Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 62
Liza Marklund til Íslands
„Þetta er í annað sinn sem við
höldum listamannaþing á Eiðum
en síðan í fyrra hafa fjórir af
þeim erlendu listamönnum sem
mættu á svæðið unnið að verkum
og sýningum með Íslendingum,“
segir kvikmyndaframleiðandinn
Sigurjón Sighvatsson en í dag
hefst fjögurra daga þing á Eiðum
þar sem erlendir og innlendir
listamenn taka þátt í umræðum.
Markmiðið með þinginu, auk
þess að koma á alþjóðlegu sam-
starfi, er að fjalla um bakland
ólíkra listgreina og það umhverfi
sem listin sprettur úr. „Í ár er
myndlistarfólk og kvikmynda-
gerðarfólk í meirihluta lista-
manna,“ segir Sigurjón en ætlun-
in er að rannsaka sérstaklega þá
þætti sem skarast í þessum tveim-
ur listgreinum.
Meðal þeirra kvikmyndagerð-
armanna sem taka þátt í þinginu
að Eiðum er leikstjórinn Dagur
Kári Pétursson, bandaríski kvik-
myndaframleiðandinn Jeffrey
Lecy-Hinte sem framleiddi með-
al annars kvikmyndina Thirteen,
sem sýnd var hér á landi við góð-
ar viðtökur, og kvikmyndatöku-
maðurinn Christopher Doyle.
Á laugardaginn verður svo
opið hús milli 10.00 og 15.00 en þá
verða pallborðsumræður og
kynningar á verkum og lista-
mönnum. Ólafur Elíasson mynd-
listarmaður segir þá frá högg-
myndagarði sem áætlað er að
opna á Eiðum en kynnt verða þau
verk Ólafs sem áætlað er að sýna
á Eiðum á næsta ári. Einnig verð-
ur kynning á verkum Dieters
Roth og á verkinu Macy’s eftir
Paul McCarthy og Jason Rhoa-
des.
Yfir tuttugu listamenn mæta á
Eiða en þingið er hluti af þeirri
stefnu eigandanna Sigurjóns Sig-
hvatssonar og Gísla Pálmasonar í
að byggja upp og móta starfsemi
Menningarseturs á Eiðum. ■
Höggmyndagarður og
kynning á listaverkum
SIGURJÓN SIGHVATSSON
Stendur fyrir listamannaþingi á Eiðum.
30 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR
...fá íssalar fyrir að kæla okkur
niður í hitanum.
HRÓSIÐ
Sænski metsölu- og spennusagna-
höfundurinn Liza Marklund er
væntanleg til Íslands dagana 1.- 3.
september í tilefni af útkomu bók-
arinnar Úlfurinn rauði. Rithöfund-
urinn hefur sent frá sér sjö bækur
sem selst hafa í yfir 5 milljónum
eintaka á 26 tungumálum en Úlfur-
inn rauði er fimmta bókin sem
þýdd er á íslensku. Sænska send-
irráðið á Íslandi, Norræna húsið
og Ari útgáfa bjóða Lizu til
landsins en hún áritar bækur
í Norræna húsinu, föstudag-
inn 3. september. Norræna
húsið er þá öllum opið og
hefst dagskráin kl. 20. Les-
endum og aðdáendum
Lizu gefst einnig kostur
á að spyrja hana spjörunum
úr og leikkonan Þrúður Vil-
hjálmsdóttir les valda kafla
úr Úlfinum rauða. Anna R.
Ingólfsdóttir er íslenski þýð-
andi Lisu Marklund en hún
leitaði strax til Halldórs Guð-
mundssonar útgáfustjóra
Máls og menningar eftir að
hafa lesið Sprengivarginn í
Svíþjóð fyrir nokkrum árum.
Bókin var gefin út á íslensku
og í kjölfarið fylgdu Stúdíó
Sex og Paradís. Síðar stofn-
aði Anna Ara útgáfu og tryg-
gði sér rétt á komandi bókum
Marklund. Ari útgáfa hefur gefið
út Villibirtu og Úlfinn rauða og
mögulegt er að fyrsta bók Mark-
lund, sem á sænsku heitir Gömda,
verði einnig þýdd á íslensku.
