Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 26
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR6
Eftirtalin námskeið
verða haldin á
haustönn 2004 á
vegum Upledger
stofnunarinnar á
Íslandi(UIIC)
Kynningarnámskeið Akureyri 20. og 21. ágúst
Kynningarnámskeið í Reykjavík 03. og 04. September.
CSTII 07.-10 október 2004.
SERII 28.-31 október 2004.
Clinical Symposium 01.nóvember 2004.
CSTI 04.-07. nóvember 2004.
Upplýsingar og skráning eru í síma 466-3090.
Á heimasíðunni www:upledger.is eru upplýsingar
um námskeiðin og þar einnig er hægt að skrá sig á
námskeiðin beint.
Námskeiðahald fyrir árið 2005 verður sett upp fyrir
15. september á www:upledger.is
UI á Íslandi
Hlíðarási 5 270 Mosfellsbær S: 466-3090.
„Skólinn minn er nálægt þar sem
ég á heima þannig að ég labba
bara. Það var mjög gaman í frí-
inu. Mér finnst eiginlega
skemmtilegra í fríinu en í skól-
anum. Ég fór til Portúgal í hálfan
mánuð og það var mjög gaman.
Skemmtilegast var að fara í
rennibrautagarðinn. Það verður
ekki nógu skemmtilegt núna í
skólanum því það er svo lítið
sund. Ég var mikið í sundi í
fyrra og verð líka í sundi á
næsta ári en ekkert núna. Mér
finnst sundið skemmtilegast í
skólanum. Annars er ég búin að
kaupa nýtt skóladót og skóla-
tösku. Hún tekur reyndar mikið
pláss en það er í lagi. Ég keypti
líka rosalega flotta rauða stíla-
bók. Mér finnst rauður, blár og
grænn flottustu litirnir. Eigin-
lega vantar bara eitt í skólann og
það er límstifti.“ ■
Búin að kaupa allt í skólann:
Vantar bara límstifti
Daney Rós Þrastardóttir, sjö ára í Snælandsskóla.
„Samræmd próf eru mælitæki
sem, eins og öll tæki, geta bæði
verið góð og slæm, eftir því
hvernig á þeim er haldið,“ segir
Birna Sigurjónsdóttir, deildar-
stjóri kennsludeildar Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur, innt eft-
ir reynslunni sem komin er af
samræmdum prófum í 4. og 7.
bekk grunnskóla og fjölgun þeirra
í 10. bekk. Hún segir prófin fyrst
og fremst mæla það sem auðvelt
sé að mæla í námi nemenda og ef
niðurstöðurnar séu látnar stýra
skólastarfinu sé farið að þrengja
það ansi mikið. „Þetta gæti gerst
og hefur hugsanlega gerst að ein-
hverju marki, einkum í 10. bekk,“
segir hún. „Skólamenn þurfa að
treysta því að sú stefna að virkja
áhugahvöt hvers nemanda, ein-
staklingsmiðað nám og fjölbreytt
vinnubrögð skili góðum árangri
en ekki falla í þá gryfju að kenna
fyrir samræmdu prófin eða jafn-
vel á prófin,“ bætir hún við.
Birna segir þó samræmd próf
vissulega gera gagn líka. „Megin-
markmið þeirra er að gefa kennur-
um, nemendum og foreldrum upp-
lýsingar um stöðu hvers nemenda
bæði gagnvart námsefninu og inn-
an síns hóps, því hann fær að vita
hvar í röðinni hann er staddur. Til-
gangurinn er auðvitað sá að hlú
betur að honum ef með þarf.“
Spurð hvort verið sé að ala á
keppni með því að birta þessa rað-
einkunn segir hún festulega.
„Þetta er allt vandmeðfarið.
Hæfilegur metnaður er af hinu
góða og auðvitað eru framfarir
hjá hverjum og einum það sem
keppt skal að. Námsmatsstofnun
reiknar svo út framfarastuðul og
þá getur nemandi, foreldrar og
kennari séð hvort nemandinn hef-
ur bætt sig frá 4. upp í 7. bekk og
frá 7. upp í 10. bekk miðað við
heildina.
Annað hlutverk þessara sam-
ræmdu prófa er að gefa upplýs-
ingar um stöðu skóla. Þau eru
lögbundin og eru leið ríkisins til
að meta það hvernig skólunum
gengur að ná þeim markmiðum
sem sett eru,“ segir Birna og get-
ur þess að Íslendingar séu eina
Norðurlandaþjóðin með sam-
ræmd próf í 4. bekk. Það sem
henni finnst orka mest tvímælis
er að birta þessar upplýsingar
opinberlega og gefa tækifæri á
samanburði milli skóla og milli
landshluta. „Það er bara svo
margt sem spilar inn í það hver
meðaleinkunn skólans er og mitt
mat er að þessi birting hafi spillt
fyrir nýtingu prófanna.“ Hún
nefnir til samanburðar svokölluð
skimunarpróf í lestri sem lögð
hafi verið fyrir reykvísk börn
síðustu ár en farið hljótt. „Þar
fær hver skóli skýrslu um stöðu
sinna nemenda í samanburði við
heildarmeðaltalið en hún á ekki
erindi lengra.“
gun@frettabladid.is
Skólamenn þurfa að treysta því að sú stefna að virkja áhugahvöt hvers nemanda og fjölbreytt vinnubrögð skili góðum árangri,“ segir Birna.
Birna Sigurjónsdóttir deildarstjóri:
Birting samræmdra prófa
spillir fyrir nýtingu þeirra
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Þetta er óstressað kvöldnám-
skeið fyrir almenning. Við hugs-
um það fyrir byrjendur sem eru
búnir að kaupa sér stafræna
myndavél og vilja líka fara í
gömlu albúmin sín og vinna með
sínar eigin myndir,“ segir Elín
Rafnsdóttir, listakennari og
grafískur miðlari, um nýjan
áfanga á vegum Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti sem heitir
Myndvinnsla frá grunni. Hún
verður kennarinn. „Þetta er
gaman fyrir krakka sem eru
kannski að fara að sækja um í
listaháskóla og þurfa að búa sér
til möppu og skissubækur,“ seg-
ir hún og kveðst kenna á grunn-
verkfærin og líka benda á nýja
möguleika til að vinna frekar
með myndirnar.
Námið er að jafnaði þrjár
stundir á viku alla haustönnina
og kostar 14.500. ■
Stafræn myndvinnsla:
Unnið með
heimilisalbúmið