðið á rækju fór langt niður í vetur og því hættu margir veiðum eða minnkuðu þær enda tap fyrirsjáanlegt. Lágt verð á mörkuðum hefur mikið með þetta að segja.“ Í tölum Fiskistofu kemur fram að mestur er samdráttur- inn í uppsjávarafla. Hann er 147 þúsund tonnum minni en árið á undan en samdráttur er einnig talsverður í öllum helstu tegund- um skel- og krabbadýra. Þá veiðist og minna af flatfiski en botnfiskaflinn jókst um átta þúsund tonn. Heildaraflinn fram til ágúst nam 1,2 milljónum tonna. ■ ■ ATVINNUMÁL NÁMSKEIÐ VINNUEFTIRLITSINS Námskeið fyrir öryggistrúnaðar- menn og öryggisverði hefjast að nýju í september, að því er segir á vef Vinnueftirlitsins. Þar segir að kjörnir öryggistrúnaðarmenn og skipaðir öryggisverðir skuli lög- um samkvæmt sækja fræðslu í vinnuvernd. „Vinnueftirlitið býð- ur upp á tveggja daga námskeið þar sem farið er yfir alla helstu málaflokka í vinnuumhverfi starfsmanna,“ segir á vefnum. LANDSBYGGÐIN LIFI 28. til 29. ágúst fer fram byggðaþing sam- takanna Landsbyggðin lifi, að Hólum í Hjaltadal. Þinginu er sagt ætlað að mynda tengsl milli óháðra áhugamannafélaga sem vinna að eflingu landsbyggðar- innar og auka samvinnu í fram- faramálum dreifbýlisins. Dag- skrá þingsins er aðgengileg á www.landlif.is. SKULDUG KÚABÚ Í samantekt Bændasamtaka Íslands á niður- stöðum búreikninga kúabúa á síð- asta ári kemur fram að eigið fé kúabúa er neikvætt og skuldir um 25 milljónir á hvert kúabú. Samanburðargrunnurinn byggir á 139 búreikningum kúabúa. ■ BITLAUSAR AFLAKLÆR Fiskafli Íslendinga dregst umtalsvert saman milli ára. Orsökin er að hluta til lágt verð á mörkuðum. Samdráttur í heildarafla íslenskra skipa: Tap á vinnslu einstakra tegunda Barist gegn glæpagengi: Níu látnir í áhlaupi RIO DE JANEIRO, AP Níu manns hafa verið skotnir til bana í áhlaupi lög- reglu á meintan íverustað glæpa- gengis í brasilísku borginni Rio de Janeiro. Glæpagengið er meðal annars sakað um að hafa orðið presti að bana. Þrír voru drepnir í skotbar- daga snemma á mánudag en þá höfðu sex þegar látið lífið. Þrír lögreglumenn særðust í áhlaup- inu. Einnig var gerð húsleit í íverustaðnum og fundust ýmsar tegundir vopna. ■ HREINDÝRAVEIÐAR Hreindýrin eru á ferð og flugi yfir sumartímann og leita sér þá haga á víðu svæði. Lokun bænda á hreindýraveiðar: Ákvörðun eftir veiðitímann Myrt stúlka: Upplýsti eigið morð BELGÍA, AP Smáskilaboð sem átján ára belgísk stúlka sendi föður sín- um rétt áður en hún var myrt urðu til þess að upp komst um morðingja hennar. Faðir stúlkunnar var á ferða- lagi þegar hún var myrt og sá skilaboðin ekki fyrr en degi síðar. Í þeim sagði stúlkan að kærasta föður síns væri að myrða sig. Fað- irinn hafði strax samband við lög- regluna, sem handtók konuna og 23 ára son hennar. Þau hafa viður- kennt að hafa framið morðið en segja ekki til um ástæður þess. SYNDIR FÖÐURINS Fortíð föður Shin Ki-nam, leiðtoga Uriflokksins sem er við völd í Suður- Kóreu, kemur nú í bakið á stjórnmála- manninum. Í ljós hefur komið að faðirinn vann með Japönum meðan þeir hernámu