Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 54
ÓLYMPÍULEIKAR Ragnheiður Ragnars-
dóttir er 19 ára Garðbæingur sem
er kominn á sína fyrstu ólympíu-
leika. Það leynir sér ekki þegar
fylgst er með Ragnheiði á æfingu
að hún nýtur þess í botn að vera
komin til Aþenu.
„Það er ekkert smá frábært að
vera komin hingað. Þetta er ekk-
ert smá stórt eitthvað og aðstaðan
alveg stórkostleg og þetta er bara
æðislegt,“ sagði Ragnheiður með
glampa í augunum og nokkuð ljóst
að hún meinti hvert orð.
„Þetta er ekkert líkt því sem ég
átti von á. Ég var búin að búast við
einhverju stóru og flottu en þetta
er enn stærra en ég gerði mér
vonir um. Ég er mjög ánægð með
allt hérna.“
Ragnheiður syndir fyrir Sund-
félag Hafnarfjarðar en samhliða
sundinu stundar hún nám á fata-
hönnunarbraut í FG. Hún hefur
haft góðan aðlögunartíma í
Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst
með félögum sínum keppa.
„Það er misjafnt hvernig ég
finn mig í lauginni en mér finnst
hún mjög góð. Mér finnst fínt að
hafa hana úti. Maður er vanur því
heima og því er þetta bara gott
fyrir okkur,“ sagði Ragnheiður,
sem keppir bæði í 50 og 100 metra
skriðsundi. Lengra sundið er á
undan.
„Ég er mjög bjartsýn fyrir
þessa leika. Ég verð að vera bjart-
sýn og í góðu skapi því þá gengur
mér alltaf mjög vel. Það er auðvit-
að pínu stress en það er fyrst og
fremst tilkomið út af því að þetta
er svo gaman. Ég stefni að því að
bæta Íslandsmetin í báðum grein-
um,“ sagði Ragnheiður en hún á
bæði metin sjálf.
„Ég held að ég sé í formi til
þess að slá metin. Ég er búin að
æfa ansi lengi fyrir þessa leika.
Hef lagt mikla áherslu á tækni og
þol. Ég var að æfa tvisvar á dag
og líka í þreki. Hef verið mjög
dugleg við að fara í þrek og styrk-
ja mig aðeins. Ég er í hörku-
formi.“ Ragnheiður kemur fyrir
sem ákaflega glaðlynd og
skemmtileg stúlka og hún ætlar
að fara í gegnum mótið á gleðinni.
“Ég vona svo sannarlega að ég nái
að njóta þess. Ég efa ekki að ég
verði smá stressuð en það er
ágætt. Þá fær maður smá adrena-
lín og það hjálpar bara til. Þetta
verður æðislegt,“ sagði Ragnheið-
ur Ragnarsdóttir. henry@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
körfuknattleiksmaðurinn snjalli
vinnur nú að því að losna undan
samningi við bandaríska
körfuknattleiksliðið Dallas Maver-
icks. Jón Arnór hefur verið samn-
ingsbundinn liðinu síðastliðið ár en
hefur lítið fengið að spreyta sig í
NBA-deildinni.
„Ef ég fæ ekki að spila meira vil
ég losna undan samningnum,“ sagði
Jón Arnór í samtali við Fréttablaðið
í gær. „Það segir sig sjálft að það er
mikilvægt að fá að spila. Það hefur
lengi blundað í mér að breyta til og
ég hef rætt um það við forráðamenn
Mavericks. Það ætti að skýrast nú í
vikunni hvað verður,“ segir Jón
Arnór en umboðsmenn hans vinna
nú að því að fá hann lausan.
Jón Arnór stóð sig vel með liði
Mavericks í sumardeildinni og voru
þjálfarar liðsins afar ánægðir með
frammistöðu hans. Jón Arnór segir
að eigendur og þjálfarar liðsins séu
ekki sáttir við að missa hann en
sýna aðstöðu hans mikinn skilning.
