Fréttablaðið - 08.10.2004, Page 24

Fréttablaðið - 08.10.2004, Page 24
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 124 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 19 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 19 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 31 stk. Tilkynningar 8 stk. 299* 399 *Algengt verð í matvöruverslunum * ar gu s – 0 4- 05 60 Sætar kartöflur BLS. 2 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 8. október, 282. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.58 13.15 18.31 Akureyri 7.45 13.00 18.13 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. „Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál.“ Þórdís Elva og kærastinn hennar, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson leikari, gera stundum sushi sjálf heima hjá sér og þá er sashimi í sérstöku uppáhaldi. „Við erum svo ástfangin af sashimi að við skýrðum meira að segja söngdúettinn okkar Sashimi.“ Þórdís Elva var svo heppin einu sinni að hún fékk að fylgjast með alvöru sushi- kokki að störfum og óx ástríða hennar á þessum mat enn meira. „Þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Wasabi, sem er mjög sterkt og notað í sushi, er í raun og veru í púðurformi. Það var mjög fyndið að þegar wasabi-ið var opnað þurftu allir að vera með grímur því það getur gert meiri skaða en versta sinnepsfræ ef þú andar því niður í lungun.“ „Sashimi á að borða með fingrunum eins og sushi-kokkur sem ég þekki komst að af biturri reynslu. Hann var staddur á frægasta sushi-veitingastað í New York og var næstum því hent út því hann tók upp prjóna og fór að borða. Japanir trúa að maður þurfi að tengjast matnum áður en maður borðar hann. Það er líka algjör list að gera sashimi; bæði að skera hráa fiskinn og að gera hrísgrjónin klístruð. Alvöru sushi-kokkar nota sérstaka sash- imi-hnífa sem skera fiskinn í næstum því glærar sneiðar. Til að halda hrísgrjónun- um klístruðum þarf að halda sífelldum blæstri á þeim. Í hefðbundnum eldhúsum stendur fólk með blævængi og blæs á hrísgrjónin en á veitingastöðum fær maður yfirleitt viftu,“ segir Þórdís Elva, sem hefur þó ekki fjárfest í sérstökum sashimi-tólum. „Hnífurinn sem fiskurinn er skorinn með þarf að vera mjög beittur. Ég á reyndar ekki sashimi-hníf en ég nota ekki hvað sem er. Ætli það sé bara ekki næst á dagskrá að fjárfesta í þannig hníf.“ lilja@frettabladid.is tilbod@frettabladid.is Útivistarfatnaður eins og flís- peysur, úlpur, sokkar og gönguskór er meðal þess sem er nú á lækk- uðu verði í Intersport. Einnig eru þar léttir íþróttaskór, tennisáhöld og fleira sem hentar í innanhúss- sport svo ekkert ætti að vera að vanbúnaði að hefja æfingar. Sem verðdæmi má nefna vind- og regn- helda kvenúlpu með flíspeysu sem fæst í ýmsum litum á 9.990 en var áður á 16.390 og hefur því lækkað um 40%. Boltamaðurinn býður góð til- boð þessa dagana á skóm sem henta vel fyrir boltaleiki á gervigrasi, bæði fyrir fullorðna og börn. Fullorðinsskórnir eru úr leðri og lækka úr 9.990 í 4.990. Barnaskórnir lækka úr 5.990 í 2.990. Auk fótboltaskóa eru líka strigaskór, rúskinnsskór, svo og göngu- og hlaupaskór á lækkuðu verði í Boltamanninum og sem dæmi um verð má nefna að gönguskór úr gervileðri eru á 2.990 krónur. Gufuofnar eru seldir nú á næstum helmingsafslætti hjá Einari Farestveit í Borgartúni. Tilefni til- boðsins er 40 ára afmæli verslunar- innar. Ofnarnir henta vel til mat- reiðslu grænmetis- og fiskrétta. Þótt raðað sé í form tegundum sem þurfa ólíkan eldurnatíma verð- ur ekkert ofsoðið og hráefnið held- ur vel lit sínum og þéttleika því að- eins gufa leikur um matvælin en ekki vatn. Einnig varðveitast vítamín og bragð vel og því er verður mat- reiðslan einkar heilsusamleg. Ofn- arnir hjá Einari Farestveit fást hvítir og úr stáli, einnig stáli með spegli. Þeir kostuðu áður 75 þúsund en hafa lækkað í 39.900 krónur. Húðvörur eru á tilboði hjá Lyfi og heilsu. Lína frá Australian Bodycare Tea Tree eru á 30% afslætti og sömuleiðis Loréal Per- fect Slim sem gerir húðina stinnari en áður og vinnur á appelsínuhúð. Þá er sérstök taska með tvennskonar góðu kremi á fætur, fótaþjöl úr málmi og þvottastykki seld á 999 í Lyfi og heilsu. Tilboðið gildir til 12. októ- ber. Málning á hausttilboði er hjá Bykó í Breiddinni í Kópavogi út þennan mánuð. Má geta Kópal Birtu málningar sem seld er í 4 lítra fötu á 3.990 en var áður á 5.494 , sama magn Kópal Glitru sem nú er á 2.990 en áður á 4.798 og Bykó innimálningar með gljástig 10 á 1.990 og hefur lækkað úr 3.463. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, verður þú nokkuð grafin eða brennd þegar þú deyrð? Sashimi-uppskrift Þórdísar Elvu: Hrár lax (eða það sem til er í fiskborði) Wasabi Engifer Sojasósa Hrísgrjón Laxinn er skorinn í þunna strimla og borinn fram í skál. Hrísgrjónin eru soðin og gerð klístruð með því að hafa blástur á þeim. Þau eru borin fram í sér skál. Wasabi er notað eftir smekk og því dýft í sojasósu og borðað með laxinum. Engiferið er al- veg sér og notað eftir smekk. „Þetta er einstaklega einföld uppskrift. Sashimi þýðir í raun og veru Hrár fiskur í strimlum. Engifer- ið er notað eftir smekk hér en Japanir nota engi- ferið til að hreinsa munninn á milli bita,“ segir Þórdís Elva. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Þórdís Elva og kærasti hennar, Guðmundur Ingi, elda stundum sushi og er sashimi í miklu uppáhaldi. Þórdís Elva er ástfangin upp fyrir haus: Sushi í hvert mál

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.