Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 42
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR14 Hildur Björg Ragnarsdóttir er á sextánda ári og hlakkar til að hefja nám í framhaldsskóla. Hún er ný- lega flutt til Akureyrar frá Höfn og ætlar í Verkmenntaskólann eftir nokkra daga. Segist geta búist við að eignast þar marga kunningja en kannski fáa vini því þar séu um 1.500 nemendur og áfangakerfi við lýði þannig að mikil hreyfing sé á fólki. „Þetta er auðvitað öðruvísi í bekkjarkerfinu. Þar myndast oft nánari vinskapur,“ segir hún. Henni líst þó vel á Verkmennta- skólann og stefnir á viðskiptabraut. Þar fær hún meðal annars að sprey- ta sig í bókfærslu en henni kveðst hún hafa kynnst lítillega í 10. bekk á Höfn. „Valið stóð milli þýsku og bókfærslu og ég valdi bókfærsluna. Svo kom í ljós að mér fannst hún reglulega skemmtileg, þannig að ég valdi viðskiptabraut í framhald- inu,“ segir hún. „Ég var að kaupa mér ferðatölvu og tösku en get ekki keypt neitt af viti af skólabókum fyrr en eftir 25. ágúst því þá fæ ég stundatöflu og bókalista,“ segir Hildur Björg að- spurð um innkaup fyrir skólann. Hún segir engan hafa ráðlagt henni að kaupa tölvu en er viss um að hún muni nýtast vel. „Ég er til dæmis miklu fljótari að slá inn glósur í hana en að handskrifa,“ segir hún og kveðst hafa náð ágætum tökum á fingrasetningunni í áttunda bekk í gegnum forritið Ritfinn. En hvað um föt? Þarf hún ekki að flikka upp á fataskápinn fyrir skól- ann? „Ábyggilega,“ segir hún fremur kæruleysislega. „Mamma ræður öllu um það. Hún á örugglega eftir að draga mig með sér í búðir þó ég nenni því ekki. Það er eitthvað sem mér þykir ekki gaman!“ gun@frettabladid.is Ætlar í Verkmenntaskólann á Akureyri: Kynntist bókfærslu og valdi viðskiptabraut Hildur Björg býst við að verða dregin í fatabúðir fyrir skólann. Eitt af hlutverkum nýs Fjöl- brautaskóla á Snæfellsnesi er að vera leiðandi í breyttum kennslu- háttum og í nýtingu upplýsinga- tækni í skólastarfi. Meginmarkmiðið með þessum nýju kennsluháttum er að nám nemendanna verði skilvirkara þannig að þeir nái betri tökum á námsefninu. „Notaðar verða aðferðir við kennsluna sem rannsóknir hafa sýnt að virka betur en hefðbundn- ar aðferðir. Þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að megináhersl- an er á að nemendur séu sjálfir virkir í náminu því það hefur sýnt sig að nemendur læra mest þegar þeir þurfa vinna sjálfir í námsefn- inu og finna lausnir,“ segir Guð- björg Aðalbergsdóttir skólameist- ari. Upplýsingatæknin verður nýtt á margvíslegan hátt í náminu og fléttast inn í alla þætti skóla- starfsins. Verður hún notuð til að skipuleggja námið, vinna flókin verkefni fljótt og vel og til að koma vinnu nemenda á framfæri. „Nám nemendanna fer aðallega fram með verkefnavinnu og vinna nemendur ýmist einstaklings- verkefni eða hópverkefni. Kennslan fer þannig fram að hefðbundnar kennslustundir verða í bland við opna tíma og mun kennari stýra vinnu nem- enda og verða þeim til aðstoðar. Kennt verður með aðstoð Angel kennsluumhverfisins og er það notað til að skipuleggja kennsluna og halda utan um allar upplýsing- ar fyrir hvern áfanga. Verkefna- vinnan verður bæði fjölbreytt og skapandi og munu bæði kennarar og nemendur hafa aðgang að