Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 18
Efnahagur á evrusvæðinu, sem telur alls tólf ríki, heldur áfram að styrkjast og jókst vöxtur hans um 0,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hefur vöxturinn alls aukist um tvö prósent síð- ustu tólf mánuði. Árlegur vöxtur er heldur minni en í Bandaríkjunum en sérfræðingar segja að þetta hafi mætt væntingum þeirra og vel það. Efnahagurinn á evru- svæðinu er enn að jafna sig og fer efnahagur hjá Þýskalandi og Frakklandi, risunum tveim í Evrópu, sífellt batnandi. Ef litið er á öll 25 löndin í Evrópusambandinu var hag- vöxtur 0,6 prósent á öðrum árs- fjórðungi og 2,2 prósent á tólf mánaða tímabili. ■ Það getur kostað um milljón króna að ganga í það heila- ga. En kostnaðurinn af því að vera í hjónabandi er hvergi nærri allur tal- inn þar sem nú hefur komið í ljós að það getur kostað allt að milljón ár- lega að gangast opinber- lega við ástarsambandi sínu. Sambúðarfólk stendur frammi fyrir miklum freistingum þegar kemur að álagn- ingu opinberra gjalda. Samkvæmt dæmi sem Ásta Vilhjálms- dóttir, starfsmaður Ríkisskattstjóra, legg- ur upp geta hjón með þrjú börn misst af allt að átta hundruð þús- und krónum með því að játast hvort öðru á pappírum. Þessi upp- hæð samanstendur af barnabótum, vaxta- bótum og ýmsum öðrum tekjutengd- um bótum og sköttum sem rað- ast öðruvísi niður á ein- staklinga en pör. Sambýlisfólk sem skráir sig ekki sem slíkt er að brjóta lög og því er hegnt eins og um skattsvikara sé að ræða. Ekki er samt líklegt að skattrannsóknarstjóri muni grípa til aðgerða eins og að elta fólk heim úr vinnunni eða ráð- ast inn í svefnherbergi á nótt- unni til að athuga hverjir sofa hvar. ■ Sparnaður getur reynst frekar flókinn og bankamál um hagvöxt og prósentur frekar ruglandi. Ef þú vilt ná árangri í sparnaði á haust- mánuðum er tilvalið að skunda í bankann og spjalla við þjónustu- fulltrúann þinn. Biddu hann um ráð og ekki fara út úr bankanum fyrr en þú hefur fengið svör við öllum þínum spurningum. Ragnheiður Guðfinna Guðnadótt- ir sjónvarpskona segist beita ýmsum ráðum þegar hún þarf að halda að sér höndum í fjármálun- um. „Ég reyni þá yfirleitt að minnka notkunina á GSM-síman- um og nota frekar heimasímann. Einnig nota ég bílinn minna og rölti frekar styttri vegalengdir. Þá finnst mér muna heilmiklu að versla í Bónus og helst kaupi ég allar nauðsynjavörurnar þar. Að drekka vatn í staðinn fyrir dýra gosdrykki finnst mér líka frábært sparnaðarráð,“ segir hún. Þegar kemur að fatakaupum finnst Ragnheiði mun skynsam- legra að kaupa sér vandaðri, praktískari og dýrari vörur sem endast lengur en að kaupa fatnað sem skemmist eftir nokkra þvotta. „Í staðinn fyrir að kaupa alltaf ódýra strigaskó sem verða undir eins ónýtir kaupi ég þá frekar ör- lítið dýrari því þá duga þeir mér lengur. Ég er yfirleitt frekar praktísk þegar kemur að fatakaup- um og kaupi mér oftast föt sem duga mér lengi og fara ekki strax úr tísku. Mér finnst ég spara heil- mikið á því,“ segir hún. ■ Það borgar sig ekki að giftast: Viltu tapa milljón? Efnahagur á evrusvæðinu hefur styrkst á árinu og jókst hagvöxtur um 0,5 pró- sent. Efnahagur á evrusvæðinu: Styrkist og dafnar Í nútíma neyslusamfélagi er óneitanlega freist- andi að rölta inn í næsta banka og fá lán fyrir því sem mann langar að kaupa. Þrátt fyrir það efast líklega fáir um þá staðreynd að fólk stendur mun betur að vígi ef það á fyrir því sem það kaupir eða að minnsta kosti að hluta til. Mörgum vex það tölu- vert í augum að hefja reglulegan sparnað en fyrsta skrefið er einmitt að taka ákvörðun. Í bönkum er einfalt að leita til þjónustufulltrúa og ráðgjafa sem ráðleggja fólki um leiðir til að finna það sparnað- arform sem hentar hverjum og einum og hversu mikið fólk vill leggja til hliðar og hversu oft á ári. Alda Ólafsdóttir er þjónustufulltrúi hjá Íslands- banka og til hennar leita margir sem vilja hefja reglulegan sparnað. „Margar leiðir er hægt að fara í þessum málum og fer ráðgjöfin eðli málsins samkvæmt eftir aðstæðum þeirra sem leita til mín hverju sinni. Eitt af því sem ég