Fréttablaðið - 08.10.2004, Síða 16
FÖSTUDAGUR 8. október 2004
Íslenskt leiktækjafyrirtæki vekur athygli:
Blæs á innflutning
LEIKFÖNG Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í
gær við bæklingi frá Barnasmiðj-
unni í Grafarvogi, sem er eina ís-
lenska fyrirtækið á leiktækjamark-
aðnum sem uppfyllir alþjóðlegan
staðal.
Elín Ágústsdóttir, annar eigenda
fyrirtækisins, segir það eina ís-
lenska framleiðandann með vottuð
leiktæki og það sé mikið metnaðar-
mál. „Það er mjög mikil samkeppni
á leiktækjamarkaðnum og mikið um
innflutning og því réðumst við í það
þrekvirki að gefa út þennan bækling
til að sýna sérstöðu okkar.”
Barnasmiðjan selur mikið til
leikskóla, skóla, opinna svæða og
húsfélaga en með bæklingnum á að
sækja enn frekar inn á leikfanga-
markaðinn. „Þar gildir það eitt að
standa faglega að verki,“ sagði
Elín. ■
MARKAÐSÁTAK
Iðnaðarráðherra tekur við bæklingi um
eina eina íslenska fyrirtækið á leiktækja-
markaði sem er með vottuð leiktæki.
Samningur gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna:
Indverjar neita
skuldbindingum
INDLAND, AP Indverjar eru ekki
reiðubúnir að undirrita samn-
inginn gegn dreifingu kjarn-
orkuvopna, sagði Manmohan
Singh, forsætisráðherra Ind-
lands, eftir fund sinn með Ger-
hard Schröder, kanslara Þýska-
lands. Þetta eru fyrstu ummæli
sem hann lætur falla um kjarn-
orkuvopnastefnu stjórnar sinn-
ar sem tók við völdum í maí.
Singh sagði þó að ríki heims
þyrftu ekki að óttast að Indverj-
ar færu í útflutning á kjarn-
orkuvopnum og tækni til fram-
leiðslu þeirra. „Indland á að
baki óaðfinnanlegan feril í út-
flutningsstjórn. Við viljum
vinna með öðrum löndum sem
eru sammála okkur um að koma
í veg fyrir útflutning á efnum til
gerðar kjarnorkuvopna,“ sagði
hann.
Schröder flutti fyrirlestur
þar sem hann sagði það mikla
hættu við heimsfriðinn og stöð-
ugleika ef kjarnorkuvopn
kæmust í hendur fleiri en þeirra
sem réðu yfir þeim nú. Vísaði
hann sérstaklega til hættunnar á
því að hryðjuverkamenn
kæmust yfir kjarnorkuvopn. ■
SCHRÖDER OG SINGH
Kanslarinn og forsætisráðherrann ræddu saman í Nýju-Delí. Þar varaði Schröder sérstak-
lega við útbreiðslu kjarnorkuvopna.