Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 50
Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu mætir því ítalska í vin- áttulandsleik á Laugardalsvellin- um í kvöld. Forsvarsmenn Knatt- spyrnusambands Íslands stefna að því að bæta áhorfendametið á vellinum sem var sett árið 1968 þegar Valur gerði markalaust jafntefli við portúgalska stórliðið Benfica í Evrópukeppninni. Þá mættu 18.243 áhorfendur og seld- ist m.a. upp í stúku á 55 mínútum. Sigurður Dagsson stóð þá á milli stanganna í Valsmarkinu og man vel eftir þessum degi. „Þetta var góðviðriðsdagur og ótrúleg stemning. Þetta var bara mjög óraunverulegt,“ segir Sigurður, sem átti stórleik í markinu. „Við héngum náttúrlega á þessu jafn- tefli en þetta var rosalega gaman. Það er bara orðið svo langt síðan að maður vill helst ekki trúa því.“ Í liði Benfica var kjarninn úr liði Portúgal sem hafði staðið sig vel í heimsmeistarakeppninni tveimur árum áður. Þar var stór- stjarnan Eusebio fremst í flokki. „Það er mjög eftirminnilegt að þegar þeir komu út á völl eftir hálfleikinn þá þyrptust fleiri hund- ruð krakka inn á völlinn og eltu Eu- sebio út um allt,“ segir Sigurður. „Þetta var ótrúlegt dæmi sem myndi náttúrlega ekki sjást í dag. Hann var bara að leika við krakk- ana, gaf þeim eiginhandaráritanir og hékk í markinu. Síðan þurfti að hreinsa völlinn.“ Sigurður segir að stuðningur áhorfenda hafi verið ómetanlegur í leiknum og hafi átt sinn þátt í því að ná þessum frábæru úrslitum. Síðari leikurinn tapaðist síðan 8-1 í Lissabon og skoraði Hermann Gunnarsson mark Valsmanna. KSÍ hefur boðið leikmönnum Vals sem spiluðu gegn Benfica á völlinn í kvöld og verður Sigurður á meðal þeirra. Vonast hann til að endurlifa þó ekki væri nema brot af tilfinningunni sem fylgdi því að spila leikinn fræga fyrir 36 árum. freyr@frettabladid.is 18 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR ROMAN POLANSKI Þessi bráðsnjalli en oft mistæki pólski kvikmyndaleikstjóri er 71 árs í dag. ANDLÁT Guðleif Jónsdóttir, Hjallaseli 41, Reykja- vík, lést laugardaginn 14. ágúst. Karl Theódór Sæmundsson, bygginga- meistari/kennari, Aflagranda 40, andað- ist á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 15. ágúst. Þóra H. Jónsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, áður Dragavegi 11, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardag- inn 14. ágúst. Snæbjörn Árnason, Vesturgötu 76, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 14. ágúst. Friðjón Árnason, Melgerði, Lundar- reykjadal, andaðist á heimili sínu aðfara- nótt sunnudagsins 15. ágúst. Hanna S. Möller er látin. Haraldur Kristjánsson, fyrrverandi kaupmaður, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 16. ágúst. JARÐARFARIR 10.30 Pétur Svavarsson tannlæknir, Meistaravöllum 15, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Jónas Guðmundsson, Hrafnistu í Reykjavík, áður Freyvangi 10, Hellu, verður jarðsunginn frá Ás- kirkju í Reykjavík. 13.30 Sigurlaug Friðgeirsdóttir, Gull- smára 10, áður Mosabarði 12, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Ýr Viggósdóttir, Skúlagötu 2, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju. Harðlínuöfl innan sovésku ríkis- stjórnarinnar og sovéska hersins hófu valdarántilraun gegn Mikhaíl Gorbatsjov, forseta landsins, þenn- an dag árið árið 1991. Róttæk öfl stóðu að valdaráninu sem töldu að Gorbatsjov væri að leiða Sovétríkin til glötunar. Allt frá því að hafa tek- ið við völdum árið 1985 hafði Gor- batsjov stuðlað að hægfara breyt- ingum innan Sovétríkjanna. Hann ýtti undir að Sovétríkin tækju hæg- fara skref í átt til markaðsvæðingar samfélagsins og var hvatamaður að bættum samskiptum við Vesturlönd og þá hvað helst við Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna. Gorbatsjov var settur í stofu- fangelsi og var þess krafist að hann segði af sér sem leiðtogi landsins en hann neitaði því og skoraði á sov- éska alþýðu að mótmæla valdarán- inu. Fólk flykktist út á göturnar þúsundum saman og illa skipulagt valdaránið féll um sjálft sig. Skað- inn var hins vegar skeður og stjórn Gorbatsjov varð aldrei aftur söm við sig. Gorbatsjov sagði af sér í desember og Boris Jeltsín kom fram sem eftirmaður hans og hóf miklar breytingar á stjórnskipun landsins. ■ ÞETTA GERÐIST RÓTTÆK ÖFL Í SOVÉTRÍKJUNUM VORU ÓSÁTT VIÐ STEFNU GORBATSJOV 18. ágúst 1991 „Bíómyndir ættu að fá þig til þess að gleyma því að þú situr í kvikmyndahúsi.