myndi ráðleggja fólki að skoða er verðtryggður reikningur til þriggja, fjögurra eða fimm ára með 3,3 til 3,9 pró- senta vöxtum. Einnig eru blönduðu íslensku verð- bréfasjóðirnir okkar ágætis kostur og má þar nefna sjóð eitt sem er með raunávöxtun upp á 6,5 prósent og sjóð fimm sem eru ríkisskuldabréf með raunávöxtun upp á 4,8 prósent. Mikilvægt er að fólk blandi saman sparnaðarleiðum og leggi ekki öll eggin í sömu körfu. Þetta eru þrjú dæmi um ráðstafanir sem við mælum með í byrjun. Svo ef fólk vill fara í hlutabréfin er það heilmikil flóra,“ segir hún. Tökum dæmi af barnlausu pari með 200 þúsund krónur í útborguð laun á mánuði. Þau eru að kaupa sér tveggja herbergja íbúð en langar að stækka við sig eftir um það bil fimm ár. Þau ákveða því að byrja að leggja fyrir. „Í þessu tilviki myndi ég ráðleggja parinu að leggja fyrir um 20.000 krónur á mánuði. Ég myndi ekki telja ráðlegt að fara hærra því það á ekki að hreyfa peningana þegar þeir eru komnir inn í sjóðina því þú borgar fyrir færslur þegar þú ert að hreyfa sjóðina. Ekki er raunhæft að leggja allt fyrir sem það hefur aflögu, það kemur alltaf eitthvað upp á eins og gjaf- ir og annað. Framfærslan er í rauninni bara það sem þú þarft til að lifa af eins og matur, fatnaður og lækniskostnaður,“ segir Alda. Hún segir töluvert af ungu fólki leita til sín til að fá ráðgjöf og fólk sé oft á tíðum að velta fyrir sér hinum ýmsu leiðum. „Eins og gerist og gengur er fólk misjafnlega duglegt, sumum gengur mjög vel að leggja fyrir en öðrum illa. Þetta er allt spurning um fyrirhyggju og hvaða meiningu fólk leggur í orðið sparnað,“ segir hún. ■ Spara eða greiða skuldir Sæll Ingólfur! Ég er með húsbréf til 25 ára, búin að greiða 77 af 298 greiðslum. Eft- irstöðvar með verðbótum eru 5,7 milljónir, vextir 5,1%. Ég á 2 millj- ónir í banka, var að spá í hvernig dæmið kæmi út ef ég borgaði lánið niður eða hvort ég ætti að eiga þessa peninga í banka! Kveðja, Rósa. Sæl Rósa. Ég á erfitt með að svara spurningu þinni nákvæmlega en ég get gefið þér vísbendingar. Meginreglan hjá mér er að skipta útgjöldum heimilis- ins í þrennt: Sparnað, neyslu og skuldir. Næst er að spyrja sig hvað maður vilji gera við hvern útgjaldalið fyrir sig. Ég hef til dæmis bent á að það er hægt að spara þrátt fyrir erf- iða skuldastöðu og óháð því hverjar tekjurnar eru. En það er engin ástæða til þess að spara ef maður veit ekki til hvers. Sumir virðast ein- faldlega spara til þess eins að spara og deyja svo frá öllu saman. Þetta er frekar galinn sparnaður og mæli ég heldur með að honum sé eytt. Skuldir eru útgjaldaliður sem ég hef litla samúð með og hef því ráðlagt fólki að losa sig við þær sem fyrst. Ég er í rauninni að hvetja þig, Rósa, til þess að halda áfram að spara millj- ónirnar tvær, en að þú veltir fyrir þér til hvers þú ert að spara þær. Ætlar þú til dæmis að kaupa þér eitthvað, fjárfesta eða nota sparnaðinn sem öryggissjóð? Viljir þú hins vegar lækka greiðslubyrði húsnæðisláns- ins skaltu nota milljónirnar til þess að greiða lánið niður. Ef þú vilt greiða upp allar skuldir þínar sem fyrst mæli ég með að þú notir veltu- kerfi Fjármála heimilanna og haldir sparnaðinum. Ég vona að ég hafi getað svarað þér, Rósa, þó að ég hafi ekki sagt þér nákvæmlega hvað best sé að gera. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM HVERNIG SKYNSAM- LEGT SÉ AÐ VERJA TVEIMUR MILLJÓNUM. Sparnaðarráð Ragnheiðar Guðfinnu: Kaupir nauðsynjavörurnar í Bónus Ragnheiði Guðfinnu finnst muna miklu að versla í Bónus og kaupir hún helst allar nauðsynjavörurnar þar. Fjármál: Til eru margar góðar sparnaðarleiðir Í bönkum er einfalt að leita til þjónustufulltrúa og ráðgjafa sem ráðleggja fólki leiðir til að finna það sparnaðarform sem hentar hverjum og einum og hversu mikið fólk vill leggja til hliðar. Útborguð laun á mánuði 200.000 kr. Það sem þarf að borga er Framfærsla (matur, fatnaður, lækniskostnaður og þ.h.) 77.600 kr. Greiðsluþjónusta: 80.000 kr. Samtals 157.600 kr. Þá eru eftir af launum: 42.400 kr. Það vita nú allir að þau eru gift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.