margvíslegum tólum og tækjum eins og vefdagbókum og fleiri margmiðlunartólum,“ segir hún. Sérstakir gestakennarar munu starfa við skólann og munu þeir kenna tiltekna áfanga en fyrir- komulag þeirrar kennslu verður með svolítið öðru sniði en stað- bundna kennslan. „Angel kennslu- umhverfið er þó líka notað á sama hátt í þeirri kennslu þannig að verkefnaskil og námsmat er með svipuðum hætti. Í stað hefðbund- inna kennslustunda og opinna tíma munu gestakennarar koma í skólann tvisvar til þrisvar yfir önnina og hitta nemendur sína og skipuleggja námið með þeim. Að öðru leyti verða gestakennarar í tengslum við nemendur sína í gegnum Angel (tölvupóstur, spjallþræðir) og einnig munu þeir nýta sér annars konar tækni eins og fjarfundabúnað og MSN,“ seg- ir Guðbjörg. halldora@frettabladid.is Eftirfarandi námsbrautir eru í boði í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Námsbraut Einingar Námstími Einkenni brautar Almenn braut (AB) 24 2 annir Undirstaða í kjarnagreinum og upplýsinga- og listgreinum Almenn braut-fornám (AF) 24 2 annir Undirstaða í kjarnagreinum og upplýsinga- og listgreinum Ferðaþjónustubraut (FB) 74 4 annir Ferðaþjónustugreinar, s.s. tungumál og sérkenni svæðisins í jarðfræði og sögu Félagsfræðibraut (FÉ) 140 8 annir Samfélagsgreinar á kjörsviði, s.s. félagsfræði, saga, sálfræði og viðskiptagreinar Félagsmála- og tómstundabraut (FT) 72 4 annir Samfélagsgreinar, s.s. uppeldis og sálfræði Málabraut (MB) 140 8 annir Íslenska og erlend tungumál á kjörsviði Náttúrufræðibraut (NÁ) 140 8 annir Náttúrufræðigreinar og stærðfræði á kjörsviði Tölvufræðibraut (TFB) 112 6 anni Tölvufræðigreinar, s.s. forritun og netstjórnun Viðskiptabraut (VI) 70 4 annir Sérgreinar á viðskiptasviði, s.s.rekstrarhagfræði, bókfærsla og þjóðhagfræði Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Leiðandi í breyttum kennsluháttum Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verða notaðar kennsluaðferðir sem miða að því að nemendur séu sjálfir virkir í náminu með því að leita lausna. Vinnuvélanámskeið: Kvenþjóðin sækir á „Það er mikil þörf á svona nám- skeiðum, ekki síst þegar mikið er um framkvæmdir í landinu eins og núna,“ segir Knútur Halldórs- son um vinnuvélanámskeið sem hefst hjá Öku- og vinnuvélaskól- anum þann 20. ágúst að Þara- bakka 3 (Mjóddinni). Að hans sögn er bóklegi þátturinn kennd- ur á þessum námskeiðum. Farið er yfir lög og reglugerðir um vinnuvélar og vinnuvernd, lík- amsbeitingu og allt sem snýr að vélum og tækjum, þar með talið öryggisþáttinn en verkleg kennsla fer fram bæði innan skólans og ekki síður hjá hinum ýmsu verktökum. Knútur segir skólann setja upp námskeið af og til bæði hér í borginni og úti á landsbyggðinni, þau séu 80 kennslustundir og taki þrjár helgar. Aðsókn sé góð, karlmenn séu enn í meirihluta en kvenþjóð- in sæki á. ■ Verkleg kennsla fer gjarnan fram hjá vinnu- veitendum.                                                   !  " # $ % & %  '    ' ( )  * $ + , -  . / ,     / 0 %  1  2 ( (  3 ( (    !  4  1  2 ( (  3 ( '    5 5 5  . $ *  #  %     . $ *  # 6 . $ *  #  %  7.   8          9           :  8   ;             8  7  <  =      =    8                  8  7         :        88;              
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.