Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 30
Margir Íslendingar láta sig dreyma um að flytja til menningar- og sól- skinslandsins Ítalíu og sumir hafa látið þann draum rætast. Þeir sem eiga sér drauminn um Ítalíu eiga sjálfsagt erfitt með að ímynda sér hvað Ítali hefur að sækja hingað til Íslands. Giorgio Baruchello kom til Íslands fyrst sem skiptinemi árið 1995 og býr nú á Akureyri, þar sem hann er aðjúnkt við Háskólann og kennir heimspeki og þjóðfélags- fræði. En af hverju í ósköpunum valdi hann að búa hér? „Ísland er mjög siðmenntað, ómengað og hreint og lífskjörin eru jöfn og góð. Ég varð ástfanginn af landinu þegar ég kom hingað fyrst árið 1995. Það er erfitt að útskýra ástina, þú verð- ur bara ástfanginn og svo fylgirðu hjartanu.“ Færðu oft heimþrá? „Já, eins og allir sem hafa yfirgefið heimaland sitt, en ég myndi ekki taka því sem gagnrýni á Ísland. Það er þrennt sem ég sakna öðru fremur: gott rauðvín, lasagnað hennar ömmu og rústirnar mínar sem ég kalla svo. Ég óx úr grasi í Genúa, sem er stærsti miðaldamiðbær í Evrópu. Það er ólýsanlegt að ráfa um bæinn og kaupa grænmetið sitt í húsi sem hefur staðið síðan á þrettándu öld. Ég sakna þess að skoða kirkjurnar gömlu og listaverkin og andrúms- loftsins alls.“ Giorgio er mikill fótboltaáhuga- maður en hvað er svona merkilegt við fótbolta? „Í fyrsta lagi er hann góð skemmtun og í öðru lagi er fót- bolti félagsleg athöfn. Þegar ég var lítill fór ég á völlinn með karl- mönnunum í fjölskyldunni og vin- um mínum og við áttum gæða- stundir saman. Fótboltinn samein- ar samfélagið á vissan hátt og vinahópa sem fá tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Þegar ég er heima reyni ég alltaf að fara á í það minnsta einn leik með bróður mínum, til að endur- vekja góðar stundir. „ Með hvaða liði heldur þú? „Það er í genunum að halda með einu liði öðrum fremur, á Akureyri myndi ég halda með KA og í Genúa er ekki möguleiki að halda með öðrum lið- um en Genoa. Genoa er elsta fót- boltaliðið á Ítalíu, stofnað 1893, og er stór hluti af sjálfsmynd heima- borgar minnar og auðvitað minni líka. Því miður eru engir leikmenn liðsins í landsliði Ítalíu því það er í annarri deild, en nokkrir fyrrver- andi leikmenn koma hingað og spila við Íslendinga. Ég var að vona að Panucci kæmi en hann óx úr grasi í Genúa. Svo finnst okkur við alltaf eiga svolítið í B u f f o n , markmann- inum í ítals- ka landsliðinu en hann hefur oft sagt að hann vildi gjarna leika með Genoa þegar hann hættir í landsliðinu, verður orðinn eldri og þykkvaxnari og líkari ensk- um markverði en ítölskum.“ Færðu einhverja útrás fyrir Genoa-genið í þér á Íslandi?“ Held- ur betur, það er Genoa-klúbbur starfræktur hér og við ætlum með fánann okkar á leikinn. Í hópnum eru bæði íslenskir Genoa-aðdáend- ur, ítalskir aðdáendur liðsins sem búa á Íslandi og Ítalir sem búa á Ítalíu en hafa einhver tengsl við bæði Ísland og Genúa. Slík tengsl eru skilyrði fyrir inngöngu í ís- lenska Genoa-aðdáendaklúbbinn. Við heyrðum utan að okkur að Sampdoria-aðdáendur verði kanns- ki með sinn fána á leiknum, en Sampdoria er hitt liðið í Genúa, en okkar fáni er miklu flottari,“ segir Giorgio og hlær við. Með hvaða mat er best að fara á völlinn? „Í Genúa myndum við fara með focacciabrauð sem kemur upp- haflega frá Genúa. Það er auðvelt að borða, mjög gott á bragðið eitt og sér en líka með alls konar áleggi.