Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 8
8 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLA „Undirbúningur stend- ur yfir til að greiða fyrir umferð til og frá Laugardalnum eins og hægt er í tengslum við landsleik- inn,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Landsleikur í fót- bolta á milli Íslands og Ítalíu fer fram síðar í dag en stefnt er að því að slá aðsóknarmet og eru vonir um að tuttugu þúsund manns komi til að horfa á leik- inn. Karl Steinar segir gatnafram- kvæmdir og uppákomur ekki alltaf fara saman. Ljóst sé að taf- ir verði á umferð fyrir og eftir leikinn og það þurfi að gera ráð fyrir gatnaframkvæmdum sem nú standa yfir á Sundlaugarvegi. „Íbúar Reykjavíkur verða að gera sér grein fyrir að þeir búa í borg og það geta alltaf komið tímar þar sem verða umferðar- tafir. Tafirnar markast af því að ekki er alltaf hægt að hanna mannvirki og umhverfi þeirra þannig að það þoli hæstu álags- punktana,“ segir Karl Steinar. Hann segir líklegt að fjórtán til fimmtán þúsund manns fari til að sjá leikinn og spili góð veður- spá þar inn í. Þó geti verið að enn fleiri fari á leikinn. Sjúkrabílar verða til taks á meðan á leiknum stendur. ■ KALIFORNÍA, AP Fari svo að alríkis- dómari taki völdin af Kaliforníu og færi fangelsiskerfi ríkisins undir stjórn alríkisstjórnarinnar virðist einum manni vera alveg sama. Sá heitir Arnold Schwarzenegger og er ríkisstjóri Kaliforníu. „Sama er mér. Hann má hirða það. Ekki græt ég það,“ sagði Schwarzenegger þegar hann var spurður hvort dómarinn ætlaði sér að láta verða af hótun sinni um að skipa nýjan stjórnanda yfir fangelsiskerfi ríkisins, sem er rándýrt og að flestra mati stjórn- laust. Schwarzenegger spurður þessa eftir að hann ræddi við Thelton E. Henderson alríkisdóm- ara í hálftíma. Schwarzenegger kveðst ekki hafa spurt Henderson um fyrirætlanir sínar en taldi lík- legra að dómarinn myndi velja að starfa með yfirvöldum í ríkinu en að taka völdin af þeim. Í síðasta mánuði tilkynnti Henderson fylkisstjórninni í Kali- forníu að vegna þess hversu mikil áhrif sérhagsmunahópar hefðu á stjórn fangelsismála, hversu kostnaðarsamt það væri orðið og stjórnlaust væri honum skapi næst að taka völdin af fylkis- stjórninni og fela þau einhverjum sem kynni með þau að fara. Schwarzenegger virðist ekki hafa mikið meiri trú á fangelsis- kerfinu. „Þegar ég varð ríkisstjóri blasti við mér fangelsiskerfi í upplausn, hulið þagnarhjúp þar sem enginn tók neina ábyrgð, hvorki fjárhags- lega eða annars konar,“ sagði rík- isstjórinn þegar hann heimsótti fangelsið í Mule Creek. Fangelsið í Mule Creek er reyndar að sumu leyti lýsandi fyrir vandann í fangelsiskerfi Kaliforníu. Það var byggt fyrir 1.750 fanga en þar eru nú vistaðir 3.700 fangar. Schwarzenegger leit þó til kostanna við fangelsið og benti á að þar væri boðið upp á verknám og aðra menntun með það að markmiði að endurhæfa fanga. Það markmið hefur orðið að láta undan á undanförnum árum þegar refsingar hafa verið hertar og föngum fjölgað gríðar- lega. ■ SVONA ERUM VIÐ HLUFALL KVENNA AF HEILDARFJÖLDA STARFANDI LÖGREGLUÞJÓNA 2002 2003 Lögreglumaður 3,0% 4,2% Yfirlögregluþjónn 0,7% 0,5% Varðstjóri 1,2% 1,9% Lögreglunemi 1,5% 1,6% HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Níu af hverjum tíu krabbasjúkum leita á náðir skottulækna Segist lækna krabbamein – hefur þú séð DV í dag? ARNOLD SCHWARZENEGGER Dregur ekki úr því að gjörbylta þurfi fangelsiskerfinu. Á LEIÐ Í FANGELSI Fangi fluttur í fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um morð. Föngum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og í Kaliforníu telja sífellt fleiri að fangelsiskerfið sé orðið stjórnlaust. ,,Þegar ég varð ríkis- stjóri blasti við mér fangelsis- kerfi í upplausn... Má hirða fangelsin Arnold Schwarzenegger segist ekki myndu gráta það þótt dómari myndi færa fangelsin í ríkinu undir stjórn alríkisstjórnarinnar. Dómari einn hefur hótað því vegna þess hversu stjórnlaust fangelsiskerfið er orðið. KARL STEINAR VALSSON Karl Steinar segir íbúa Reykjavíkur verða að gera sér grein fyrir að þeir búi í borg og að umferðartafir geti fylgt borginni á viss- um tímum. Landsleikur Íslands og Ítalíu í fótbolta: Umferðartafir óhjákvæmilegar Eldur við Egilsstaði: Heyrúllur brunnu BRUNI Slökkvilið og lögregla voru kölluð til á sjötta tímanum í gær- morgun vegna elds í heyrúllum við bæinn Hjaltastaði, um 30 kíló- metra fyrir utan Egilsstaði. Um 30 heyrúllur brunnu en hætta var á að eldur kæmist í hlöðu eða fjós skammt frá. Þar sem vindátt var hæg gerð- ist það ekki og slökkvistarf gekk vel, en það tók tvo tíma að slökk- va eldinn þar sem eldmaturinn var mikill. Lögreglan á Egilsstöð- um telur að blautt hey hafi verið í einhverri rúllanna og tendrað neista með áðurgreindum afleið- ingum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.