Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR 8. október 2004 Íslenskt leiktækjafyrirtæki vekur athygli: Blæs á innflutning LEIKFÖNG Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær við bæklingi frá Barnasmiðj- unni í Grafarvogi, sem er eina ís- lenska fyrirtækið á leiktækjamark- aðnum sem uppfyllir alþjóðlegan staðal. Elín Ágústsdóttir, annar eigenda fyrirtækisins, segir það eina ís- lenska framleiðandann með vottuð leiktæki og það sé mikið metnaðar- mál. „Það er mjög mikil samkeppni á leiktækjamarkaðnum og mikið um innflutning og því réðumst við í það þrekvirki að gefa út þennan bækling til að sýna sérstöðu okkar.” Barnasmiðjan selur mikið til leikskóla, skóla, opinna svæða og húsfélaga en með bæklingnum á að sækja enn frekar inn á leikfanga- markaðinn. „Þar gildir það eitt að standa faglega að verki,“ sagði Elín. ■ MARKAÐSÁTAK Iðnaðarráðherra tekur við bæklingi um eina eina íslenska fyrirtækið á leiktækja- markaði sem er með vottuð leiktæki. Samningur gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna: Indverjar neita skuldbindingum INDLAND, AP Indverjar eru ekki reiðubúnir að undirrita samn- inginn gegn dreifingu kjarn- orkuvopna, sagði Manmohan Singh, forsætisráðherra Ind- lands, eftir fund sinn með Ger- hard Schröder, kanslara Þýska- lands. Þetta eru fyrstu ummæli sem hann lætur falla um kjarn- orkuvopnastefnu stjórnar sinn- ar sem tók við völdum í maí. Singh sagði þó að ríki heims þyrftu ekki að óttast að Indverj- ar færu í útflutning á kjarn- orkuvopnum og tækni til fram- leiðslu þeirra. „Indland á að baki óaðfinnanlegan feril í út- flutningsstjórn. Við viljum vinna með öðrum löndum sem eru sammála okkur um að koma í veg fyrir útflutning á efnum til gerðar kjarnorkuvopna,“ sagði hann. Schröder flutti fyrirlestur þar sem hann sagði það mikla hættu við heimsfriðinn og stöð- ugleika ef kjarnorkuvopn kæmust í hendur fleiri en þeirra sem réðu yfir þeim nú. Vísaði hann sérstaklega til hættunnar á því að hryðjuverkamenn kæmust yfir kjarnorkuvopn. ■ SCHRÖDER OG SINGH Kanslarinn og forsætisráðherrann ræddu saman í Nýju-Delí. Þar varaði Schröder sérstak- lega við útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.