Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004
VIÐSKIPTI Skipafélag Færeyja
hefur verið sameinað Eimskipa-
félagi Íslands. Eimskipafélagið
greiddi eigendum færeyska
félagsins 100 milljón danskar
krónur, rúmlega milljarð ís-
lenskra króna.
Eigendur Skipafélags Fær-
eyja eignast auk þess tæplega
sex prósenta hlut í Eimskipa-
félaginu á móti Burðarási, sem á
rúm 94 prósent í félaginu.
Baldur Guðnason, forstjóri
Eimskipafélagsins, segir fær-
eyska félagið eiga sér langa sögu
og sérstakan stað í hjörtum Fær-
eyinga. Þeirra óskabarn. „Þeir
eru eins og Eimskip á Íslandi.
Eitt af þeirra elstu fyrirtækjum,
með 85 ára sögu.“ Baldur segir
áherslu því lagða á að færeyska
félagið haldi áfram að sigla
undir eigin merkjum. „Stefnan
er að Skipafélag Færeyja taki
yfir starfsemi Eimskips í Fær-
eyjum.“
Baldur kynnti metnaðarfullar
arðsemisáætlanir á fundi með
fjárfestum í kjölfar hálfsársupp-
gjörs. Baldur segir kaupin lið í
áætlun félagsins um aukna arð-
semi og eflingu starfsemi á
Norður-Atlantshafi. „Við sjáum
töluverða samlegð af rekstri
þessara félaga.“ Hann samþykkir
að kaupin séu táknræn fyrir Eim-
skipafélagið, sem eftir viðskiptin
er ekki lengur í 100 prósent eigu
Burðaráss. ■
Snillingar á öllum svi›um
Umbro fótboltalínan. Einnig miki›
úrval af ö›rum ritfangalínum.
Beckmann skólatöskur.
Me› blikkljósi og mittisól.
Margar ger›ir: 8.990 kr.
Skólataska. Me› leikfimipoka.
firír litir: 3.990 kr.
FÍ
TO
N
/
S
ÍA
F
I0
10
25
3
Úrvali›, gæ›in og fljónustan eru hjá okkur, enda höfum vi› fljóna› snillingum á öllum svi›um frá 1872.
Bakpoki OX2. Alhli›a
skólataska. 2 litir: 1.495 kr.
Bandaríkjamenn í Líbíu:
Treysta
tengslin við
Gaddafí
TRIPOLI, AP Tom Lantos, þingmaður
demókrata í Bandaríkjunum, hitti
Moammar Gaddafí Líbíuleiðtoga.
Þetta er í annað sinn á árinu sem
Lantos hittir Gaddafí og lofaði
hann hina jákvæðu þróun í sam-
skiptum ríkjanna undanfarið og
sagði samskiptin hafa batnað
meira og fyrr en vænst var.
Bandaríkin hafa smám saman
verið að opna fyrir tengsl við Líb-
íu undanfarið og leyfðu meðal
annars olíuinnflutning frá landinu.
Líbía er þó enn á lista yfir ríki sem
eru grunuð um að styðja hryðju-
verkamenn og sæta því takmörk-
unum af hálfu Bandaríkjanna. ■
Formið sótt í skip víkinga:
Alþingi fær
stól að gjöf
ALÞINGI Alþingi fékk afhentan að
gjöf sérhannaðan stól eftir skoska
listamanninn Thomas Hawson.
Jónína Bjartmarz, varaforseti Al-
þingis, veitir gjöfinni viðtöku.
„Árið 2000 hannaði listamaður-
inn Thomas Hawson stól sem
skoska þingið gaf Alþingi í tilefni
af því að 1000 ár voru liðin frá
kristnitöku á Íslandi. Stóllinn sem
skoska þingið færði Alþingi líkist
að formi stefni langskips og stóll-
inn sem listamaðurinn gefur Al-
þingi nú sækir form sitt einnig til
skipa víkinga,“ segir á vef Al-
þingis. ■
Hafnaði inni
á markaðstorgi:
Drap sautján
NÍGERÍA, AP Sautján létust þegar
olíuflutningabíll hafnaði inni á fjöl-
förnu markaðstorgi í borginni
Kano í norðurhluta Nígeríu í gær.
Tugir særðust í slysinu en tildrög
þess voru þau að bílstjóri olíuflutn-
ingabílsins missti stjórn á bílnum.
Bílstjórinn hefur verið handtekinn.
Umferðarslys eru algeng í Ní-
geríu og kenna stjórnvöld óvar-
legum akstri um. Vöruflutninga-
fyrirtæki kenna hins vegar léleg-
um vegum um slysin. ■
Olíumálaráðherra OPEC:
Spáir mikilli
lækkun
VIÐSKIPTI Offramboð er á olíu í
heiminum og skortur því ekki
ástæða hækkandi verðs.
Olíumálaráðherra OPEC,
Purnomo Yusgiantoro, spáir því
að verðið á olíutunnu fari niður í
30 dollara á næsta ári. Verðið að
undanförnu hefur verið allt að 47
dollurum. Lækkunin næmi því ríf-
lega þriðjungi.
Olíumálaráðherrann telur að
áhættuálag markaðarins sé um
sextán dollarar á tunnuna, sem
muni lækka hratt þegar dregur úr
óvissu um framboð frá Írak, Rúss-
landi og Venesúela. ■
MOAMMAR GADDAFÍ
Hefur unnið að því að treysta tengslin við
Bandaríkin og Evrópusambandið.
SAMSLÁTTUR Í FÆREYJUM
Eimskip hefur sameinast Skipafélagi Fær-
eyja. Færeyingar eignast sex prósent í Eim-
skipafélaginu. Baldur Guðnason forstjóri
segir samsláttinn styrkja Eimskipafélagið í
Norður-Atlantshafssiglingum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Eimskipafélagið stækkar:
Sameinast færeysku óskabarni