Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 23
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Patrick Vieira mun að öllum lík-indum snúa aftur á æfingu hjá
Arsenal á fimmtudaginn kemur.
Arsene Wenger,
knattspyrnust jór i
Arsenal, segist þó
ekki ætla að tefla
Vieira fram strax
með aðalliðinu þar
sem hann hefur átt
við meiðsli að
stríða. Vieira, sem
staðfesti á föstudag að hann hefði
hafnað 25 milljón punda boði Real
Madrid, fær tvær vikur hið minnsta til
að jafna sig af meiðslunum áður en
alvaran tekur við.
Sundkappinn Michael Phelpsmun ekki ná að slá met Mark
Spitz, sem vann til sjö gullverðlauna
á Ólympíuleikum, eftir að hann varð
þriðji í 200 metra
skriðsundi í fyrra-
dag. Phelps, sem er
aðeins nítján ára,
sagðist þó ekki vera
vonsvikinn eftir
sundið en hann
kom í mark á eftir
Ian Thorpe og
Pieter van den Hoogenband.
„Hvernig get ég verið vonsvikinn
þegar ég synti með hraðskreiðustu
mönnum sögunnar og kom í mark
rétt á eftir þeim,“ sagði Phelps eftir
sundið.. Thorpe setti nýtt ólympíu-
met þegar hann kom í mark á
1.44,71 mínútu – þriðja besta tíma
sögunnar.
Ivan Hlinka, fyrrverandi þjálfariPittsburgh Penguins og tékkneska
landsliðsins í ís-
hokkí, lést af sárum
sínum á mánudag-
inn var eftir bílslys.
Bíll Hlinka lenti í
árekstri við flutn-
ingabíl á aðfaranótt
mánudags. Hann
var fluttur á nær-
liggjandi sjúkrahús en lést skömmu
eftir komuna þangað. Hlinka hafði
verið endurráðinn sem þjálfari tékk-
neska landsliðsins í maí á síðasta ári
og átti að stýra liðinu til sigurs í
heimsmeistarakeppninni í íshokkí
sem hefst síðar í mánuðinum. Hlinka
stýrði Tékklandi til sigurs á Ólympíu-
leikunum í Nagano árið 1998.
Skipuleggjendur og forráðamennÓlympíuleikanna í Aþenu til-
kynntu í gær að rúmlega helmingur
aðgöngumiða á leikana væri seldur,
eða rétt rúmlega 3 milljónir af þeim
5,3 milljónum sem í boði voru. Þess-
ir sömu menn segja að salan hingað
til væri nánast í samræmi við fjár-
hagsáætlun. „Þetta er allt að koma,“
sagði ánægður Marton Simitsek,
einn af skipuleggjendum leikana.
Það verður boðið upp á hvíta bún-inga af hálfu íslenska knatt-
spyrnulandsliðsins í leiknum gegn
Ítölum í kvöld. Á venjulegum degi
hefðu Íslendingar leikið í sínum
hefðbundnu bláu búningum, þar
sem ítalska knattspyrnusambandið
óskaði sérstaklega eftir því að fá að
leika í sínum dökkbláu búningum,
sem eru nokkurs konar vörumerki
þeirra, var ekki annað hægt en að
verða við beiðni þeirra. Við munum
því horfa upp á íslenska liðið leika í
fyrsta skipti í nýjum hvítum búning-
um frá Errea og er ekkert nema gott
um það að segja.
Ígærmorgun höfðu selst rúmlega 13þúsund miðar á landsleikinn gegn
Ítölum. Það er löngu orðið uppselt í
stúku en 7 þúsund miðar til enn í
stæði. Nú er um að gera að drífa sig
á næsta sölustað og næla sér í miða
á þennan merkisleik því stefnan er
ljós – aðsóknarmetið á Laugardals-
völlinn skal slegið en það var sett
árið 1968 þegar Valur tók á móti
portúgalska liðinu Benfica í Evrópu-
keppni meistaraliða. Þann leik sáu
18.194. manns. Drífum okkur og tök-
um þátt í að slá þetta met – það er
löngu kominn tími á það.
Alan Smith, fram-herji Manchester
United, fær tækifæri í
byrjunarliðinu ásamt
Michael Owen þeg-
ar England mætir
Úkraínu í vináttu-
landsleik. Sven-Gör-
an Eriksson, landsliðsþjálfari Englend-
inga valdi Smith fram yfir Jermain
Defoe sem kom inn í landsliðshópinn
í stað Emile Heskey sem er meiddur.
Nicky Butt kemur einnig inn í byrjun-
arliðið ásamt Ledley King sem mun
leika aftastur í vörninni ásamt John
Terry.
ÓLYMPÍULEIKAR Jakob Jóhann Sveins-
son var hundsvekktur þegar hann
steig upp úr lauginni í Aþenu í
gærmorgun.
Hann hafði stefnt á að synda á
að minnsta kosti nýju Íslandsmeti
í 200 metra bringusundinu en það
takmark náðist ekki. Íslandsmet
Jakobs er 2:15,20 mínútur en hann
lauk sundinu á 2:16,60 sem er ekki
fjarri Íslandsmetinu.
Sá tími nægði honum ekki til
þess að komast í undanúrslit en
hann endaði í 21. sæti. Það hrein-
lega rauk úr stráknum tveim mín-
útum eftir sundið. „Þetta var bara
aumingjaskapur. Ég er ekkert
smá óánægður með sjálfan mig,“
sagði þessi metnaðarfulli sund-
kappi, sem setti Íslandsmet í 100
metra bringusundinu.
„Ég veit ekki hvað klikkaði. Ég
fann mig vel fyrstu 100 metrana
og sagði við sjálfan mig að núna
væri ég búinn að taka þetta því ég
er venjulega hraðari á seinni
hundrað. En ég fór ekkert hraðar
og virtist bara ekki komast hrað-
ar. Ég skil þetta ekki.“
Jakob vildi ekki kenna lauginni
um. Sagði hana vera fína og að
hann hefði synt mun hraðar í upp-
hituninni. Strákurinn ætlaði sér
stóra hluti á þessum Ólympíuleik-
um og því voru vonbrigðin að von-
um mikil. „Þetta var sko langt frá
því sem ég ætl-
aði mér. Ég hélt
að ég kæmist
auðveldlega inn
í undanúrslitin.
Mig langaði
helst að komast
undir 2:14 og ég
veit að ég get
synt svo hratt.
Ég hef gert það
á æfingum og
því skil ég ekki
af hverju þetta
gekk ekki upp.“
henry@frettabladid.is
Ég bara komst ekki hraðar
Jakob Jóhann Sveinsson lauk keppni án þess að ná markmiðinu
JAKOB JÓHANN SVEINSSON Gerði sitt besta en komst bara
ekki hraðar. Hann var að vonum svekktur með árangurinn.