Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Glíman við óttann Hólaræður eru vettvangur játningaog þar hafa menn áður upplýst um ótta sinn og varað við skelfilegum draugum í myrkrinu. Þar var nýverið varað við óheilbrigðum tengslum fjöl- miðla og viðskiptajöfra. Umræðan er háværari nú en þegar flokkur einn stýrði af myndugleik skoðanaskiptum í landinu með áhrifum og ítökum í helstu fjölmiðlum landsins. Þá kvartaði enginn yfir hægu andláti flokksblaða og frelsið var í öruggum höndum. Þá hrópuðu fáir að mótvægis væri þörf, en nú er óttinn allsráðandi. STÓLASKIPTIN virðast ætla að ganga mjúklega upp. Óbærileg hefði verið tilhugsun um herskáan skip- stjóra í utanríkisbrúnni. Einhverjir voru farnir að sjá fyrir sér herkvaðn- ingar og íslenskar víkingasveitir á er- lendri grundu – Frónverja í felulitum að berjast við ósýnilega óvini á ókunnri strönd og fjölritaðar stuðn- ingsyfirlýsingar við öll hugsanleg styrjaldarátök í veröldinni þar sem óttinn stýrir aðgerðum. ÚTIVISTARFÓLK upplifir oft sínar fyrstu tjaldnætur í húsagörðum. Ná- granni, sem enn er ekki hár í lofti, upplýsti að hann hefði nær aldrei sof- ið í tjaldi. Úr því varð að bæta og tauhöll reis í bakgarði. Fjölmenni streymdi að því fleiri ungir nágrann- ar, ásamt heimilismúsum, ákváðu að taka þátt í þessari þrekraun. Átta kjarkaðir tjaldbúar héldu í ágúströkkrinu út í garð á silkináttföt- um með sængur, kodda og bangsa í fangi ásamt mánaðarbirgðum af Andrésblöðum. Þegar ættingjar höfðu knúsað tjaldbúa og stappað í þá stál- inu logaði á lukt úti í náttmyrkrinu dágóða stund. Loks tók einn tjaldbúi af skarið og slökkti. Að morgni skil- uðu tjaldbúar sér í hús. Fljótlega kom þó í ljós að aðalmanninn vantaði. Hann fór heim til sín í gærkvöld, var svarið. Hann sagði bara: Nei, nú er ég farinn, tók sængina sína og labbaði heim. ÞAÐ ÞARF ÞÓ KJARK til að arka aleinn í náttmyrkrinu á milli húsa um miðja nótt. Um hádegi kom félaginn í heimsókn. Verður tjaldið uppi í nótt? spurði hann. Já, auðvitað. Má ég þá ekki bara búa um mig núna svo allt verði tilbúið fyrir kvöldið? spurði hann ákveðinn. Um kvöldið mætti okkar maður aftur ásamt fylgdarliði, svaf alla nóttina í tjaldinu og ljómaði eins og sólin þegar hann vaknaði og hafði sigrast á óttanum. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.