Fréttablaðið - 18.08.2004, Side 35

Fréttablaðið - 18.08.2004, Side 35
7MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 La ug av eg ur Klappastígu r Litla-Ítalía í Reykjavík Ítalía hefur í hugum margra þá ímynd að vera staður fágunar, fagurra lista og fallegs fólks. Ítalskur matur er rómaður um alla veröld og Ítalir eru heimsfrægir fyrir að tolla í tísku hvað sem tautar og raular. Þó að þú komist ekki til Ítalíu til að upplifa þessa heillandi menningu og dásamlega loftslag er alltaf hægt að sækja Ítalíu heim á þínu eigin landi. Í hinni sívinsælu göngugötu, Laugaveginum, er hægt að finna Ítalann í sjálfum sér, dressa sig upp eins og Ítali og borða ekta ítalskan mat. Sigurboginn Laugavegi 80 Ítalskt fólk ilmar nú alltaf vel og í snyrti- og gjafavöruversluninni Sigurboganum er einmitt hægt að fá þá angan í flöskum. Þar eru til dæmis seld ilmvötn undir hinu heimsfræga nafni Armani og því um að gera að skella á sig gusu og komast í rétta ítalska fílinginn. Íslenskir karlmenn Laugavegi 74 Eftir Sigurbogann er hægt að vinda sér í herra- fataverslunina Íslenskir karlmenn sem selur há- gæða ítalskan fatnað. Ítalir hafa alltaf verið þekkt- ir fyrir að vera í tísku og yfirleitt roðnar maður og blánar í samanburði við þá. Nú er það liðin tíð. Ítalska barnafataverslunin Iana Laugavegi 53b Ítölsku börnin þurfa líka að vera smart. Svo er um að gera að kaupa líka ítölsk barnaföt á öll börnin í fjöl- skyldunni sem ekki eru smart. Bónus Laugavegi 59 Pasta, pastasósur, mozzarella-ostur og hvaðeina. Næstum því allt matarkyns í ítalska matarboðið fæst í Bónus. Svo fæst líka fullt annað þar þannig að hægt er að slá margar flugur í einu höggi. Rossopomodoro Laugavegi 40 Veitingastaðurinn Rossopomodoro er frekar nýr af nálinni en er samt búinn að slá í gegn. Þarna er hægt að fá ekta ítalskan mat á góðu verði í ekta ítölsku andrúmslofti. Pasta Basta Klapparstíg 38 Pasta Basta er frekar gamall í hettunni og stendur alltaf fyrir sínu. Þar er hægt að fá bæði pasta og basta þótt enginn viti hvað basta þýðir – en það er um að gera að prófa það. Lyfja Laugavegi 16 Í Lyfju er hægt að kóróna dressið og kaupa sér ekta ítalskar sokkabuxur frá Levante. Þar er líka frábært úrval húðvara frá Ítalíu eins og Aqualina og Icoloniali svo eitthvað sé nefnt. Alveg eins og ekta ítalskt apótek. Ítalía Laugavegi 11 Enn einn veitingastaðurinn og ber nafn með rentu. Ítalía er með fyrstu ítölsku veitingastöðunum á Íslandi og býður upp á alls kyns gómsæti frá Miðjarðarhafinu. Ostabúðin Skólavörðustíg 8 Þegar ostarnir eru komnir í veisluna getur ekkert klikkað. Endaðu því bæjarferðina í Osta- búðinni og gleddu vini og kunningja með ekta ítölskum ostum í litlu ítölsku Reykjavík. Sk ól av ör ðu st íg ur Deli Bankastræti 14 Deli er eins konar ítalskur skyndibitastaður. Þar er hægt að fá ljúffengar ítalskar snittur að hætti hússins og fíla sig eins og alvöru Ítala í Reykjavík. Kaffitár Bankastræti 8 Ítalska kaffið klikkar ekki og á Kaffitári er hægt að fá ekta ítalskt cappuccino. Þar er reyndar enginn Ítali að vinna en skítt með það – þau kunna þetta samt krakkarnir. Sævar Karl Bankastræti 7 Hann Sævar Karl hefur alltaf haft gott orð á sér og ekki spilla gæðamerki eins og Dolce & Gabbana því orði. Þar er hægt að versla eins og Ítalarnir gera og láta stjana við sig í fallegri og snyrtilegri verslun. Af- greiðslufólkið talar reyndar íslensku en nær samt að skapa ítalska stemningu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.