Fær ekki að spila
Það kann mörgum að finnast það
undarlegt að ungir leikmenn vilji
losna frá liði í NBA-deildinni enda
dreymir marga um að leika meðal
þeirra bestu. „Það er ekki spenn-
andi að vera í NBA-deildinni og fá
ekki að spila. Ég vil gera þetta
fyrir mig sem körfuboltamann og
fá að þroskast sem leikmaður,“ seg-
ir Jón Arnór. „Mavericks hefur ver-
ið í toppbaráttunni og vilja vinna
titil. Það verður því erfitt fyrir mig
sem ungan leikmann að fá tæki-
færi. Þetta væri kannski öðruvísi ef
um lakari lið væri að ræða.“
Jón Arnór segir að miklar breyt-
ingar hafi orðið á leikmannahóp
Mavericks frá síðasta tímabili og
margir leikmenn komnir til liðsins.
„Ég veit því ekki hvað verður en ég
er ennþá í leikmannahópnum. Það
væri gott að reyna fyrir sér annars
staðar í eitt ár og herja svo aftur á
NBA-deildina.“
Lið sýna honum áhuga
Þó nokkur lið hafa sýnt Jóni Arn-
óri áhuga, þar á meðal önnur NBA-
lið sem og lið frá Ítalíu, Spáni og
CSKA St. Pétursborg frá Rússlandi.
Það tíðkast ekki hjá körfuknatt-
leiksliðum í NBA að lána leikmenn
eins og gerist í knattspyrnuheimin-
um. Forráðamenn Mavericks eru
fúsir til að sleppa Jóni til Evrópu en
ekki til annarra liða í NBA-deild-
inni.
„Ég get ekki farið út í nein smá-
atriði núna en það ætti að ráðast í
vikunni hvað verður,“ segir Jón
Arnór. „Mig hefur alltaf langað til
að spila á Ítalíu og Spáni. Deildin í
Rússlandi á einnig að vera sú
sterkasta í ár og það væri gaman að
spila þar þótt landið heilli ekki.“
Ef Jón Arnór fer til Ítalíu eða
Spánar hittir hann fyrir systkini
sín. Ólafur, elsti bróðir Jóns Arn-
órs, leikur sem kunnugt er hand-
bolta með Ciudad Real á Spáni og
Stefanía systir hans býr í Mílanó.
„Það væri frábært að búa ná-
lægt þeim en Rússagullið heilar
einnig,“ segir Jón Arnór hlæjandi
að lokum. kristjan@frettabladid.is
22 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR
Jón Arnór frá Mavericks
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson vinnur nú að því að losna undan samningi við
Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Hann vill fá að . Rússland heillar.
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Hann vill reyna fyrir sér í Evópu.
Ég er mjög bjartsýn
Fatahönnunarneminn Ragnheiður Ragnarsdóttir stefnir á að slá tvö Ís-
landsmet á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hún hefur keppni í dag.
LUKKUFIÐRILDIÐ Ragnheiður Ragnarsdóttir fann sér lítið lukkufiðrildi sem hún bar á
öxlinni. Vonandi að fiðrildið færi henni gæfu í sundinu.
ÓLYMPÍULEIKAR Það blæs ekki byr-
lega fyrir bandaríska körfuknatt-
leikslandsliðinu, draumaliðinu
svokallaða, á Ólympíuleikunum í
Aþenu.
Draumurinn er að snúast upp í
andhverfu sína því liðið fékk á
baukinn í fyrsta leik gegn Púertó
Ríkó, tapaði með tuttugu stiga
mun. Og ekki batnar það.
Allen Iverson, fyrirliði liðsins, er
með brotinn þumalfingur og alls
óvíst hvort hann geti leikið meira
með á leikunum. Hann er þó sjálf-
ur brattur og segist vonast til að
geta verið með í þeim leikjum
sem eftir eru. Iverson skoraði 15
stig í fyrsta leik liðsins. ■
Bandaríska draumaliðið:
Óvíst með
Iverson
ALLEN IVERSON Óvíst er hvort hann geti
leikið með „draumaliðinu“ þar sem hann
er fingurbrotinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R