“ Er eitthvað mikilvægara en fót- bolti? „Auðvitað, en meðan á leik stendur er það ekki mjög margt.“ ■ 2 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Antinori Orvieto Classico: Sumarsopi Ítala Ítalía í fáum orðum Höfuðborg: Róm. Mál: Ítalska, þýska, fran- ska og slóvenska. Trú: Að mestu leyti kaþ- ólska en einnig lítill hluti gyðingatrú. Frægir listamenn: Leonardo da Vinci, Michelangelo, Botticelli og Raphael. Fólksfjöldi: 57.998.353 á síðasta ári. San Marino og Vatíkanið eru bæði sjálfstæð ríki innan Ítalíu. Ítalía er fræg fyrir sportbíla eins og Ferrari og Lamborghini. Með vinsælli ítölskum vínum hérlendis eru vín frá vínfyrirtækinu með skemmtilega nafn- ið Bolla! Hvítvín þeirra úr þrúgunni pinot gri- gio er dúnmjúkt og ferskt og hefur sala á því aukist mikið í sumar. Er það nú komið í sölu í flestum Vínbúðum eftir að hafa verið í reynslusölu. Bolla-fjölskyldan hefur stundað víngerð í Veneto á Ítalíu í yfir 120 ár en saga ættarinnar í veitingarekstri er mun lengri því ættfaðirinn Abele Bolla var orðinn nafnkunn- ur veitingamaður í Soave, austan Verona, upp úr miðri 19. öld. Árið 1909 fékk Bolla sín fyrstu gullverðlaun af mörgum fyrir vín sín á hátíð nokkurri í Bologna. Enn þann daginn í dag heldur Bolla fast í hefðir við framreiðslu á vínum sínum í takt við nútíma- tækni og þróun. Bolla Pinot Grigio ber yfir- bragð sumarsins með angan sítrusávaxta, melóna og af ferskjum. Vínið er létt með góða mýkt og hentar því vel með léttari rétt- um eins og léttkrydduðum kjúklingi, salati, súpum og pasta. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Hvítvín eru sumarvín Ítala og léttustu og ferskustu vínin koma frá héraðinu Orvieto.Hvítvínið Castello della Sala Orvieto Classico Campogrande er unnið úr hinum sí- gildu þrúgum Orvieto-héraðsins, svo sem porocanico, grechetto og verdello, auk þess sem chardonnay er bætt við. Sítrus og ferskir ávextir eru í fyrirrúmi í þessu góða og frísklega víni. Íslendingum eru að góðu kunn vínin frá Antinori, einum þekktasta vínframleiðanda Ítalíu. Piero Antinori markgreifi tók við stjórn fjölskyldufyrirtækisins af föður sínum árið 1966, einungis 28 ára að aldri. Antinori-fjölskyldan hefur ræktað vín óslitið í sex aldir. Útflutningur var hins vegar lítill er Piero Antinori tók við en hann hefur gert fyrirtækið að alþjóðlegu stórveldi á sviði vínframleiðslu. Piero Antinori er virtur fyrir stílhrein og nútímaleg vín á sígildum grunni jafnt sem að vera frumkvöðull hinna spennandi „Ofur-Toskana“ vína sem eru ein bjartasta von ítalskrar víngerðar síðustu árin. Antinori var fyrstur til að setja einnar ekru Orvieto-vín á markað. Verð í Vínbúðum 990 kr. Bolla Pinot Grigio: Vínið með skemmtilega nafnið Ítölsk vín Í Bandaríkjunum