Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 12
12 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR AFGANSKUR VÍGAMAÐUR Þetta er liðsmaður stríðsherrans Amanullah í Herat-héraði Afganistans, sem er um 600 kílómetra vestur af Kabúl. Skærur milli stríðsherra halda áfram í landinu þrátt fyrir nærveru NATO. Sophia Hansen hefur ekki fengið að sjá barnabarn sitt: Móðurástin slokknar aldrei FORRÆÐISMÁL „Eins og Íslendingar vita þá slokknar móðurástin aldrei. Hún er sterkasta aflið sem konan hefur,“ sagði Sigurður Pét- ur Harðarson, talsmaður Sophiu Hansen, spurður um hvort hún hefði gert tilraunir til að sjá dótt- urson sinn meðan hún dvaldi í Istanbúl fyrr í sumar. Sophia hafði dvalið mánuðum saman í Istanbúl fyrr á árinu. Þar frétti hún að önnur dóttir hennar, Rúna, hefði eignast son. Áður hafði hún fengið að vita í beinni útsendingu í tyrkneska sjónvarp- inu að Rúna væri gift. Sophia hafði enga möguleika á að sjá svo mikið sem mynd af þessu fyrsta barnabarni sínu, meðan hún dval- di í Istanbúl nú síðast, hvað þá að sjá það augliti til auglitis. Sigurður Pétur kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál, enda væri í sjálfu sér ekkert um það að segja. Hann benti á að samkvæmt lögum væri deilu um forræði og umgengnisrétt við þær Rúnu og Dagbjörtu lokið, þar sem þær væru báðar orðnar átján ára. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur Sopia verið afar heilsuveil eftir að hún kom frá Istanbúl. Í fyrstu var hún hrjáð af illskeyttri lungnabólgu. Til viðbótar er hún með slæmt brjósklos í baki og hefur hún far- ið í fjórar brjósklosaðgerðir. ■ Hægir verulega á útgjaldaaukningu Rekstrarkostnaður embættis Ríkislögreglustjóra var rúmar 710 milljónir í fyrra og jókst um 19 milljónir frá árinu áður. Verulega dró úr útgjaldaaukningu embættisins eftir samfellda útþenslu frá árinu 1998. Laun og húsnæði stærstu útgjaldaliðir embættisins. ÁRSSKÝRSLA Kostnaður vegna emb- ættis Ríkislögreglustjóra jókst um 19 milljónir á síðasta ári en frá ár- inu 1998 hefur kostnaður vegna embættisins rúmlega þrefaldast. Þrátt fyrir aukin heildarútgjöld gætti verulegs aðhalds í fyrra mið- að við árið áður og flestir kostnað- arliðir lækkuðu eftir samfellda út- þenslu frá árinu 1998. Guðmundur Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra, segir að útgjalda- aukningin frá 1998 eigi sér eðlileg- ar skýringar. „Embættinu hafa verið falin mjög stór verkefni á síðustu árum og undir það hefur verið felld margvísleg þjónusta við lögregluna í landinu og fleiri. Það er því ekki um beinan kostnaðar- auka fyrir ríkissjóð að ræða hvað þessi verkefni varðar. Hér er fyrst og fremst um hagkvæmnis- og samræmingarsjónarmið að ræða. Einnig má nefna kostnað vegna verkefna sem stafa af alþjóðlegum skuldbindingum.“ Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar, skrifstofustjóra hjá embætti Ríkislögreglustjóra, var embættið innan fjárheimilda í fyrra. „Endan- leg niðurstaða liggur þó ekki fyrir og er því byggt á bráðabirgðatölum í skýrslunni. Fjársýsla ríkisins er þessa dagana að ganga frá reikn- ingnum fyrir embættið,“ sagði Guðmundur í samtali við Frétta- blaðið. Útgjöld vegna húsnæðis fara langt með að tvöfaldast milli ár- anna 2002 og 2003. Í skýrslunni er sagt að stærstur hluti húsnæðis- kostnaðar sé húsaleiga en auk þess komi til kostnaður vegna fram- kvæmda við húsnæði Fjarskipta- miðstöðvar lögreglunnar, sem Rík- islögreglustjóri hefur umsjón með. Stofnkostnaður vegna breyt- inga á Fjarskiptamiðstöðinni vegur þyngst en til þess að mæta honum fékk embættið sérstaka aukafjárveitingu upp á 23 millj- ónir. Þá hefur leiga á húsnæði embættisins við Skúlagötu hækkað töluvert. Stærsti útgjaldarliður embætt- isins er launakostnaður og hefur hann vaxið hröðum skrefum síðan embættið var stofnað árið 1997. Starfsmönnum fjölgaði um fimm milli áranna, úr 72 í 79, en launa- kostnaður á sama tíma fór úr rúm- um 418 milljónum króna í rúmar 465 milljónir. Í fyrra færðust Al- mannavarnir ríkisins til embættis Ríkislögreglustjóra og með þeim fjórir starfsmenn. Því til viðbótar var fjölgað um tvo lögreglumenn í efnahagsbrotadeild og einn lög- lærðan fulltrúa. borgar@frettabladid.is Ákærur vegna skatta- og efnahagsbrota: Nær alltaf sakfellt LÖGREGLUMÁL Nær allar ákærur ríkislögreglustjóra vegna skatta- og efnahagsbrota enda með sak- fellingu. Síðastliðin fimm ár hefur verið ákært í 224 sakamálum og hafa 95 prósent þeirra sem dæmt hefur verið í endað með sakfellingu að því er kemur í ársskýrslu emb- ættisins. Hlutfallið er svipað á hinum Norðurlöndunum. Sektir fyrir skatta- og efna- hagsbrot nema hundruðum millj- óna króna segir ennfremur í skýrslunni. ■ SOPHIA HANSEN Á lítinn dótturson í Tyrklandi sem óvíst er að hún fái nokkru sinni að sjá. HEIÐURSVÖRÐUR LÖGREGLUNNAR Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Árskýrsla Ríkislögreglustjóra kom út í gær. Þar kemur meðal annars fram að 693 lögreglu- menn voru starfandi á landinu í fyrra og hafði heimiluðum stöðugildum fjölgað um tvö frá árinu áður. Hlutfall kvenna var 4,2 prósent meðal óbreyttra ögreglumanna en mun lægra í stjórnunarstöðum hjá lögreglunni. REKSTRARKOSTNAÐUR VEGNA EMBÆTTIS RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA FRÁ 1998 TIL 2003 Heimild: Ársskýrsla Ríkislögreglustjóra 2003 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Ár Þús. kr. 1998 216.469 1999 344.198 2000 529.898 Ár Þús. kr. 2001 533.789 2002 691.863 2003 710.580 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Týndur smábátur: Fannst eftir útkall þyrlu LEIT Eftirgrennslan hófst að hand- færabátnum Smára á norðanverð- um Faxaflóa á fjórða tímanum á mánudag en báturinn hafði dottið út úr sjálfvirka tilkynningaskyldu- kerfinu. Reynt hafði verið að ná sambandi við bátinn án árangurs. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór hún í loftið laust fyrir klukkan hálffimm. Skömmu síðar barst tilkynning um að bátur- inn væri kominn í leitirnar og sneri þyrlan því við. ■ ■ INNLENT VILLTUST Í ÞOKU Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Hellu og Hvolsvelli í leit að tveimur erlend- um ferðamönnum sem villtust í þoku á Fimmvörðuhálsi í gær. Mennirnir hringdu í Neyðarlínuna en skiluðu sér í skála og létu vita af sér rétt fyrir klukkan átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.