Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 6
6 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR FLUGREKSTUR Flugleiðir hafa aldrei flutt jafn marga farþega í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Farþeg- ar Flugleiða voru 183 þúsund í mánuðinum. Farþegum í júlí fjölgaði um 23 prósent milli ára, en þeir voru 148 þúsund í fyrra. Fyrra metið í farþegaflutningum var í júlí 2001, en fjölgunin stöðvaðist við hryðjuverkin 11. september. „Þetta eru tveir þriðju hlutar þjóðarinnar sem við höfum flutt í einum mánuði,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Sumarmánuðirnir eru langdrýgstir í tekjuöflun Flug- leiða. Aukningin í farþegaflutn- ingum milli landa það sem af er ári er ríflega 20 prósent. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði einnig en þó ekki jafn mikið og millilandafar- þegunum. Farþegum innanlands fjölgaði um tæp fjórtán prósent. Einnig var vöxtur í fraktflugi milli ára og í leiguflugi. Leigust- undum flugvéla Loftleiða - Iceland- ic fjölgaði um rúm 64 prósent. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa leiguflugsstundir tvöfaldast. ■ Vilja semja við umdeildan verktaka Verktakafyrirtækið Impregilo sýnir sjúkraflutningamönnum sem kvartað hafa að undanförnu lítilsvirðingu og hafa þeir nú selt allar sjúkrabifreiðar sínar til verktakafyrirtækis sem er ætlað að sjá um sjúkraflutninga eftirleiðis. ATVINNUMÁL „Ég veit ekki til þess að Impregilo eða þessir verktakar hafi tilskyld leyfi til að reka sjúkrabif- reiðar,“ segir Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo á nú í viðræðum við íslenskt verktakafyrirtæki um að taka að sér allan akstur og eftir- lit með sjúkrabifreiðum á Kára- hnjúkum. Fyrirtækið, GT verktak- ar, hefur um skeið séð um rútu- flutninga fyrir Ítalina og herma heimildir að Impregilo hafi nú þeg- ar selt verktökunum alla fimm sjúkrabílana sem nota skal á Kára- hnjúkasvæðinu. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa fimmtán ís- lenskir sjúkraflutningamenn íhug- að verkföll eða uppsagnir um skeið enda laun þeirra ekki samkvæmt samningum og vinnuaðstaða dapur- leg. Einnig vantar mikið upp á að sjúkrabílar Impregilo uppfylli þau skilyrði sem slík öryggistæki þurfa að hafa. Tveir sjúkrabílanna eru enn á verkstæðum tæpum tveimur vikum eftir að notkun þeirra var bönnuð eftir bifreiðaskoðun. Vernharð segir starf sjúkra- flutningamanna löggilt og því þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis til að starfa sem slíkur. „Við höfum ítrek- að sent Impregilo bréf vegna þeirr- ar deilu sem uppi er og þeir hafa ekki svo mikið sem svarað einu þeirra. Nú fáum við þetta framan í okkur eins og blauta tusku og þetta er ekkert annað en lítilsvirðing við þá starfsmenn sem þarna hafa ver- ið að störfum. Verkalýðsfélög eiga í stappi við GT verktaka nú þegar en rúmlega 20 manns hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu síðan um áramót þar sem ekki hefur verið staðið skil á launum og launatengdum gjöldum. Ennfremur þykir skorta mikið á að hópflutningabílar fyrir- tækisins uppfylli allar öryggis- kröfur og dæmi eru um að öku- menn þeirra hafi ekki tilskilin meirapróf. Yfirmaður fyrirtækis- ins svaraði ekki skilaboðum blaða- manns en í síðustu viku neitaði hann allri vitneskju um að margir starfsmenn hans hefðu sagt upp störfum. Heimildir blaðsins herma að sjúkrastarfsmennirnir að Kára- hnjúkum hyggist segja upp störf- um og vinna uppsagnarfrest. Skort- ur er á menntuðum starfsmönnum til þessara starfa í landinu og vitað er að Alcoa sem byggir senn álver í Reyðarfirði er á höttunum eftir slíku fólki. albert@frettabladid.is Straumur í Noregi: Fá ódýra auglýsingu VIÐSKIPTI Straumur fjárfestingar- banki keypti í gær yfir fimm pró- senta hlut í norska Kreditbanken fyrir tæpar 200 milljónir ís- lenskra króna. Íslandsbanki hefur lagt fram yfirtökutilboð í bankann og er gengi tilboðsins 1,5 prósentum hærra en gengið sem Straumur keypti á. Í hlutfalli við stærð Straums er um óverulega fjár- festingu að ræða og tryggan geng- ishagnað upp á 2,6 milljónir gangi yfirtakan eftir, sem talið er nokk- uð öruggt. Samkvæmt heimildum eru markmið Straums lítilsháttar skammtímahagnaður. