Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 22
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR2 Verslanir í könnuninni Bókabúð Grafarvogs Bóksala stúdenta Fjarðarkaup Griffill Hagkaup Skeifunni Mál og menning Oddi Office 1 Skeifunni Penninn/Eymundsson Kringlunni Skólavörubúðin Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavör- um þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag. Karfan með 15 vöru- tegundum kostaði þar 404 krónur en næstlægsta verðið á henni var í Griffli, 528 krónur. Penninn/Ey- mundsson í Kringlunni var með þriðju ódýrustu körfuna, upp á 712 krónur, en fast á eftir fylgdu Mál og menning á Laugavegi með körfu upp á 741 krónur og Hagkaup á 796. Verðkönnunin náði til 15 vöru- tegunda og var listinn byggður að mestu á lista 5. bekkjar Folda- skóla í Grafarvogi. Alls staðar er miðað við stykkjaverð en ekki magnkaup, nema í tilviki línu- strikaðra blaða í A4-stærð sem voru 100 í pakka og trélita sem voru 12 í pakka. Reyndar voru tvær verslanir, Bókabúð Grafar- vogs og Fjarðarkaup, bara með A4-blöð í 50 stk. pökkum og tvö- földuðum við verðið í þeim til- vikum. Einnig voru blýantar ekki til í stykkjatali í Hagkaupum, heldur bara þrír í pakka, og í því tilfelli deildum við með 3 í pakkaverð til að fá út stykkja- verð. Alls staðar var beðið um ódýrustu vöruna í hverjum flok- ki, án tillits til gæða, en þó var ekki um magnpakkningar að ræða t.d. á stíla- og reiknings- bókum, sem hugsanlega er hag- kvæmast. Mikill munur er á verðinu milli verslana, eða 357,4% milli þeirrar ódýrustu og dýrustu. Bókabúð Grafarvogs er með dýr- ustu körfuna, 1.848 krónur, og Fjarðarkaup í Hafnarfirði þá næstdýrustu, 1.305 krónur. Þriðja dýrust er Skólavörubúðin með körfu upp á 1.286 krónur. Vert er að benda neytendum á að vera sjálfir vakandi fyrir verði og vörugæðum, sem eru afar mismunandi í skólavarningi. Ekki er síst ástæða til þess nú þegar vertíð er á skólavörumark- aðnum og mikið af óvönu fólki við afgreiðslu í þeim verslunum sem selja slíkar vörur. Í ljós kom þegar starfsmenn Fréttablaðsins voru á ferðinni að starfsmenn gátu í sumum tilvikum ekki vísað á ódýrustu vörurnar. Einnig má ljóst vera að þar sem verðið er svo lágt að ótrúlegt má teljast liggja líklegast ekki að baki vör- ur í háum gæðaflokki. ■ Verðkönnun á skólavörum: Mikill verðmunur Framkvæmd könnunar: Ódýrustu vör- urnar af hverri tegund Verðkönnunin fór þannig fram að 10 starfsmenn fóru samtímis í 10 verslanir með innkaupalista. Hver og einn bað um verslunar- stjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð hans eða annars starfsmanns til að finna ódýr- ustu vörurnar á listanum. Síðan voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar inn og starfsmanni blaðsins afhentur strimillinn. Ekki er gerður samanburður á gæðum þeirra vara sem keyptar voru né þjónustustigi verslan- anna og blaðið getur ekki ábyrgst að starfsmenn búðanna hafi ætíð gætt þess að velja ódýrustu vör- una. Þess ber og að geta að fjöl- margar aðrar verslanir á höfuð- bogarsvæðinu bjóða skólavörur í miklu úrvali og eflaust á góðu verði. ■ Listi yfir skólavörurnar Stílabók A4, ekki gorma Reikningshefti A5 (millistærð af rúðum) Línustrikuð blöð A4 100 stk. Millispjöld fyrir 10 greinar Lausblaðamappa A4 tveggja gata með hörðum spjöldum Pappamappa með teygju Þunn plastmappa, A4 með tveimur pinn- um (glær forsíða) Blýantur Strokleður Yddari Reglustika Gráðubogi Límstifti Föndurskæri Trélitir 12 í pk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Skólavörukönnun Bókabúð Bóksala Fjarðarkaup Griffill Hagkaup Mál og Oddi Office 1 Penninn Skólavöru- Meðalverð Grafarvogs stúdenta menning búðin Stílabók A4, ekki gorma 50 95 89 29 89 99 69 25 99 112 73 Reikningshefti A5 gormalaus 99 65 51 27 49 69 69 15 59 95 61 Línustrikuð blöð A4 100 stk. 240* 120 178* 57 89 59 149 86 59 140 118 Millispjöld f. 10 150 45 76 29 59 59 189 20 59 104 79 Lausblaðamappa A4 m/hörðum 299 280 223 60 99 99 99 49 99 196 150 Pappamappa m/teygju 150 60 109 47 99 49 55 79 49 89 79 Þunn plastmappa A4 29 15 26 10 13 15 15 9 15 25 17 Blýantur 15 10 12 5 29** 26 9 3 7 20 14 Strokleður 8 15 46 6 7 7 15 4 7 16 13 Yddari 80 35 48 25 27 29 35 14 29 40 36 Reglustika 50 25 35 49 23 23 24 9 23 35 30 Gráðubogi 99 60 64 45 58 59 89 29 59 80 64 Límstifti 130 35 73 27 39 30 35 12 30 90 50 Föndurskæri 150 98 89 47 49 49 49 25 49 92 70 Trélitir 299 95 186 65 67 69 69 25 69 152 110 Karfan samtals 1.848 1.053 1.305 528 796 741 970 404 712 1.286 963 Frá meðalverði 91,9% 9,4% 35,5% -45,2% -17,3% -23,0% 0,7% -58,0% -26,1% 33,6% 0,0% 885 90 342 -435 -167 -222 7 -559 -251 323 Frá lægsta 357,4% 160,6% 223,0% 30,7% 97,0% 83,4% 140,1% 0,0% 76,2% 218,3% 1.444 649 901 124 392 337 566 0 308 882 * 100 STYKKJA PAKKNINGAR VORU EKKI TIL HELDUR EINUNGIS 50 STYKKJA PAKKNINGAR. VERÐIÐ HÉR MIÐAST ÞÁ VIÐ TVÆR SLÍKAR. ** BLÝANTAR FENGUST EKKI Í STYKKJATALI HELDUR ÞRÍR SAMAN Í PAKKA. DEILT ER Í PAKKAVERÐIÐ MEÐ ÞREMUR. =hæsta verð =lægsta verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.