Fréttablaðið - 18.08.2004, Side 15

Fréttablaðið - 18.08.2004, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 Drykkjukeppni: Beit skott af mús ÁSTRALÍA, AP Ungur Ástrali hefur verið sektaður um andvirði nær 40.000 króna fyrir að bíta skottið af lifandi mús. Sjálfur man hann ekkert eftir þessu enda tiltækið hluti af drykkjukeppni sem efnt var til á bar í Brisbane. Eigendur barsins héldu kepp- endum uppi á drykkjum í nokkra klukkutíma áður en keppnin hófst. Meðal keppnisatriða var að borða bollafylli af möðkum, drek- ka hálfan lítra af munnskoli og annan af ansjósum auk þess að virkja músagildru með tungunni. Ekki fylgdi sögunni hvað var í verðlaun. ■ FYRIRTÆKI Full ástæða er til að telja að hérlend fyrirtæki og stofnanir hýsi mikið magn ólöglegra kvik- mynda- og tónlistarskráa, að sögn Hallgríms Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka mynd- rétthafa á Íslandi. Hallgrímur segir að reynsla nágrannalandanna sýni að allt að helmingur fyrirtækja hýsi ólög- legt efni. „Okkar reynsla er sú að yfirmenn í fyrirtækjum eru oft á tíðum ekki meðvitaðir um þetta vandamál,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms geta ólög- legar skrár valdið töluverðum vandkvæðum í tölvukerfum fyrir- tækja. „Þetta er ólöglegt og því geta fyrirtæki verið skaðabóta- skyld komist upp um slíkt,“ segir Hallgrímur. „Töluverðar líkur eru á að vírusar slæðist með efni sem tekið er af netinu auk þess sem þessar skrár eru oft á tíðum mjög stórar og geta því hægt verulega á öllu tölvukerfinu.“ Hallgrímur segir þó ýmislegt til ráða til þess að berjast gegn þróuninni og fyrirtæki geti með auðveldum hætti fylgst með því hvort slíkt efni finnist á tölvu- kerfi þeirra. Skýrar reglur hafi mikil áhrif auk þess sem í boði sé ýmiss konar hugbúnaður sem leiti uppi slík forrit í tölvukerfum fyrirtækja. ■ ÓLÖGLEG NIÐURHALNING Full ástæða er til að ætla að íslensk fyrirtæki og stofnanir hýsi mikið magn ólöglegra kvik- mynda og tónlistar í tölvukerfum sínum. Fyrirtæki og stofnanir hýsa mikið magn ólöglegra skráa: Valda tölvukerfum miklum erfiðleikum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Þriggja ára barn: Kafnaði á poppkorni NEW YORK, AP Þriggja ára drengur lést eftir að hafa borðað poppkorn í kvikmyndahúsi í New York í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hafði öll verið að borða poppkorn þegar móðir drengsins tók eftir því að hann náði ekki andanum. Foreldrarnir þustu með drenginn út úr salnum og reyndu að bjarga honum. „Ég reyndi að setja puttann niður í háls hans en fann ekkert,“ sagði Eddie Riley, faðir drengsins. Lögregla kom á vettvang og reyndi að bjarga drengnum en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Fjarðabyggð: Refum og minkum fjölgar DÝRALÍF Í ár virðist mikið um ref og mink í Fjarðabyggð, að því er fram kemur á vef sveitarfélags- ins. „Þrátt fyrir að vel hafi verið staðið að veiðum undanfarin ár virðist þessum dýrum ætíð fjölga. Mildir vetur síðustu ára eiga ör- ugglega mikinn þátt í því að dýrin komist frekar á legg og að sögn veiðimanna er mikið um að þeir finni greni á nýjum stöðum,“ seg- ir þar, en fram kemur að það sem af er ári hafiÝveiðst 63 minkar, 32 refir og 48 yrðlingar. Kostnaður við veiðarnar nemur um 1,5 millj- ónum króna. Lýst eftir vitnum Óskað er eftir vitnum að slysi sem varð á Lyngdalsheiði sunnudaginn 8. ágúst, þegar rúta og jeppabif- reið rákust saman. Vitni eru beðin um að hafa samband við Olgu Ákadóttur í síma 587 2433 eða 861 4910. REFIR Í Húsdýragarðinum eru refirnir ekki til vandræða en refum og minkum hefur að sögn fjölgað mjög á Austfjörðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.