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um kaupin og leiða má getum að því að Straum- ur hafi verið að kaupa ódýra aug- lýsingu í norskum fjölmiðlum. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,66 0,41% Sterlingspund 129,73 0,01% Dönsk króna 11,72 0,39% Evra 87,16 0,36% Gengisvísitala krónu 121,96 0,87% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 391 Velta 4.785 milljónir ICEX-15 3.226 0,92% Mestu viðskiptin Opin Kerfi Group 2.879.973 Burðarás hf. 808.624 Landsbanki Íslands hf. 423.972 Mesta hækkun Afl fjárfestingarfélag 13,64% Fjárfestingarfélagið Atorka 9,76% Kögun hf. 5,00% Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn hf. -22,86 Samherji hf. -3,08 SÍF hf. -0,80% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.969,8 0,15% Nasdaq * 1.796,2 0,75% FTSE 4.358,7 0,20% DAX 3.705,7 0,18% NIKKEI 10.726,0 0,36% S&P * 1.081,8 0,23% *Bandarískar vísitölur kl. 16.35 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða íslenska tónskáld á lag á nýrriplötu Bjarkar? 2Um hversu mörg prósent vill sænskastjórnin lækka skatt á áfengi? 3Keppendur hvaða bandaríska raun-veruleikasjónvarpsþáttar komu til Ís- lands síðastliðna helgi? Svörin eru á bls. 30 Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is Bókaðu flug á icelandexpress.is Ódýrar ferðir til Köben á icelandexpress.is Krydda þá með því að fara í Tívolí, dýragarðinn eða á ströndina; „hygge sig“ á ölstofu eða götukaffihúsi við Nýhöfnina eða „spadsere“ eftir Strikinu með viðkomu í tískubúðunum eða litlu antikbúðunum. Hvernig væri að bæta nokkrum heitum, dönskum dögum við sumarið og skella sér til Köben? Ljúfir dagar í Köben H im in n o g h af - 9 04 05 39 Farþegamet hjá Flugleiðum: Tveir þriðju þjóðar á mánuði STRAUMUR FARÞEGA Vöxtur er í öllum þáttum í flugrekstri Flugleiða. Stöðug fjölgun farþega, sem bakslag kom í 11. september 2001, virðist komin á fullan skrið. AÐSTOÐARMENN FYRIR RÉTTI Tveir fyrrverandi frammámenn í flokki Kristilegra demókrata í Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að flytja fé til útlanda til að komast hjá því að gefa það upp eins og reglur um fjármál stjórn- málaflokka kveða á um. HUNDRUÐ MÓTMÆLTU Hundruð Tékka efndu til mótmæla fyrir framan stjórnarráðið í gær til að mótmæla embættismanni sem bældi niður mótmæli lýðræðis- sinna fyrir fall kommúnista- stjórnarinnar í Tékkóslóvakíu. BORGARALEGUR YFIRMAÐUR Í fyrsta skipti í sögunni er æðsti yfirmaður öryggisráðs Tyrklands óbreyttur borgari en ekki herfor- ingi. Með skipun Mehmet Yigit Alpogan á að draga úr áhrifum hersins og koma um leið til móts við kröfur Evrópusambandsins fyrir hugsanlegri aðild landsins. ■ EVRÓPA SLÖKKVI- OG SJÚKRAÆFINGAR AÐ KÁRAHNJÚKUM Fái Impregilo að ráða munu starfsmenn verktakafyrirtækisins GT verktaka aka sjúkrabílum þeirra í framtíðinni. ■ VIÐSKIPTAFRÉTTIR SELJA EN EIGA SAMT Íslands- banki mælir með sölu á bréfum Bakkavarar í nýju verðmati Greiningardeild bankans ráð- leggur þó að halda vægi bréfa Bakkavarar í eignasöfnum í hlut- falli við stærð þess í Kauphöll- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.