Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 32
4 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Þegar maður veit ekki alveg hvað það er sem gerir mann stoltan yfir því að vera frá Íslandi er oft ágætt að setjast niður og horfa á Eið Smára Guðjohnsen leika með Chelsea eða íslenska lands- liðinu. Jafnvel megnustu antisportistar eiga í erfið- leikum með að fela aðdáun sinni á drengnum þegar þeir sjá hann leika listir sínar með boltann. Hann kallar fram hjá manni tilfinningar sem maður skilur ekki. Einhvern hita í brjóstinu, örlitla gæsahúð, eitt- hvað stolt yfir því að tilheyra sömu þjóð og hann. Maður stekk- ur æstur upp úr stólnum fyrir framan sjónvarpið, verður örlítið skrítinn, skammast sín fyrir að skilja ekki af hverju maður lætur eins og fífl þegar Eiður skorar eða sýn- ir falleg tilþrif. Það halda ekki all- ir Íslendingar með Chelsea en flestir halda örugglega með Eiði Smára. Það er svo gaman að horfa á íslenskan fótboltamann sem gengur svona vel í fremstu röð. Hugsanlega er það ekki við hæfi að tala um þjóðarstolt á þessum fjölþjóðlegu tímum en það er fyrsta orðið sem kemur upp í hug- ann þegar Eiður er nefndur til sögunnar. Kannski þurfa allar þjóðir að eiga sér hetjur til að fylla sig eldmóði og stolti yfir sameiginlegum einkennum og uppruna. Eins og guðirnir forðum hefja afreksmenn fólkið með sér upp til skýjanna, láta fólk trúa á sjálft sig með því að framkvæma hluti sem oft á tíðum virðast líkari kraftaverkum og lýsa upp tilver- una þegar hún virðist grá og óspennandi. Eiður hefur upplifað mikið mótstreymi á ferlinum. Eftir að hafa slegið í gegn sem unglingur með Val og hald- ið til liðs við hollenska liðið PSV þar sem hann lenti í erfiðum meiðslum sem ógn- uðu ferli hans, sneri hann aft- ur til Íslands 1998 og samdi við KR. Flestir muna ör- u g g l e g a eftir um- ræðunni s e m skapað- ist um holdar- far hans þegar hann sneri til baka því Eiður var sílspikaður eftir kyrrsetu meiðslanna. Það var hlegið að honum og ferill hans af- skrifaður. Engan hefði grunað að Eiður ætti eftir rífa sig svo hrika- lega upp á rassgatinu og verða að þeim frábæra leikmanni sem hann er í dag þegar hann lúsaðist í hægagangi um grasvelli landsins í svart-röndótta búningnum. Hæfileikar Eiðs skinu samt í gegnum meiðslin og kílóin því eft- ir sumarið komst hann út til Bolton á frjálsri sölu frá KR en það tók hann um 7 mánuði að kom- ast í nægilega gott líkamlegt ástand til að verða gjaldgengur í liðinu. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við fyrir drenginn sem hef- ur heldur betur hrist af sér hrak- spár og erfiðleika liðinna ára. Upprisa Eiður var seldur til Chelsea eftir tvö mjög góð tímabil með Bolton og byrjaði um leið að setja mark sitt á leik liðsins, skoraði tíu mörk í sautján leikjum það árið. Á öðru ári sínu með Chelsea mynd- aði hann sérlega skætt sóknarpar með Jimmy Floyd Hasselbaink þar sem tvímenningarnir skoruðu meira en fimmtíu mörk saman á tímabilinu. Eiður hefur síðan ver- ið í aðalhlutverki í liðinu þrátt fyr- ir að alltaf hafi verið talið að dag- ar hans í liðinu væru taldir þegar við hafa bæst nöfn þekktra leik- manna sem talið var að myndu ýta honum út úr liðinu. Í fyrra voru það Adrian Mutu og Hernan Crespo, í ár hafa bæst við þeir Di- dier Drogba og Mateja Kezman sem keyptir hafa verið til liðsins eftir að José Mourinho, fyrrum stjóri Evrópumeistara Portó, tók FÓTBOLTI Það er erfitt að ímynda sér hvaða markvörður í veröld- inni sé þannig gerður að þjálfari liðs myndi ákveða að setja Gianluigi Buffon á varamanna- bekkinn. Og þótt Eiði Smára þætti eflaust þægilegra að Marcello Lippi leyfði hinum bekksetna varamarkverði Milan og lands- liðsins, Christian Abbiati, að sveifla sér á milli stanganna á Laugardalsvellinum í kvöld sér til heilsubótar, þá drægi það um leið úr sætleikanum við að skora hjá Ítölum. Buffon er einfaldlega besti markvörður heims í dag og sá sem að allir alvöruframherjar verða að koma á ferilskrá sína að hafa sett mark hjá. Það er leitun í sögunni að topp- markvörðum sem hafa tekið jafn snemma út þroska og Buffon. Peter Shilton kemur upp í hugann af fornum köppum og af nútíma- stangavörðum Iker Casillias, landsliðsmarkvörður Spánar, en hann er sá sem teljast verður helsti keppinautur Buffons um vegsemdina besti markvörður heims. Í aðalliðið 18 ára Buffon lék sinn fyrsta leik með Parma aðeins 17 ára gamall og ári síðar var hann búinn að ýta lands- liðsmarkverðinum Lucca Bucci Eiður Smári Tveir af bestu knattspyrnumönnum heimsins standa framm Það að skora hjá ítalska Besti m OKKAR LYKILMAÐUR Eiður Smári Guðjohnsen fer fyrir landsliðinu gegn Ítalíu á Laugardalsvelli í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.