Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 126 stk.
Keypt & selt 31 stk.
Þjónusta 38 stk.
Heilsa 7 stk.
Skólar & námskeið 3 stk.
Heimilið 17 stk.
Tómstundir & ferðir 14 stk.
Húsnæði 38 stk.
Atvinna 61 stk.
Tilkynningar 6 stk.
Margar góðar sparnarleiðir
BLS. 3
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagurinn 18. ágúst,
231. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5.29 13.31 21.32
Akureyri 5.03 13.16 21.26
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Ágúst Ólafur Ágústsson al-
þingismaður á sér nokkra
fjárhagslega ósiði sem hann
dregur hér fram í dagsljós-
ið. „Mínir helstu sigrar eru
ekki kannski beint á sviði
sparnaðar og þó að ég sé
hagfræðingur er sparnaður
ekki mín sterkasta hlið. Ég
geri þau daglegu mistök að
fara svangur í matvöru-
verslanir og furðulegustu
hlutir eiga til að detta í
körfuna.“ Ágúst hefur auð-
vitað tekið þátt í hlutabréfa-
markaðinum: „Ég keypti
eins og aðrir góðir Íslend-
ingar hlutabréf í DeCode á
genginu 54. Það hefur auð-
vitað fallið síðan þá, eins og
alþjóð veit, en ég sit þrjósk-
ur og bjartsýnn á mínum
hlut og er að vonast til að
hlutabréfin hækki eitthvað
bráðum. Þau geta alla vega
ekki farið neðar. Ég er líka
ginnkeyptur fyrir tilboðum
og tækjum sem kannski er
engin þörf á. Ég ætlaði til
dæmis að kaupa mér gas-
hitara um daginn og svo á
ég forláta borvél sem ég hef
aldrei notað. Annars er ég
að reyna að draga úr eyðslu
í svoleiðis hluti. Ég er
tækjakall að einhverju
leyti, ég er reyndar alveg
vonlaus í höndunum sjálfur
og veit ekkert af hverju ég
geri þetta. Kannski ég sé að
reyna að bæta mér upp
klaufaskapinn.“ En á Ágúst
einhver sparnaðarráð í
pokahorninu? „Ég hef kom-
ist að því að það er viss
sparnaður í því að fara í
mat til foreldra og tengda-
foreldra og ég nýti mér það
vel. Svo bind ég miklar von-
ir við að sparnaðurinn komi
sterkt inn í yfirvofandi
heilsuátaki sem reyndar
hefur verið frestað daglega
í um það bil áratug. Ég sé
fyrir mér að þá hætti ég að
kaupa skyndibita og það
verður bæði fjárhagslegur
og líkamlegur ávinningur,“
segir Ágúst Ólafur ákveð-
inn á svip. ■
fjarmal@frettabladid.is
Síminn hefur ákveðið að
fella niður stofngjöld á heimil-
issíma og ISDN tengingum frá
16. ágúst - 6. september. Þarna
er komið til móts við ungt fólk
sem er stofna heimilissíma í
fyrsta skipti. Heimilin nota fjar-
skiptaþjónustu meira en áður
en greiða jafnframt margfalt
lægra verð fyrir hana. Í stað
þess að hafa einn heimilissíma
eins og áður var er algengt að
2 til 3 farsímar séu á hverju
heimili og heimilin ein-
nig tengd Internetinu.
Mínútuverð úr tal-
síma til annarra
landa hefur
lækkað um allt
að 84,7% á
rúmlega tíu
árum hjá
Símanum
eða frá
1993-2004.
Símtöl úr talsíma í GSM síma
hafa lækkað á dagtaxta um
rúm 40% frá því árið 1996 og
um rúm 10% á kvöldtaxta.
Það borgar sig að kaupa far-
angurstryggingu áður en haldið
er í fríið. Farangur meðal-Bret-
ans í sumarfríinu er metinn á
um 55.000 íslenskar krónur og
einn af hverjum fjórum ferða-
mönnum kaupir sér varning og
minjagripi fyrir meira en
130.000 krónur. Það er því
mikill fjárhagslegur
missir ef farangur
týnist, skemmist
eða er stolið, ekki
síst vegna þess að
bótaskylda flugfélaga
fyrir laskaðan eða glat-
aðan farangur er yfirleitt
ekki meira en 200 Banda-
ríkjadalir.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í FJÁRMÁLUM
Kötturinn Prince er
týndur...Prince á heima að
Miðbraut 4, Seltjarnarnesi.
Hann er inniköttur en fer stöku sinn-
um út í góðu veðri en yfirleitt aldrei
langt frá húsinu. Prince ratar því lítið
um og er hræddur við ókunnuga.
Hann fór út um hádegi, föstud. 13
ágúst og hefur ekki sést síðan. Hans
er nú sárt saknað af eiganda sínum.
Hann var með ól um hálsinn.
Fólk sem hefur rekist á kött sem
líkist Prince eða getur veitt uppl.
um hann hafið samband í s. 566
7437 eða 697 4641.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Í dag eru 1.614
smáauglýsingar á
www.visir.is
Ágúst Ólafur Ágústsson hefur stundum eytt í vitleysu:
Sparnaður að borða hjá
foreldrum og tengdó
Ágúst Ólafur hefur eytt í ýmsan óþarfa í gegnum tíðina.