Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR HVERS VIRÐI ERU KÁRAHNJÚK- AR? David Bothe mun halda fyrirlestur á vegum Landverndar og Umhverfisstofn- unar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag um rannsókn sína á fjárhagslegu mati á landinu sem fer undir vatn við Kárahnjúkavirkjun. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MILT VEÐUR UM ALLT LAND ÁFRAM Hægur vindur – bjart og fallegt veður víða á landinu í dag. Yfirleitt þurrt og bærilega hlýtt. Sjá síðu 6 18. ágúst 2004 – 223. tölublað – 4. árgangur GÆTI TEKIÐ MÖRG ÁR Ríkisstjórn Ís- lands hefur hafið undirbúning að málaferl- um gegn Norðmönnum vegna Svalbarða. Sjá síðu 2 GÍFURLEGT FLÓÐ Bílar, tré og jafnvel hús urðu að láta undan þegar mikið og óvænt flóð skall á enska bænum Boscastle. Sjá síðu 4 SJÚKRAFLUTNINGAR Í UPPNÁMI Sjúkraflutningamenn Impregilo hafa nú selt allar sjúkrabifreiðar sínar til verktakafyrir- tækis sem er ætlað að sjá um sjúkraflutn- inga eftirleiðis. Sjá síðu 6 STÓRT VOPNABÚR FANNST Lög- reglan í Hafnarfirði hugðist fara fram á hús- leit í sama húsi og lögreglan í Reykjavík fann fjölda vopna og skotfæra í fyrrinótt. Vopnin voru þýfi sem notuð höfðu verið í fíkniefnaviðskiptum. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 46 Tónlist 45 Leikhús 45 Myndlist 45 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Eiður Smári: ● fylgir fréttablaðinu dag Í slaginn við Ítalina ● fylgir Fréttablaðinu dag Mikill verðmunur á skólavörum ÓÐAL Miklar kröfur hvíla á jörð- inni Brautarholti á Kjalarnesi vegna gjaldþrots svínabúsins að Brautarholti. Kröfuhafar hafa fengið fjárnám í jörðinni. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykja- vík, stöðvaði uppboðsmeðferð þegar hann varð þess varð áskynja að Brautarholt væri óðalsjörð en sérlög gilda um slík- ar jarðir. Veðsetningar og fjárnám á Brautarholti geta þess vegna verið í uppnámi. Kröfurnar munu nema hundruðum milljóna. „Það þarf að þinglýsa skjölum þegar jörð er gerð að óðalsjörð,“ segir Rúnar Guðjónsson, sýslu- maður í Reykjavík, sem stöðvaði uppboðið um stundarsakir. Rúnar segir ekki venju hjá embættinu að svara spurningum fjölmiðla um einstök mál sem kunna að vera til meðferðar en þar sem málið hafi verið í fréttum segist hann ekki geta borið á móti tilvist þess. Aðspurður segir Rúnar ekki getað svarað hvers vegna hægt hafi verið að þinglýsa veðum á jörðina þar sem hún er þinglýst sem óðal hjá sama embætti. Hann segir hluta þinglýsinganna hafa farið fram fyrir allmörgum árum síðan. Þegar veðum á jörð- inni var þinglýst hefði átt að koma á daginn að um óðalsjörð væri að ræða og um leið að óheimilt væri að taka veð í henni. Þá hefðu lántakandi og lánveit- andi átt að fylgjast með hvort veðsetningarnar hafi verið heim- ilar. Rúnar segist ekki geta úti- lokað að sýslumannsembættið geti dregist inn í skaðabótamál vegna þess að veðum í jörðinni var þinglýst. Rúnar segir málið vera í bið- stöðu á meðan verið er að fara yfir málið með tilliti til jarðarlaga og ákvæða um óðalsjarðir. Skoða þurfi hvað verði gert í framhald- inu og búast megi við að óðalseig- endur að Brautarholti verði kall- aðir saman á fund. Rúnar segir eigendur, eða þá sem eiga rétt til óðalsins, geta leyst til sín kröfur eins og þær sem hvíla á Brautar- holti. Ef eigendurnir gera það ekki