Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
MIÐVIKUDAGUR
HVERS VIRÐI ERU KÁRAHNJÚK-
AR? David Bothe mun halda fyrirlestur á
vegum Landverndar og Umhverfisstofn-
unar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í
dag um rannsókn sína á fjárhagslegu
mati á landinu sem fer undir vatn við
Kárahnjúkavirkjun.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
MILT VEÐUR UM ALLT LAND
ÁFRAM Hægur vindur – bjart og fallegt
veður víða á landinu í dag. Yfirleitt þurrt
og bærilega hlýtt. Sjá síðu 6
18. ágúst 2004 – 223. tölublað – 4. árgangur
GÆTI TEKIÐ MÖRG ÁR Ríkisstjórn Ís-
lands hefur hafið undirbúning að málaferl-
um gegn Norðmönnum vegna Svalbarða.
Sjá síðu 2
GÍFURLEGT FLÓÐ Bílar, tré og jafnvel
hús urðu að láta undan þegar mikið og
óvænt flóð skall á enska bænum Boscastle.
Sjá síðu 4
SJÚKRAFLUTNINGAR Í UPPNÁMI
Sjúkraflutningamenn Impregilo hafa nú selt
allar sjúkrabifreiðar sínar til verktakafyrir-
tækis sem er ætlað að sjá um sjúkraflutn-
inga eftirleiðis. Sjá síðu 6
STÓRT VOPNABÚR FANNST Lög-
reglan í Hafnarfirði hugðist fara fram á hús-
leit í sama húsi og lögreglan í Reykjavík
fann fjölda vopna og skotfæra í fyrrinótt.
Vopnin voru þýfi sem notuð höfðu verið í
fíkniefnaviðskiptum. Sjá síðu 10
Kvikmyndir 46
Tónlist 45
Leikhús 45
Myndlist 45
Íþróttir 36
Sjónvarp 48
Eiður Smári:
● fylgir fréttablaðinu dag
Í slaginn
við Ítalina
● fylgir Fréttablaðinu dag
Mikill verðmunur
á skólavörum
ÓÐAL Miklar kröfur hvíla á jörð-
inni Brautarholti á Kjalarnesi
vegna gjaldþrots svínabúsins að
Brautarholti. Kröfuhafar hafa
fengið fjárnám í jörðinni. Rúnar
Guðjónsson, sýslumaður í Reykja-
vík, stöðvaði uppboðsmeðferð
þegar hann varð þess varð
áskynja að Brautarholt væri
óðalsjörð en sérlög gilda um slík-
ar jarðir. Veðsetningar og fjárnám
á Brautarholti geta þess vegna
verið í uppnámi. Kröfurnar munu
nema hundruðum milljóna.
„Það þarf að þinglýsa skjölum
þegar jörð er gerð að óðalsjörð,“
segir Rúnar Guðjónsson, sýslu-
maður í Reykjavík, sem stöðvaði
uppboðið um stundarsakir. Rúnar
segir ekki venju hjá embættinu að
svara spurningum fjölmiðla um
einstök mál sem kunna að vera til
meðferðar en þar sem málið hafi
verið í fréttum segist hann ekki
geta borið á móti tilvist þess.
Aðspurður segir Rúnar ekki
getað svarað hvers vegna hægt
hafi verið að þinglýsa veðum á
jörðina þar sem hún er þinglýst
sem óðal hjá sama embætti.
Hann segir hluta þinglýsinganna
hafa farið fram fyrir allmörgum
árum síðan. Þegar veðum á jörð-
inni var þinglýst hefði átt að
koma á daginn að um óðalsjörð
væri að ræða og um leið að
óheimilt væri að taka veð í henni.
Þá hefðu lántakandi og lánveit-
andi átt að fylgjast með hvort
veðsetningarnar hafi verið heim-
ilar. Rúnar segist ekki geta úti-
lokað að sýslumannsembættið
geti dregist inn í skaðabótamál
vegna þess að veðum í jörðinni
var þinglýst.
