Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 53
FÓTBOLTI Íslenska U-21 árs karla-
landsliðið í knattspyrnu mætir
Eistlendingum í dag í vináttulands-
leik. Leikurinn fer fram í Eistlandi
og er liður í undirbúningi fyrir
undankeppni Evrópumótsins sem
hefst í næsta mánuði.
„Leikurinn leggst vel í mig.
Þetta er fínn hópur og ég ætla að
fara yfir nokkur atriði með hópn-
um,“ sagði Eyjólfur Sverrisson,
þjálfari liðsins, í samtali við Frétta-
blaðið. „Við munum spila sama
kerfi, 3-5-2, og A-landsliðið er að
gera svo drengirnir verði tilbúnir
að taka við þeim stöðum í framtíð-
inni.“
Eyjólfur segist sjá nokkra fram-
tíðarlandsliðsmenn í hópnum. „Það
er einmitt á þessum árum sem
þessir strákar eru að taka sín
stærstu stökk. Það er síðan í þeirra
höndum hvernig þeir spila úr því,“
segir Eyjólfur.
Þrír leikmenn í íslenska hópn-
um leika með erlendum liðum; þeir
Hannes Sigurðsson með Víking í
Stafangri, Ólafur Ingi Skúlason
með Arsenal og Sölvi Geir Ottesen
með Djurgaarden í Svíþjóð. Spurð-
ur hvort það muni miklu að hafa
hálfatvinnumenn með í hópnum
sagði Eyjólfur: „Það skiptir engu
máli um gæði leikmanna hverju
sinni hvort þeir spili með liðum hér
heima eða erlendis. Strákarnir sem
spila hér heima eru í fínu formi og
þeir eru alveg jafn mikilvægir lið-
inu og hinir. Það eru allir jafn mik-
ilvægir í svona leikjum,“ segir
þjálfarinn.
Íslenska U-21 árs liðið mætir
Búlgörum í fyrsta leik undan-
keppninnar 3. september. Eyjólfur
segist lítið vita um verðandi and-
stæðinga í riðlakeppninni. „Fyrst
þurfum við að meta stöðuna og
hvernig liðið er,“ segir Eyjólfur.
Ætla má að andstæðingar Íslands
séu mjög sterkir enda erfiður rið-
ill. „Það er mikill efniviður hjá öll-
um þessum liðum en við tökum
bara einn leik fyrir í einu,“ segir
Eyjólfur, sem sjálfur hefur úr
miklum efnivið að moða.
Íslenska U-21 árs liðinu gekk
ekki sem skyldi í undankeppni
heimsmeistaramótsins á síðasta ári
en það náði ekki í stig í riðlakeppn-
inni. Liðið hefur ekki komið saman
í næstum heilt ár. „Þessir strákar
hafa nóg að gera með sínum félags-
liðum og það er varla hægt að bæta
miklu meira á þá. Það er lítill tími
til annars,“ segir Eyjólfur, sem
væri þó vissulega til í að ná hópn-
um oftar saman. „Aðstæður leyfa
það því miður ekki alltaf en við
ætlum að reyna að standa okkur í
undankeppni Evrópumótsins.“ ■
Allir leikmenn jafn mikilvægir
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu karla mætir Eistum í vináttulandsleik í dag. Liðið hefur ekki
komið saman í ár. Þjálfarinn segir liðið ætla að standa sig í undankeppni Evrópumótsins.
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 21
Í ELDLÍNUNNI Kjartan Henry Finnbogason úr KR og Sölvi Geir Ottesen eru báðir í U-21
árs liði Íslands sem mætir Eistum í dag. Sölvi Geir lék áður með Víkingi en er nú hjá
Djurgaarden í Svíþjóð. Fréttablaðið/Stefán
Fyrirliðinn ráðleggur:
Becks varar
Owen við
FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði
enska landsliðsins og leikmaður
Real Madrid, lét hafa eftir sér að
það yrði allt annað en auðvelt
fyrir hinn nýkomna Michael
Owen að komast í byrjunarlið
Real Madrid á komandi tímabili:
„Hann þarf að hafa mikið fyrir
því að vinna sér sæti í liðinu enda
öllum ljóst að það er erfitt að
komast í byrjunarliðið hjá liði
eins Real Madrid. Það skiptir
engu máli hvað þú heitir þegar
svona lið er annars vegar,“ sagði
Beckham og bætti við: „Hins veg-
ar er Owen frábær framherji og
hefur alla burði til að geta staðið
sig í hvaða deild sem er.“ Flestir í
knattspyrnuheiminum eru þó á
því að Beckham þurfi ekki síður
að sanna sig en Owen eftir ömur-
lega frammistöðu á síðasta tíma-
bili og á EM í sumar. ■
OWEN TIL MADRID
Michael Owen á ekki víst sæti í byrjunar-
liði Real Madrid að sögn Davids Beckham,
landsliðsfyrirliða Englands.
EYJÓLFUR
SVERRIS-
SON