Gömda vakti mikla athygli þegar
hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún
er sannsöguleg og fjallar um unga
konu sem sætir sjúklegum ofsókn-
um frá barnsföður sínum. Eftir
áralangan flótta undan manninum
hröklast konan úr landi og var Liza
Marklund á tímabili hennar eini
tengiliður við umheiminn. Nýjasta
bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og
er framhald af Gömda. Bókin seg-
ir frá aðdragandanum þess að kon-
an varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að
fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum.
„Liza Marklund höfðar alltaf
betur og betur til mín,“ segir
Anna R. Ingólfsdóttir. „Hún
tekur á málum fólks sem er
að standa sig og er á kafi í
atvinnulífi. Hún fjallar
um þjóðfélagsmál sem
eru ofarlega á baugi
hverju sinni og sem
dæmi segir Úlfurinn
rauði frá fári sem
kom upp eftir að
sænski mennta-
málaráðherrann
breytti fjöl-
miðlafrumvarpi
á síðustu stundu.
Bókin er skáldsaga
en um leið og ég
hafði lokið við að þýða
hana kom deilan upp um
fjölmiðlafrumvarpið hér
á landi.“
Úlfurinn rauði er
væntanleg í verslanir á
næstu dögum.
LISTUMRÆÐA
■ Yfir tuttugu erlendir og innlendir
listamenn mæta á Eiða í dag.
í dag
Strandblak kvenna er
langvinsælasta íþróttin
á Ólympíuleikunum
Sigurður oddviti
Vill rollur fremur
en fatlaða í sveitina
Karl biskup
Tekið verði á
skattsvikum barnafólks
sem skilur til fjár
Tvær íslenskarmyndir verða
sýndar á kvik-
myndahátíðinni í
Edinborg sem
hefst í dag.
Heimildarmynd-
in Love Is in the
Air, sem fjallar um ferð Vesturports-
ins með sýninguna Rómeó og Júlíu
til Bretlandseyja, í leikstjórn Ragnars
Bragasonar, er hluti af heimildar-
myndadagskrá hátíðarinnar en upp-
haflega var hátíðin eingöngu heim-
ildarmyndahátíð.
Auk Love Is in the Air verður ís-lenska stuttmyndin Síðasti bær-
inn, sem er í leikstjórn Rúnars Rún-
arssonar, sýnd á hátíðinni. Hún
keppir þar um verðlaunin „The
European Short Film Award,“ en
handhafi þeirra verðlauna er út-
nefndur til Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna. Kjartan Sveinsson,
hljómborðsleikari í Sigur Rós, semur
tónlistina við stuttmynd Rúnars en
Síðasti bærinn, sem skartar Jóni Sig-
urbjörnssyni í aðalhlutverki, verður
sýnd á undan Næslandi, mynd Frið-
riks Þórs, þegar sú kvikmynd verður
tekin til sýningar.
Lárétt: 1 fljótur, 6 hestur, 7 leyfist, 8 ör-
tröð, 9 fugl, 10 upphaf vaxtar, 12 hrey-
fast, 14 sinni, 15 tvíhljóði, 16 samtenging,
17 svar, 18 vatnagangur.
Lóðrétt: 1 sverð, 2 jurt, 3 rykkorn, 4 um-
talsefnið, 5 stuldur, 9 hvati, 11 dýr, 13
sleif, 14 helgur staður, 17 til.
Lausn.Björk og
Jonze saman
Mikið er pískrað um Björk þessa
dagana enda margt í deiglunni hjá
söngkonunni í kjölfar útkomu
Medúlla og undirbúningur og
framleiðsla á nýju myndbandi
þegar hafin. Ljóst er að Spike
Jonze mun leikstýra því og kemur
hann til Íslands í þeim erindum
bráðlega. Jonze hefur áður leik-
stýrt myndbandi Bjarkar, „It’s Oh
So Quiet“. Hann er jafnframt einn
af höfuðpaurum á bak við sjón-
varpsþættina Jackass og sam-
nefnda bíómynd. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Jórunn Viðar.
40 prósent.
The Amazing Race.
Lárétt: 1hraður, 6jór, 7má,8ös,9örn,
10 fræ,12iða,14hug,15au,16og,17
ans,18flóð.
Lóðrétt: 1hjör, 2rós,3ar, 4umræðan,5
rán,9öri,11fugl,13ausa,14hof, 17að.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
LIZA MARKLUND
Sænski rithöfundurinn kemur til Ís-
lands í kjölfar útkomu Úlfsins rauða.