Rúnar segir málið vera í bið-
stöðu á meðan verið er að fara yfir
málið með tilliti til jarðarlaga og
ákvæða um óðalsjarðir. Skoða
þurfi hvað verði gert í framhald-
inu og búast megi við að óðalseig-
endur að Brautarholti verði kall-
aðir saman á fund. Rúnar segir
eigendur, eða þá sem eiga rétt til
óðalsins, geta leyst til sín kröfur
eins og þær sem hvíla á Brautar-
holti. Ef eigendurnir gera það
ekki er mögulegt að uppboð fari
fram.
hrs@frettabladid.is
Sýslumaður útilokar
ekki skaðabótaskyldu
Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, segist ekki útiloka að á embættið geti fallið veruleg-
ar ábyrgðir vegna veðsetninga á óðalsjörðinni Brautarholti á Kjalarnesi. Kröfur nema
hundruðum milljóna króna. Sýslumaðurinn hefur stöðvað uppboð meðan málið er kannað.
FÓTBOLTI „Ég er að vona að þetta
verði einfaldlega söguleg stund,
bæði hvað varðar áhorfendafjöld-
ann og leikinn sjálfan en það er ekki
á hverjum degi sem íslenska lands-
liðið mætir svo stórri og sterkri
knattspyrnuþjóð,“ sagði Ásgeir Sig-
urvinsson landsliðsþjálfari, en í
kvöld fer fram vináttuleikur Ís-
lands og Ítalíu á Laugardalsvelli.
„Mér finnst alveg frábært hvað
KSÍ hefur gert mikið úr þessum
leik og það er alveg full ástæða til
þess. Við finnum vel fyrir stemn-
ingunni úti í þjóðfélaginu sem hef-
ur verið að myndast frá því að
stefnan var sett á að slá aðsóknar-
metið og ætlum að gera allt sem
við getum til að vera landi og þjóð
til sóma,“ sagði Ásgeir.
Leikurinn hefst klukkan 19.15
og hafa forsvarsmenn Knatt-
spyrnusambands Íslands sett sér
það markmið að áhorfendametið á
Laugardalsvelli falli í kvöld. Metið
var sett árið 1968 þegar 18.194
áhorfendur fylgdust með leik Vals
og Benfica í Laugardalnum.
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali
við Fréttablaðið að búið væri að
selja tæplega 15 þúsund miða á
leikinn og átti hann von á því að
miðarnir seldust upp í dag.
Sjá síðu 20 og sérstakt aukablað
um leikinn í miðju blaðsins
Landsleikur Íslands og Ítalíu í kvöld:
Líklegt að áhorfendametið
frá 1968 falli í kvöld
LIPPI Á LAUGARDALSVELLI
Marcelo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, var umkringdur stórstjörnum á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar ítalska liðið hélt þar æfingu fyrir leik-
inn við Ísland í kvöld. Forystumenn Knattspyrnusambands Íslands hafa sett sér það markmið að bæta 36 ára gamalt áhorfendamet á
Laugardalsvelli í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Sendinefnd til Najaf:
Býður
sakaruppgjöf
BAGDAD, AP Sendinefnd frá þjóð-
arráðstefnunni í Írak kom til
Najaf í gær og lagði sáttatillögu
fyrir sjíaklerkinn Moqtada al-
Sadr.
Tillagan felur í sér sakarupp-
gjöf fyrir al-Sadr ef hann leggur
niður vopn, dregur lið sitt burt
og gengur til liðs við Íraks-
stjórn.
Talsmenn al-Sadr segjast
fagna sendinefndinni en tilboðið
sé ótækt. Ráðstefnan var lengd
um einn dag, vegna farar sendi-
nefndarinnar að því er talið er. ■
Latibær:
Magnús
heiðraður
VERÐLAUN Magnús Scheving hlaut í
gær Norrænu lýðheilsuverðlaunin
árið 2004 og afhenti Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra honum
verðlaunin við hátíðlega athöfn á
Egilsstöðum.
Magnús hlaut
verðlaunin fyrir
Latabæ og þar
með fyrir fram-
lag sitt til bættrar
lýðheilsu á Norð-
urlöndum. Verð-
launin hafa verið
veitt í fimmtán ár
af Norræna lýð-
heilsuskólanum í Gautaborg fyrir
hönd Norrænu ráðherranefndar-
innar.
Í rökstuðningi dómnefndar
segir að offituvandi norrænna
barna aukist með hverju árinu en
Magnús hvetji börn til að temja
sér heilsusamlega lífshætti og
hafi bætt heilsu barna með ný-
stárlegum hætti. ■
MAGNÚS
SCHEVING
Eina númerið
sem þú þarft
að muna.