Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 49
17MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 Hræðslan við ríkisrekstur Það er kominn tími á að menn leggi af hræðsluna við rekstur ríkisins á hinu og þessu. Það er ekkert að því að ríkið sjái þegnum sínum fyrir þjónustu sem kem- ur í veg fyrir 30-70% hærra vöruverð á Kópaskeri en í Reykjavík. Það er líka í góðu lagi að leggja fé til byggðarlaga svo fremi að það stuðli að sjálfbærri þróun. Álver, vörubílar Eimskipafélagsins og her á Miðnesheiðinni hafa hins vegar þveröf- ug áhrif og breyta Íslandi í fábreytta stór- iðjunýlendu. Grímur Atlason á vg.is/postur Besta örvhenta skyttan Það er erfitt að vinna handboltaleik með því að nýta einungis hálfan völlinn. Sú var tíð að íslenska landsliðið í handbolta var frægt fyrir að tefla fram hverri vinstri skyttunni á fætur annarri. Alltaf átti Ísland öfluga vinstri skyttu, sem kannski var ekki svo teknísk, en gat bombað boltanum inn frá tíu, ellefu metrum. Sú tíð er fyrir bí. Í dag eigum við bestu örvhentu skyttu í heimi en enga rétthenda. Spánverjar lásu okkur vel og létu nær alla varnar- menn sína hafa gætur á hægri væng ís- lenska landsliðsins. Þorvarður Tjörvi Ólafsson á sellan.is Tækifæri opnast í ESB Með inngöngu Íslands í ESB opnast margs konar tækifæri fyrir íslenskan sjáv- arútveg, s.s. aðgangur að veiðiréttindum ESB ríkja hjá á þriðja tug ríkja um allan heim, fullt tollfrelsi og aðkoma að ákvarðanatöku um sjávarútvegsstefnuna. Einnig felast gríðarlegir hagsmunir fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem og önnur fyrirtæki, við upptöku á evrunni. Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst þó ekki ein- göngu um hagsmuni. Hún snýst ekki hvað síst um það hvort við viljum vera með í samfélagi Evrópu með fullum lýð- ræðislegum réttindum og skyldum sem því fylgir. Ég vil að Íslendingar taki virkan þátt í evrópsku samfélagi á sömu for- sendum og aðrir. Ágúst Ólafur Ágústsson á politik.is Hafnarfjörður hluti af heild Hafnfirðingar eru að vonum stoltir af bænum sínum og vilja veg hans sem mestan. Eitt er þó nauðsynlegt að Hafn- firðingar hafi ríkt í huga og það er að Hafnarfjörður er hluti af stærri heild: höf- uðborgarsvæðinu. Ljóst er að Hafnar- fjörður má ekki – fremur en önnur sveit- arfélög á því svæði ñ þróast algjörlega sjálfstætt eins og þessi stærri heild sé ekki til. Þannig væri það t.a.m. mjög óskynsamlegt að ráðast nú í byggingu risastórrar verslunarmiðstöðvar eins og Smáralindarinnar, enda myndi það ör- ugglega ekki borga sig þar eð afleiðingin yrði mikið offramboð af verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu Þórður Sveinsson á mir.is Lítið leikfangaland Ísland er eins og lítið leikfangaland, hef- ur allt og gott betur. Þetta sagði erlendur prófessor í viðskiptum sem sér gnægð tækifæra hér á landi. Hann óskaði sér að- eins þess að vera nokkrum árum yngri og þá myndi hann strax hefjast handa. Hann trúði varla eigin augum að í þessu litla landi sem hann dvaldi í nokkrar vikur væri ekki bara fjölskrúðugt mannlíf og falleg náttúra, heldur byggi hér mikill kraftur sem endurspeglaðist ekki síst í gróskumiklu viðskipta- og menningarlífi. Vala Pálsdóttir á tikin.is BRÉF TIL BLAÐSINS Hagvöxtur og veðurblíðan Góða veðrið síðustu daga hefur að sjálfsögðu glatt alla, er ekki svo? Jú, allavega gleðjast sumir búðareigendur mjög, þ.e. þeir sem selja stuttbuxur og sólarvörn svo maður tali ekki um þá sem selja ísinn. Eftirspurn eftir þess- um vörum hefur örugglega aukist til muna síðustu daga. Aðsókn að sund- stöðum landsins hefur sjaldan verið meiri. Á hinn bóginn gleðjast þeir búðareig- endur væntanlega minna sem selja vörur eins og regnfatnað. Sömu sögu má væntanlega segja af búðareigend- um sem selja hluti eins og t.d. hús- búnað ýmiss konar, því hver nennir að kaupa slíkt í þessari veðurblíðu? Þess má því vænta að eftirspurn eftir þess- um vörum hafi dalað heldur í góða veðrinu. Frést hefur af fyrirtækjum sem hafa lokað vegna veðurs. Starfsmenn halda glaðir út í sólskinið og viðskiptavinir sýna þolinmæði og koma bara aftur síðar. Eða er einhver leið til að amast við slíku? Jú, ef allt athafnalíf lognast út af í einhvern tíma á meðan lands- menn sleikja sólskinið fer þess fljótt að gæta í landsframleiðslunni og kemur því fram í lægri hagvexti en ella. En er eitthvað slæmt við minni hag- vöxt vegna veðurs? Ef hagvöxtur væri lítill, þá væri það væntanlega ekki æskilegt. Það er hins vegar spáð miklum hagvexti á þessu ári, eða 4,25% samkvæmt spá Seðla- bankans, og verðbólga er nálægt efri þolmörkum verðbólgumark- miðs, eða 3,7% við síðustu mæl- ingu. Þetta hvort tveggja bendir til þess að eftirspurnarspenna sé að myndast í þjóðarbúskapnum, þ.e. eftirspurnin er meiri en sem nemur aukinni innlendri framleiðslu. Við núverandi aðstæður í þjóðarbú- skapnum er því varla slæmt ef landsframleiðslan er undir fram- leiðslugetu í nokkra daga. Hitinn síðustu daga hefur því væntanlega leitt til þess að örlítið hefur kólnað undir þjóðarbúskapnum. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR 1990 1,2 1991 0,1 1992 -3,3 1993 0,8 1994 4,0 1995 0,1 1996 5,2 1997 4,7 1998 5,5 1999 4,1 2000 5,7 2001 2,8 2002 -0,6 2003 4 2004 4,3 Ef allt athafnalíf lognast út af í ein- hvern tíma á meðan lands- menn sleikja sólskinið fer þess fljótt að gæta í lands- framleiðslunni og kemur því fram í lægri hagvexti en ella. ,, Hagvöxtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.