Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 57
25MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 „Miðfjarðará er komin í 1.060 laxa. Vatnsmagnið í ánni hefur verið að minnka í þeim hlýindum sem hafa verið á landinu öllu undanfarið en vaktirnar hafa þó verið að skila 8-10 fiskum á land síðustu daga. Hollið sem byrjaði í gær hefur landað 30 löxum og misst töluvert fleiri,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá veiðifélaginu Laxá, er við spurðum um stöðuna í gærkveldi. En veiði- skapurinn gengur ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður víða og mjög lítið vatn. „Það er góður gangur í Ytri- Rangá þessa dagana og eru um 3.000 laxar farnir í gegnum teljar- ann hjá Ægisíðufossi. Þá eru 1.200 laxar skráðir í veiðibók.“ 405 laxar eru farnir í gegnum teljarann hjá Árbæjarfossi þannig að um 1.400 laxar eru á sveimi í ánni eins og er þannig að veiðivonin er mjög góð í Eystri-Rangá þessa dag- ana. Frábær veiði er í Eystri-Rangá þessa dagana og tugir laxa eru tekn- ir á land á hverjum degi. 1.388 laxar eru komnir á land og mikið af fiski í ánni. Það virðist heldur ekki skipta máli hversu óvanur veiðimaðurinn er sem er að höndla stöng í ánni, samt setur hann í lax. Í fyrradag veiddust yfir 83 laxar, sem er frá- bær veiði. Laxá á Ásum er að detta í 400 veidda laxa og er ágætis veiði í henni þessa stundina þótt vatnið mætti vera meira í ánni, en varla hefur komið dropi úr lofti á Norður- landi í sumar. Töluvert er af fiski í ánni og þannig veiddi til dæmis einn veiðimaður 8 laxa úr sama hylnum í gær. Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er enn að koma á óvart og er hún búin að skila 466 löxum á land og stefnir allt í að hún endi töluvert yfir 500 löxum í ár. Vatnið er eitthvað farið að minnka í ánni þar sem gengið hefur á snjóbirgðirnar í fjöllunum í hitabylgjunni síðustu daga. Í gærmorgun voru 405 laxar komnir í gegnum teljarann hjá Ár- bæjarfossi og komnir upp á þessi nýju laxveiðisvæði. Veiðimenn hafa verið að gera ágætis veiði á þessum svæðum og bæði tekið laxa og stóra urriða á land og þess má geta að einn veiðimaður tók átta punda ur- riða á land. Veiðimaður sem var í Hallá á laugardaginn sagði að töluvert líf væri í ánni þótt hún væri vatnslítill. Hann náði fimm löxum á land en setti í töluvert fleiri. Þar sem Hallá hefur verið síðsumarsá má búast við að góðar göngur fari að láta sjá sig þar um leið og rigningin lætur á sér kræla. Blanda er komin í 1.146 veidda laxa og er það rúmlega 100% aukn- ing á veiddum löxum frá því í fyrra en þá veiddust einungis 504 laxar. Þótt hún sé komin á yfirfall eru menn enn að setja í fisk í Blöndu þessa dagana. Lítið vatn er í Langadalsá í Ísa- fjarðardjúpi þessa stundina enda hefur ekki rignt á svæðinu í rúma tvo mánuði. Samt er mikið af fiski í ánni og hafa veiðimenn þrátt fyrir vatnsleysið verið að taka nýlega gengna fiska á land. 90 laxar hafa komið á land eins og er og má búast við að mokveiði verði í Langadalsá þegar þessi margumtalaða rigning lætur á sér kræla,“ sagði Stefán enn fremur. ■ Mokveiði í Eystri-Rangá BOLTALAX Boltalöxum hefur verið sleppt í Reynisvatn og hafa veiðimenn verið að veiða þá en þessi lax var 21 pund og veiddist á rækju. Þarna geta veiðimenn á öllum aldri rennt fyrir lax og silung. Það er vart hægt að lesa um Ólymp- íuleikana í Aþenu án þess að lesa eitthvað um öryggisgæsluna. Hún er að mörgu leyti í aðalhlutverki enda vofir hryðjuverkaógn yfir leikunum. Ein af öryggisráðstöfun- unum sem ætlað er að koma í veg fyrir hryðjuverk hér í borg er þyrl- ur og risastór loftför sem svífa yfir borginni allan sólarhringinn. Þessi mögnuðu loftför eru búin þvílíkum hátæknibúnaði að það hálfa væri meira en nóg. Þau taka meðal ann- ars hitamyndir af borginni til að leita að sprengjum og annað álíka tæknilegt sem ég hef enga þekk- ingu á. Þau eiga í það minnsta að sjá til þess að ekkert vafasamt komist inn fyrir borgarmörkin. Ég vona að það standist þó ég hafi ekki hug- mynd um hvort það sé verið að ljúga þessu. Hvað þessar blessuðu þyrlur eru aftur á móti að gera hef ég ekki hugmynd um. Ekki eru þær búnar neinum njósnabúnaði og ekki eru þær heldur með neinar byssur eða flugskeyti. Mig grunar að þetta sé eingöngu sýndarmennska. Ég meina, þetta er eins þyrla og Jónas Reynis (kallaður JR, er það ekki?) notaði til þess að lauma sér í sveita- sæluna í snilldarmyndinni Dalalíf. Hún virkar ekki mjög ógnandi og færir mér litla huggun. Það væri svolítið fútt í þessu ef það væru her- þotur að sveima hérna yfir í hópum. Það virkar alltaf ógnandi. Ólíkt þyrlum sem fátækir íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa efni á að leigja. ■ FIMMTI Í ÓLYMPÍULEIKUM HENRY BIRGIR GUNNARSSON BLOGGAR FRÁ AÞENU Hættulegar þyrlur? Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.