Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 62
Liza Marklund til Íslands „Þetta er í annað sinn sem við höldum listamannaþing á Eiðum en síðan í fyrra hafa fjórir af þeim erlendu listamönnum sem mættu á svæðið unnið að verkum og sýningum með Íslendingum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson en í dag hefst fjögurra daga þing á Eiðum þar sem erlendir og innlendir listamenn taka þátt í umræðum. Markmiðið með þinginu, auk þess að koma á alþjóðlegu sam- starfi, er að fjalla um bakland ólíkra listgreina og það umhverfi sem listin sprettur úr. „Í ár er myndlistarfólk og kvikmynda- gerðarfólk í meirihluta lista- manna,“ segir Sigurjón en ætlun- in er að rannsaka sérstaklega þá þætti sem skarast í þessum tveim- ur listgreinum. Meðal þeirra kvikmyndagerð- armanna sem taka þátt í þinginu að Eiðum er leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, bandaríski kvik- myndaframleiðandinn Jeffrey Lecy-Hinte sem framleiddi með- al annars kvikmyndina Thirteen, sem sýnd var hér á landi við góð- ar viðtökur, og kvikmyndatöku- maðurinn Christopher Doyle. Á laugardaginn verður svo opið hús milli 10.00 og 15.00 en þá verða pallborðsumræður og kynningar á verkum og lista- mönnum. Ólafur Elíasson mynd- listarmaður segir þá frá högg- myndagarði sem áætlað er að opna á Eiðum en kynnt verða þau verk Ólafs sem áætlað er að sýna á Eiðum á næsta ári. Einnig verð- ur kynning á verkum Dieters Roth og á verkinu Macy’s eftir Paul McCarthy og Jason Rhoa- des. Yfir tuttugu listamenn mæta á Eiða en þingið er hluti af þeirri stefnu eigandanna Sigurjóns Sig- hvatssonar og Gísla Pálmasonar í að byggja upp og móta starfsemi Menningarseturs á Eiðum. ■ Höggmyndagarður og kynning á listaverkum SIGURJÓN SIGHVATSSON Stendur fyrir listamannaþingi á Eiðum. 30 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR ...fá íssalar fyrir að kæla okkur niður í hitanum. HRÓSIÐ Sænski metsölu- og spennusagna- höfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bók- arinnar Úlfurinn rauði. Rithöfund- urinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfur- inn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska send- irráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudag- inn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Les- endum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vil- hjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýð- andi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guð- mundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofn- aði Anna Ara útgáfu og tryg- gði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Mark- lund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsókn- um frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin seg- ir frá aðdragandanum þess að kon- an varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. „Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín,“ segir Anna R. Ingólfsdóttir. „Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski mennta- málaráðherrann breytti fjöl- miðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi.“ Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum. LISTUMRÆÐA ■ Yfir tuttugu erlendir og innlendir listamenn mæta á Eiða í dag. í dag Strandblak kvenna er langvinsælasta íþróttin á Ólympíuleikunum Sigurður oddviti Vill rollur fremur en fatlaða í sveitina Karl biskup Tekið verði á skattsvikum barnafólks sem skilur til fjár Tvær íslenskarmyndir verða sýndar á kvik- myndahátíðinni í Edinborg sem hefst í dag. Heimildarmynd- in Love Is in the Air, sem fjallar um ferð Vesturports- ins með sýninguna Rómeó og Júlíu til Bretlandseyja, í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er hluti af heimildar- myndadagskrá hátíðarinnar en upp- haflega var hátíðin eingöngu heim- ildarmyndahátíð. Auk Love Is in the Air verður ís-lenska stuttmyndin Síðasti bær- inn, sem er í leikstjórn Rúnars Rún- arssonar, sýnd á hátíðinni. Hún keppir þar um verðlaunin „The European Short Film Award,“ en handhafi þeirra verðlauna er út- nefndur til Evrópsku kvikmyndaverð- launanna. Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari í Sigur Rós, semur tónlistina við stuttmynd Rúnars en Síðasti bærinn, sem skartar Jóni Sig- urbjörnssyni í aðalhlutverki, verður sýnd á undan Næslandi, mynd Frið- riks Þórs, þegar sú kvikmynd verður tekin til sýningar. Lárétt: 1 fljótur, 6 hestur, 7 leyfist, 8 ör- tröð, 9 fugl, 10 upphaf vaxtar, 12 hrey- fast, 14 sinni, 15 tvíhljóði, 16 samtenging, 17 svar, 18 vatnagangur. Lóðrétt: 1 sverð, 2 jurt, 3 rykkorn, 4 um- talsefnið, 5 stuldur, 9 hvati, 11 dýr, 13 sleif, 14 helgur staður, 17 til. Lausn.Björk og Jonze saman Mikið er pískrað um Björk þessa dagana enda margt í deiglunni hjá söngkonunni í kjölfar útkomu Medúlla og undirbúningur og framleiðsla á nýju myndbandi þegar hafin. Ljóst er að Spike Jonze mun leikstýra því og kemur hann til Íslands í þeim erindum bráðlega. Jonze hefur áður leik- stýrt myndbandi Bjarkar, „It’s Oh So Quiet“. Hann er jafnframt einn af höfuðpaurum á bak við sjón- varpsþættina Jackass og sam- nefnda bíómynd. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jórunn Viðar. 40 prósent. The Amazing Race. Lárétt: 1hraður, 6jór, 7má,8ös,9örn, 10 fræ,12iða,14hug,15au,16og,17 ans,18flóð. Lóðrétt: 1hjör, 2rós,3ar, 4umræðan,5 rán,9öri,11fugl,13ausa,14hof, 17að. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 LIZA MARKLUND Sænski rithöfundurinn kemur til Ís- lands í kjölfar útkomu Úlfsins rauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.