er mögulegt að uppboð fari fram. hrs@frettabladid.is Sýslumaður útilokar ekki skaðabótaskyldu Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, segist ekki útiloka að á embættið geti fallið veruleg- ar ábyrgðir vegna veðsetninga á óðalsjörðinni Brautarholti á Kjalarnesi. Kröfur nema hundruðum milljóna króna. Sýslumaðurinn hefur stöðvað uppboð meðan málið er kannað. FÓTBOLTI „Ég er að vona að þetta verði einfaldlega söguleg stund, bæði hvað varðar áhorfendafjöld- ann og leikinn sjálfan en það er ekki á hverjum degi sem íslenska lands- liðið mætir svo stórri og sterkri knattspyrnuþjóð,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson landsliðsþjálfari, en í kvöld fer fram vináttuleikur Ís- lands og Ítalíu á Laugardalsvelli. „Mér finnst alveg frábært hvað KSÍ hefur gert mikið úr þessum leik og það er alveg full ástæða til þess. Við finnum vel fyrir stemn- ingunni úti í þjóðfélaginu sem hef- ur verið að myndast frá því að stefnan var sett á að slá aðsóknar- metið og ætlum að gera allt sem við getum til að vera landi og þjóð til sóma,“ sagði Ásgeir. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og hafa forsvarsmenn Knatt- spyrnusambands Íslands sett sér það markmið að áhorfendametið á Laugardalsvelli falli í kvöld. Metið var sett árið 1968 þegar 18.194 áhorfendur fylgdust með leik Vals og Benfica í Laugardalnum. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að búið væri að selja tæplega 15 þúsund miða á leikinn og átti hann von á því að miðarnir seldust upp í dag. Sjá síðu 20 og sérstakt aukablað um leikinn í miðju blaðsins Landsleikur Íslands og Ítalíu í kvöld: Líklegt að áhorfendametið frá 1968 falli í kvöld LIPPI Á LAUGARDALSVELLI Marcelo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, var umkringdur stórstjörnum á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar ítalska liðið hélt þar æfingu fyrir leik- inn við Ísland í kvöld. Forystumenn Knattspyrnusambands Íslands hafa sett sér það markmið að bæta 36 ára gamalt áhorfendamet á Laugardalsvelli í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Sendinefnd til Najaf: Býður sakaruppgjöf BAGDAD, AP Sendinefnd frá þjóð- arráðstefnunni í Írak kom til Najaf í gær og lagði sáttatillögu fyrir sjíaklerkinn Moqtada al- Sadr. Tillagan felur í sér sakarupp- gjöf fyrir al-Sadr ef hann leggur niður vopn, dregur lið sitt burt og gengur til liðs við Íraks- stjórn. Talsmenn al-Sadr segjast fagna sendinefndinni en tilboðið sé ótækt. Ráðstefnan var lengd um einn dag, vegna farar sendi- nefndarinnar að því er talið er. ■ Latibær: Magnús heiðraður VERÐLAUN Magnús Scheving hlaut í gær Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2004 og afhenti Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum. Magnús hlaut verðlaunin fyrir Latabæ og þar með fyrir fram- lag sitt til bættrar lýðheilsu á Norð- urlöndum. Verð- launin hafa verið veitt í fimmtán ár af Norræna lýð- heilsuskólanum í Gautaborg fyrir hönd Norrænu ráðherranefndar- innar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að offituvandi norrænna barna aukist með hverju árinu en Magnús hvetji börn til að temja sér heilsusamlega lífshætti og hafi bætt heilsu barna með ný- stárlegum hætti. ■ MAGNÚS SCHEVING Eina númerið sem þú þarft að muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.