“ - Galdur bíósins vefst ekki fyrir Roman Polanski en hann hefur meðal annars fengið fólk til að gleyma stund og stað með myndum á borð við Rosemary’s Baby og The Pianist. Valdaránstilraun Þetta var mjög óraunverulegt TÍMAMÓT: VAR Í MARKI 1968 ÞEGAR 18.243 ÁHORFENDUR MÆTTU Á LAUGARDALSVÖLL „Við þrífum og lögum á þessum tíma á hverju einasta ári,“ segir Gísli Jensson, forstöðumaður Sundhallarinnar við Barónsstíg, en lauginni var lokað í gærmorgun. Fastagestirnir þurfa því að leita annað eftir sundsprettinum sínum og pottaspjallinu en ekki lengi því dyr Sundhallarinnar verða opnaðar gestum á ný klukkan hálf sjö í fyrramálið. „Þetta tekur bara þrjá daga, ég ætlaði reyndar að hafa lokað lengur en aðstæður höguðu því þannig að ekki var þörf á því.“ Skrúbbarnir eru á lofti og farið vel og vandlega á milli allra flísa enda vilja óhreinindi setjast í fúg- urnar. Það er þrifið sem klórinn vinnur ekki á dags daglega. Gísli segir þennan árstíma þann eina sem hægt er að vinna þessi verk því skólasundið sé allan lið- langan veturinn, sundnámskeið á sumrin og um verslunarmanna- helgi sé ekki nokkur leið að fá iðn- aðarmenn til starfa. Auk þrifanna er tækifærið not- að og kvennaklefinn málaður. „Við reyndum einu sinni að mála kvennaklefann á meðan laugin var opin. Fyrst spurðumst við fyrir um kvenkyns málara en þeir fundust nú ekki þannig að við sendum bara konurnar í karlaklefann og karlana í kvennaklefann þar sem málararn- ir gátu sinnt sínum störfum. Þetta gekk nú ekki betur en svo að öllum mislíkaði, fólki fannst ómögulegt að skipta um klefa og nota aðra skápa og sturtur en vanalega. Svona erum við nú vanaföst.“ Sjálfur syndir Gísli á degi hverjum en tekur sér frí frá sund- inu þessa daga sem Höllin er lokuð. Sundhöllin var vígð í mars 1937. Guðjón Samúelsson hannaði mann- virkið, sem að margra mati er með þeim glæsilegri í höfuðborginni. Ekki er vatnsrennibraut í lauginni eins og víðast hvar núorðið en næstum þriggja metra hátt stökk- bretti dregur marga að, þó sérstak- lega unga karlmenn. ■ Ómögulegt að skipta um klefa Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, Guðbjargar Signýjar Richter Gljúfraseli 9, Reykjavík Sérstakar þakkir til starfsfólks á Blóðmeinadeild 11G Landspítalans við Hringbraut. Guðmundur Magnússon, Guðný Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Guðmundsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, anna pálína jónsdóttir frá Sauðhúsum, Ögurási 3, Garðabæ, andaðist sunnudaginn 15. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Egill Jón Benediktsson, Birgir Símonarson, María Kristín Lárusdóttir, Johnny Símonarson, Hugrún Ásta Elíasdóttir, Helen Gunnarsdóttir, Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir, Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur Garðarsson, ömmu- og langömmubörn. Dóttir okkar, systir, mágkona, móðir og barnsmóðir, Ólöf aldís breiðfjörð guðjónsdóttir, Finnbjörg Skaftadóttir og Guðjón Ólafsson, Erna Rós Ingvarsdóttir og Hörður Óskarsson, Guðrún Karólína Guðjónsdóttir og Birgir Már Guðmundsson, Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir og Reynir Hilmisson, Víkingur Glói Breiðfjörð Grétarsson og Grétar Már Bjarnarson. verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13:30. SIGURÐUR DAGSSON Sigurður átti stórleik í marki Valsmanna sem gerðu markalaust jafntefli við Benfica 1968. Þá mættu hvorki fleiri né færri en 18.243 áhorfendur á völlinn. SKRÚFAÐ FRÁ KRÖNUNUM Sundhöllin verður opnuð á nýjan leik í fyrramálið, fastagestum til ómældrar gleði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ANDSTAÐA Hér sjást þeir félagar Reagan og Gorbatsjov. Leiðtogi Sovétríkjanna vildi breyta stefnu landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.