Kóreuskaga. Stjórnarandstæðing- ar krefjast nú afsagnar Shin. AFTUR TIL VIÐRÆÐNA Kínversk stjórnvöld þrýsta á Norður- Kóreumenn um að halda áfram viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang. Norður- kóresk stjórnvöld sögðust nýlega ekki geta tekið þátt í slíkum við- ræðum því Bandaríkin hefðu ekki áhuga á raunverulegum samningaviðræðum. FRAMBJÓÐANDI HANDTEKINN Stjórnmálamaður frá Hong Kong, Ho Wai-to, var handtekinn í Kína og ákærður fyrir að hafa mök við vændiskonu. Ho neitar sök og halda sumir lýðræðissinnar því fram að kínversk stjórnvöld hafi handtekið hann til að koma í veg fyrir framboð hans í kosningum í næsta mánuði. ■ ASÍA Vopnin skiptimynt í fíkniefnaviðskiptum Lögreglan í Hafnarfirði hugðist fara fram á húsleit í sama húsi og lög- reglan í Reykjavík fann fjölda vopna og skotfæra í fyrrinótt. Vopnin voru þýfi sem notuð höfðu verið í fíkniefnaviðskiptum. LÖGREGLA Mikill fjöldi vopna og skotfæra fannst við húsleit í Reykjavík í fyrrinótt. Þrír menn um tvítugt voru handteknir. Vopn- in reyndust vera þýfi, mörg úr innbroti í heimahúsi í Garðabæ. Tveir menn, þeir sem brutust inn í húsið í Garðabæ, voru í haldi lög- reglunnar í Hafn- arfirði í fyrrinótt þegar vopnin fundust. Þre- m e n n i n g a r n i r höfðu tekið við vopnunum hjá innbrotsþjófunum vegna fíkniefna- viðskipta. Á heimili eins þremenninganna sem voru hand- teknir í framhaldi af húsleitinni fundust tvær af- sagaðar haglabyssur, 22 kalibera riffill, öxi, kasthnífur, fimm aðrir hnífar, hamar, kylfur og sverð auk hundraða skothylkja. Ein kylf- anna var búin til úr girðingastaur. Lögreglan í Reykjavík fram- kvæmdi húsleitina í fyrrinótt en til stóð að lögreglan í Hafnarfirði myndi gera húsleit í sama húsi í gærmorgun. Algjör tilviljun var að málin sköruðust og unnu lög- regluembættin í sameiningu við að leysa málið. „Við ætluðum að fá húsleitarúrskurð í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun og leita í þessu sama húsi. Við vorum með tvo menn í haldi vegna málsins,“ segir Gísli Þorsteinsson, lögreglu- fulltrúi í Hafnarfirði. Gísli segir að byssunum þremur hafi verið stolið í innbrotinu í Garðabæ auk annarra vopna. Vopnunum var stolið í innbrotum víða á höfuð- borgarsvæðinu, mörgum í inn- brotinu í Garðabæ. Mennirnir sem tóku við vopn- unum eru fæddir árin 1985, 1982 og 1981. Þeir hafa lítið sem ekkert komið við sögu lögreglu áður. „Það er sérstakt að finna svo mikið af vopnum hjá einstakling- um sem við þekkjum ekki. Aðgerð lögreglu hafði frekar stuttan að- draganda,“ segir Karl Steinar Valsson hjá lögreglunni í Reykja- vík. Í fyrstu voru höfð afskipti af tveimur mannanna sem voru í bíl í Lágmúla. Í framhaldinu var fengin heimild til húsleitar hjá öðrum þeirra. Þriðji maðurinn var staddur í íbúðinni þar sem vopnin fundust. hrs@frettabladid.is ,,Það er sérstakt að finna svo mikið af vopnum hjá einstakling- um sem við þekkjum ekki. VOPNABÚR Skotvopn, barefli og hnífar voru meðal þess sem fannst í húsleitinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.