er ítalski skyndibitinn pítsa sá allra vin- sælasti. Í október er pítsa hyllt þar í landi með þar til gerðum pítsamánuði. Sú hefð byrjaði árið 1987 og halda Bandaríkjamenn í hana enn þann dag í dag. Bandaríkjamenn borða um það bil hundrað ekrur af pítsu á hverjum degi, eða um 350 sneið- ar á sekúndu. Talið er að pítsuiðn- aðurinn skili pítsugerðarmönn- um rúmlega 32 milljörðum dölum á hverju ári. Í Bandaríkjunum eru um 61.269 pítsustaðir og eru þeir sautján prósent af öllum veitingastöðum vestan hafs. 93 prósent Bandaríkjamanna borða að minnsta kosti eina pítsu á mánuði og rúmlega 66 prósent panta pítsu á rólegu kvöldi með vinum. Meðalmaður í Bandaríkj- unum borðar 46 sneiðar á ári en um það bil þrír milljarðar af píts- um eru seldir á ári hverju. Ítalskur matur er langvinsæl- asti erlendi maturinn í Banda- ríkjunum. Samkvæmt Gallup- könnun þar í landi kjósa flest börn á aldrinum þriggja til ellefu ára pítsu í hádegismat og kvöld- mat. ■ Skyndibitalandið Bandaríkin: Ítalskur matur vinsælastur Ítalskir matseðlafrasar... Aceto Edik Affumicato Reykt Aglio Hvítlaukur Agnello Lamb Anatra Önd Aragosta Humar Bistecca Steik Bollito Soðið Brodetto Fiskisúpa Caldo Heitt Coniglio Kanína Crudo Hrátt Dolce Eftirréttir Formaggio Ostur Il Secundo Aðalréttur Manzo Nautakjöt Oca Gæs Pancetta Beikon Panna Rjómi Pesce Fiskur Piccione Dúfa Pollo Kjúklingur Salsicce Pylsur Secco Þurrt Sugo Sósa Tonno Túnfiskur Uova Egg Vitello Kálfakjöt Fótbolti og focaccia eiga feiknavel saman Fótboltafocaccia að hætti Genúabúans 1/2 kíló af hveiti extra virgin olífuolíu 40-50 g ger svolítið salt,sykur og vatn. Hnoðið deigið með gerinu, olífuolíunni og vatninu þangað til deigið er eins og þér finnst að það eiga að vera og bættu salti og sykri við eftir smekk. Deigið á að verða frekar hart og miklu harðara en pizzadeig til dæmis. Deigið er látið lyfta sér í tvo tíma eða þangað til það er orðið tvöfalt að stærð. Svo er deigið flatt út og göt gerð á yfirborðið og þar er sett vatn með olíu og salti svo yfirborðið verði pínulítið feitt. Brauðið bakað í 180˚C heitum ofni og þegar brauðbotninn er stökkur er brauðið tilbúið. Stundum setur fólk lauk ofan á brauðið, rósmarín, kart- öflur og ferska tómata áður en brauðið er bakað. Allir eiga sín focaccia-afbrigði og afbrigðilegheit, ég þekkti einn sem setti súkkulaðiálegg á sitt. Svo er auðvitað hægt að skera brauðið í tvennt og setja parmaskinku, moz- zarella eða eitthvað annað gott á milli, ná í flösku af góðu rauðvíni og fara á völlinn og hvetja sína menn. Giorgio Baruchello, Genoa-aðdáandi á Íslandi númer eitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ? Uppruni nafnsins Ítalía er ekki al- gjörlega ljós. Orðið hefur yfirleitt verið tengt við latneska nafnorðið vitulus sem merkir kálfur. Á oskís- ku, sem telst til ítalskra mála eins og latína, hét landið Viteliu. Það er talið merkja land hinna mörgu kálfa. Landsheitið gæti hugsanlega verið dregið af þjóðflokksheitinu itali sem merkir ungu bolarnir. Ítalía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.