Fréttablaðið - 18.08.2004, Page 40

Fréttablaðið - 18.08.2004, Page 40
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Hollt og gómsætt: Nestispakki alla vikuna Í hugum margra er skóladagur- inn langur. Frímínútur og nest- ishlé eru yfirleitt það sem brýt- ur upp daginn. Þá hittir maður líka vini og kunningja og getur spjallað um allt milli himins og jarðar. Mikilvægt er að borða vel í skólanum svo einbeitingin sé í lagi og þreytan hrjái engan. Langar frímínútur eru báðum megin við hádegishléið og þá er nauðsynlegt að gæða sér á ein- hverju næringarríku og góðu. Í hádegishléinu er vænlegt að borða meira og betur til að halda kröftunum í lagi. Í mörg- um mötuneytum landsins er boðið upp á bæði heitan og kaldan mat en margir kjósa einnig að koma með sitt eigið nesti í skólann. Auðvelt er að detta í þá gildru að hafa nestið of einhæft og mikilvægt að breyta til á hverjum degi. Við ákváðum því að setja saman nokkra nestispakka. Það er gaman að prófa nýja og óhefð- bundna hluti því það er alltaf hægt að borða eitthvað annað næsta dag. ■ Mánudagur Morgunkaffi: Bláberjaskyr og vatnsglas. Hádegismatur: Hakk og spaghettí með tómatsósu og ferna af appelsínu-Svala. Síðdegiskaffi: Tvö hrökkbrauð með osti og tómat og vatnsglas. Þriðjudagur Morgunkaffi: Ávaxtajógúrt, banani og ferna af epla- Svala. Hádegismatur: Samloka með skinku og osti, rautt epli og vatnsglas. Síðdegiskaffi: Appelsína, vanilluskyr og ferna af appelsínu-Svala. Miðvikudagur Morgunkaffi: Samloka með rúllupylsu og ferna af kókómjólk. Hádegismatur: Hrísgrjónagrautur, rúgbrauð með smjöri og vatnsglas. Síðdegiskaffi: Hreint skyr, kíví og vatnsglas. Fimmtudagur Morgunkaffi: Skyr með banana og súkkulaði og ferna af epla-Svala. Hádegismatur: Samloka með osti, gúrku og tómötum ásamt vatnsglasi. Síðdegiskaffi: Karamellujógúrt, banani og vatnsglas. Föstudagur Morgunkaffi: Grilluð samloka með pepperoni og osti og ferna af appelsínu-Svala. Hádegismatur: Kjúklingur með kartöflum og sósu og vatnsglas. Síðdegiskaffi: Ferna af kókómjólk, tvær kexkökur og appelsína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.