Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 VIÐSKIPTI Skipafélag Færeyja hefur verið sameinað Eimskipa- félagi Íslands. Eimskipafélagið greiddi eigendum færeyska félagsins 100 milljón danskar krónur, rúmlega milljarð ís- lenskra króna. Eigendur Skipafélags Fær- eyja eignast auk þess tæplega sex prósenta hlut í Eimskipa- félaginu á móti Burðarási, sem á rúm 94 prósent í félaginu. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, segir fær- eyska félagið eiga sér langa sögu og sérstakan stað í hjörtum Fær- eyinga. Þeirra óskabarn. „Þeir eru eins og Eimskip á Íslandi. Eitt af þeirra elstu fyrirtækjum, með 85 ára sögu.“ Baldur segir áherslu því lagða á að færeyska félagið haldi áfram að sigla undir eigin merkjum. „Stefnan er að Skipafélag Færeyja taki yfir starfsemi Eimskips í Fær- eyjum.“ Baldur kynnti metnaðarfullar arðsemisáætlanir á fundi með fjárfestum í kjölfar hálfsársupp- gjörs. Baldur segir kaupin lið í áætlun félagsins um aukna arð- semi og eflingu starfsemi á Norður-Atlantshafi. „Við sjáum töluverða samlegð af rekstri þessara félaga.“ Hann samþykkir að kaupin séu táknræn fyrir Eim- skipafélagið, sem eftir viðskiptin er ekki lengur í 100 prósent eigu Burðaráss. ■ Snillingar á öllum svi›um Umbro fótboltalínan. Einnig miki› úrval af ö›rum ritfangalínum. Beckmann skólatöskur. Me› blikkljósi og mittisól. Margar ger›ir: 8.990 kr. Skólataska. Me› leikfimipoka. firír litir: 3.990 kr. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 25 3 Úrvali›, gæ›in og fljónustan eru hjá okkur, enda höfum vi› fljóna› snillingum á öllum svi›um frá 1872. Bakpoki OX2. Alhli›a skólataska. 2 litir: 1.495 kr. Bandaríkjamenn í Líbíu: Treysta tengslin við Gaddafí TRIPOLI, AP Tom Lantos, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hitti Moammar Gaddafí Líbíuleiðtoga. Þetta er í annað sinn á árinu sem Lantos hittir Gaddafí og lofaði hann hina jákvæðu þróun í sam- skiptum ríkjanna undanfarið og sagði samskiptin hafa batnað meira og fyrr en vænst var. Bandaríkin hafa smám saman verið að opna fyrir tengsl við Líb- íu undanfarið og leyfðu meðal annars olíuinnflutning frá landinu. Líbía er þó enn á lista yfir ríki sem eru grunuð um að styðja hryðju- verkamenn og sæta því takmörk- unum af hálfu Bandaríkjanna. ■ Formið sótt í skip víkinga: Alþingi fær stól að gjöf ALÞINGI Alþingi fékk afhentan að gjöf sérhannaðan stól eftir skoska listamanninn Thomas Hawson. Jónína Bjartmarz, varaforseti Al- þingis, veitir gjöfinni viðtöku. „Árið 2000 hannaði listamaður- inn Thomas Hawson stól sem skoska þingið gaf Alþingi í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Stóllinn sem skoska þingið færði Alþingi líkist að formi stefni langskips og stóll- inn sem listamaðurinn gefur Al- þingi nú sækir form sitt einnig til skipa víkinga,“ segir á vef Al- þingis. ■ Hafnaði inni á markaðstorgi: Drap sautján NÍGERÍA, AP Sautján létust þegar olíuflutningabíll hafnaði inni á fjöl- förnu markaðstorgi í borginni Kano í norðurhluta Nígeríu í gær. Tugir særðust í slysinu en tildrög þess voru þau að bílstjóri olíuflutn- ingabílsins missti stjórn á bílnum. Bílstjórinn hefur verið handtekinn. Umferðarslys eru algeng í Ní- geríu og kenna stjórnvöld óvar- legum akstri um. Vöruflutninga- fyrirtæki kenna hins vegar léleg- um vegum um slysin. ■ Olíumálaráðherra OPEC: Spáir mikilli lækkun VIÐSKIPTI Offramboð er á olíu í heiminum og skortur því ekki ástæða hækkandi verðs. Olíumálaráðherra OPEC, Purnomo Yusgiantoro, spáir því að verðið á olíutunnu fari niður í 30 dollara á næsta ári. Verðið að undanförnu hefur verið allt að 47 dollurum. Lækkunin næmi því ríf- lega þriðjungi. Olíumálaráðherrann telur að áhættuálag markaðarins sé um sextán dollarar á tunnuna, sem muni lækka hratt þegar dregur úr óvissu um framboð frá Írak, Rúss- landi og Venesúela. ■ MOAMMAR GADDAFÍ Hefur unnið að því að treysta tengslin við Bandaríkin og Evrópusambandið. SAMSLÁTTUR Í FÆREYJUM Eimskip hefur sameinast Skipafélagi Fær- eyja. Færeyingar eignast sex prósent í Eim- skipafélaginu. Baldur Guðnason forstjóri segir samsláttinn styrkja Eimskipafélagið í Norður-Atlantshafssiglingum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Eimskipafélagið stækkar: Sameinast færeysku óskabarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.